Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Síða 55

Læknablaðið - 15.09.2001, Síða 55
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST / LEITARSTÖÐIN Þegar krosstrén bregðast Árni Björnsson Ef teua ætti upp krosstré þjóðarinnar eftir að Eimskip og Flugleiðir brugðust mundi Krabbameins- félag Islands standa ofarlega á listanum. Sá sem þetta ritar hefur þó jafnan haft fyrirvara á um að stofna félög kringum sjúkdóma eða sjúkdómaflokka. Þau eru nefnilega liður í læknisfræðivæðingunni sem tröllríður nútímaþjóðfélögum. En þetta er nú einu sinni tíska og til hvers er að spyrna við fótum, þegar hún er annarsvegar? Hvað sem því líður hefur Krabbameinsfélagið um árabil verið eitt af krosstrjám þjóðarinnar, með heit á þvertrénu um að berjast við þann flokk sjúkdóma sem við köllum krabbamein og hefur jafnan verið tal- inn einn skæðasti óvinur lífsins þó hann geti líka verið hin endanlega líkn. Á þeim tíma sem félagið hefur starfað hafa orðið verulegar breytingar á birtingar- formi krabbameina. Sumum hefur fækkað en öðrum fjölgað og í heild hefur dánartíðni af völdum krabba- meinssjúkdóma lækkað. Þegar um er að ræða árang- ur af baráttu við sjúkdóma kemur margt til greina en þó blandast engum hugur um að barátta Krabba- meinsfélagsins hefur skilað árangri sem engin ástæða er til að vanmeta. Þessvegna hefur þjóðin tekið félag- ið að brjósti sínu og stutt starfsemi þess af heilum huga. Ein uppistaðan í kjörviði stofns félagsins er krabbameinsskráningin en í krabbameinsskránni eru persónueinkenni allra þeirra sem hafa fengið krabba- mein á síðustu áratugum, bæði látinna og iifandi. Bæði hinir látnu og lifandi hafa hingað til talið að í þeirri skrá væri krabbameinssjúkrasaga þeirra vel geymd, hugsanlega notuð til rannsókna á krabba- meinum en hvorki afhent þriðja aðila ókeypis né sem söluvara, enda í eigu þjóðarinnar, sem byggði veglegt hús yfir starfsemina og hefur stutt félagið með kaup- um á merkjum, happadrættismiðum minningargjöf- um og skattfé úr ríkissjóði. En eins er með krosstré sem og önnur tré, þau geta brugðist. Sveppategund sem veldur fúa í trjáviði, sem kallast þurrafúi, getur jafnvel skemmt kjörvið. Krosstré sem önnur tré geta smitast af þurrafúa sem veikir þau, svo þau bregðast og brotna. Þurrafúinn getur eins og krabbamein birst í ýmsum myndum. Sá þurrafúi sem gegnsýrir íslenska þjóðfélagsmeiðinn nú, er gjaldfíkn og sá sem hefur í höndum næringu fyrir þann fúavald virðist hafa greiðan aðgang að flestum trjám þjóðfélagsins, jafn- vel krosstrjánum. Enginn virðist ónæmur fyrir fúa- valdinum og nú hefur „krosstréð“ Krabbameinsfélag Islands tekið sýkina og hver trúir því að stofninn sé ónæmur þegar hluti hans hefur sýkst. Sá sem fær krabbamein getur ekki lengur treyst því að upplýsingarnar um sjúkdóm hans séu varð- veittar í krabbameinsskránni. Það er nefnilega búið að verðleggja þær og selja og upplýsingarnar um hvern einstakling eru metnar á andvirði eins meðal dilkakjötlæris. Krosstréð hefur brugðist og varlegt er að treysta því að brestirnir í því séu traustabrestir. Ársskýrsla Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsíns Krabbameinsfélagið hefur gefið út skýrslu um leit að krabbameini í leghálsi og brjóstum árið 2000. Starfsemi Leitar- stöðvar félagsins hófst árið 1964 og stend- ur leghálsskoðun öllum konum á aldrinum 20-69 ára til boða. Jafnframt er leitað að brjóstakrabbameini í konum á aldrinum 40-69 ára. í skýrslunni kemur fram að á árinu 2000 voru gerðar 31.803 skoðanir á leghálsi hjá 30.750 konum og voru 68,4% kvennanna skoðaðar í Leitarstöðinni en 31,6% hjá sérfræðingum og sjúkrastofnunum. Þetta jafngildir rúmlega þriðjungi kvenna í aldurshópnum 20-69 ára. Vegna leitar að brjóstakrabbameini voru gerðar 16.745 skoðanir á 16.453 konum á árinu. Lang- stærstur hluti þeirra eða 14.116 voru á aldrinum 40-69 ára en það jafngildir því að 32,2% kvenna í þeim aldurshópi hafi mætt í brjóstaskoðun á árinu. Mikil áhersla er lögð á að konur mæti reglulega til skoðunar og má segja að í gegnum tíðina hafi gengið vel að fá konur til að mæta. I skýrslunni kemur fram að 5,2% kvenna á aldrinum 25-69 ára hafa aldrei mætt til leghálskrabbameinsleitar og 14,4% kvenna á aldrinum 40-69 ára hafa aldrei mætt til brjóstaröntgenmynda- töku. Þá er vakin athygli á því í skýrslunni að árið 1992 höfðu 82% kvenna í aldurshópnum 25-69 ára mætt til skoðunar einu sinni á næstliðnum þremur árum. í fyrra hafði þetta hlutfall lækkað niður í 76% og er fækkunin aðallega meðal kvenna undir 50 ára aldri. Á árinu 2000 var 961 konu vísað til framhaldsrannsóknar að lokinni fyrstu leghálsskoðun en á árinu greindust 12 tilfelli af leghálskrabbameini, þar af þrjú á hærra stigi en IB. Eftir brjóstaþreifingu var 1.949 konum vísað til frekari rannsókna og 530 konum sem mættu í brjósamyndatöku var vísað til frekari rannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni er vitað um 193 einstaklinga sem greindust með krabbamein í brjóstum árið 2000 (192 konur og einn karl). -ÞH Læknablaðið 2001/87 739

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.