Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR / ÖRORKUMAT Örorkumat fyrir og eftir gildistöku örorkumatsstaðals Sigurður Thorlacius1,2, Sigurjón Stefánsson', Haraldur Jóhannsson' 'Tryggingastofnun ríkisins, 2læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Siguröur Thorlacius, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114,150 Reykjavík. Sími: 560 4400; bréfasími: 562 4146; netfang: sigurdth@tr.is Lvkilorö: örorka, örorkumat, örorkumatsstaðall. Ágrip Tilgangur: Að kanna hvaða áhrif örorkumatsstaðal! hefur haft á niðurstöður örorkumats. Efniviður og aðferðir: Ur upplýsingakerfi Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR) voru unnar upplýsingar um fjölda nýrra öryrkja árin 1997, 1998 og 2000 og skiptingu þeirra með tilliti til örorkustigs, kyns, aldurs og fyrstu (helstu) sjúkdómsgreiningar. Niðurstöður: I kjölfar gildistöku örorkumats- staðalsins hefur orðið marktæk fjölgun á konum sem metnar eru til 75% örorku (p<0,0001). Fjölgunin er hjá konum eldri en 30 ára með stoðkerfisraskanir (einkum mjúkvefjaraskanir). Körlum hefur einnig fjölgaði lítillega, en sú aukning er ekki tölfræðilega marktæk (p=0,25). Marktæk fækkun hefur orðið hjá bæði konum og körlum sem fá metna 50-65% örorku (p<0,0001), en ekki hefur orðið marktæk breyting á heildarfjölda nýrra öryrkja (þeirra sem fá metna 50%, 65% eða meira en 75% örorku). Alyktanir: Martæk fjölgun hefur orðið á konum sem metnar eru til meira en 75% örorku eftir tilkomu örorkumatsstaðalsins, en ekki hefur orðið marktæk breyting á heildarfjölda nýrra öryrkja, því lítil breyt- ing hefur orðið á fjölda karla sem metnir eru til meira en 75% örorku og marktæk fækkun hefur orðið á þeim sem metnir eru til 50-65% örorku. Inngangur Frá 1. september 1999 hefur örorka vegna lífeyris- trygginga almannatrygginga verið metin á grundvelli fæmi umsækjanda, samkvæmt örorkumatsstaðli (1,2). Aður hafði örorka verið metin á grundvelli læknisfræðilegra, félagslegra og fjárhagslegra for- sendna (3). Örorka er metin á grundvelli almanna- tryggingalaganna (4). I 12. grein laganna kom fram að rétt til örorkulífeyris ættu þeir sem „eru öryrkjar til langframa á svo háu stigi að þeir eru ekki færir um að vinna sér inn Z þess er andlega og líkamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn í því sama héraði við störf sem hæfa líkamskröftum þeirra og verkkunn- áttu og sanngjarnt er að ætlast til af þeim með hlið- sjón af uppeldi og undanfarandi starfa". Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi 11. mars 1999 var 12. grein almannatryggingalaganna breytt (5). Þar segir nú um örorkumatið: „Tryggingayfirlæknir metur ör- orku þeirra sem sækja um örorkubætur samkvæmt staðli sem læknadeild Tryggingastofnunar ríkisins semur á grundvelli afleiðinga læknisfræðilega viður- kenndra sjúkdóma eða fötlunar. Staðallinn skal stað- EIMGLISH SUMMARY Thorlacius S, Stefánsson S, Jóhannsson H Incidence of disability in lceland before and after introduction of a new method of dísability evaluation Læknablaöiö 2001; 87: 721 -3 Objective: To assess changes in disability evaluation, since the introduction on September 1st 1999 of a new assessment method based on the British functional capacity evaluation, "All work test”. Previously, the disability assessment was based on the applicant's medical, social and financial circumstances. Material and methods: The study includes all those having their disability assessed for the first time at the State Social Security Institute of lceland in 1997, 1998 and 2000. Information was obtained from the disability register on degree of disability, gender, age and primary diagnoses. Results: After the introduction of the new assessment method, there has been a significant increase in the number of women who have disability more then 75% (p<0.0001). This increase occurs amongst women older than 30 years, having musculoskeletal disorders (mainly soft tissue disorders). There has also been a slight (statistically insignificant) increase in more than 75% disability amongst men (p=0.25). The number of people who have had their disability evaluated as 50-65% has decreased (p<0.0001). No significant change in the total number of new disability pensioners (having their disability assessed as being more than 75% or 50-65%) was ■observed. Conclusions: The new method of disability assessment has resulted in a significant rise in the number of women who have had their disability assessed as being more than 75%, but there has not been a rise in the total number of new disability pensioners, as the increased number of women with the higher degree of disability has been balanced by a significant fall in the number of new disability pensioners with the lower degree of disability. Key words: disability, disability assessment, functional capacity. Correspondence: Sigurður Thorlacius. E-mail: sigurdth@tr.is festur af tryggingaráði og birtur í reglugerð sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra setur.“ Staðallinn var eins og lögin mæltu fyrir um settur fram og stað- Læknablaðið 2001/87 721
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.