Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR / OFFITA Framboð á sykri hefur lítið breyst á tímabilinu og nánast staðið í stað frá árinu 1956. Aukin þyngd og offita verður því vart skýrð með breyttu mataræði. Rannsóknir benda til þess að fituríkt fæði auki líkur á offitu (25). Innbyrðis hlutfall orkugjafa í fæðunni hefur bæði áhrif á temprun neyslu og orkunotkun (26-28). Rannsóknir á fólki, sem borðar að vild mismunandi samsett fæði, sýna að það innbyrðir að jafnaði færri hitaeiningar á kolvetna- og prótínríku fæði en á fituríku, hugsanlega vegna mikillar orku- þéttni fitu og minni sedduáhrifa í hlutfalli við orku- gildi (26,28,29). Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að orkunotkun eykst á prótín- og kolvetnaríku fæði, bæði vegna örvunar grunnefnaskipta og varmataps eftir máltíð (26). Ennfremur hefur komið í ljós að fólk grennist alla jafna ef hlutfall prótína og kolvetna er aukið á kostnað fitu og umframorka úr fitu Ieiðir til meiri fitusöfnunar en umframorka úr kolvetnum vegna minna varmataps eftir neyslu kolvetna en fitu (30-32). Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna sýna að meðal þjóða þar sem kolvetnaneysla er hvað mest í heiminum hefur offita verið fátíð (25). Hins vegar hafa hóprannsóknir á fólki ekki sýnt beint sam- band milli offitu og fituneyslu umfram önnur orku- efni (33,34). Nærtækasta skýringin á aukinni offitu hér á landi er því minni hreyfing fólks við daglegar athafnir og störf. Þeir Prentice og Jebb (20) og Heini og Weinsier (35) hafa bent á að hreyfingarleysi skipti ekki síður máli en mataræði í þróun offitu og vegi jafnvel þyngra ef eitthvað er. Finnsk ferilrannsókn komst að sömu niðurstöðu, að lítil hreyfing væri enn mikilvæg- ari áhættuþáttur en mataræði fyrir aukinni líkams- þyngd og offitu (36). Margt bendir til þess að verulega hafi dregið úr vinnutengdri hreyfingu og daglegri áreynslu hér á landi á undanförnum áratugum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofunni hefur erfiðisvinnustörfum fækkað hlutfallslega en æ fleiri stunda kyrrsetustörf (37) . Á sama tíma hafa flest störf orðið áreynslu- minni vegna aukinnar vél- og tæknivæðingar en rann- sóknir hafa sýnt að orkunotkun yfir daginn eykst verulega við smávægilegar vinnutengdar hreyfingar (38) . Bílaeign landsmanna hefur stóraukist svo og sjónvarpseign (37) og með auknum fjölda sjónvarps- stöðva hefur sjónvarpsáhorf aukist. Rannsóknir Prentice og Jebb hafa sýnt að bflaeign og sjónvarps- áhorf eru góður mælikvarði á hreyfingarleysi og tengjast fremur breytingum á offitu en orku- og fituneysla (20). Á hinn bóginn sýna niðurstöður Hjartavemdar að hlutfall þeirra sem hreyfa sig reglulega í frístundum hefur aukist til muna frá 1970 til ársins 2000 (39). Sömuleiðis sýna rannsóknir Hjartaverndar jákvæð áhrif hreyfingar í frístundum á heilsufar, sérstaklega lækkar dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma og líkur á heilaáföllum lækka einnig (40,41). Lflcamsræktarstöðvum hefur fjölgað og svo virðist sem margir verji frístundum sínum til gönguferða, útivistar og íþrótta. Það er hins vegar ástæða til að ætla að slík íþróttaiðkun nái ekki nægilegri útbreiðslu meðal þeirra sem eru í mestri áhættu að fitna. Eins nær hún vart að vega upp á móti minni áreynslu við dagleg störf nema líkamsræktin sé því meiri. Sem dæmi um mikilvægi daglegra athafna má nefna að orkuþörfin fjórfaldast við að ganga á meðalhraða borið saman við að sitja í bfl og áttfaldast við að ganga upp stiga (41). Samantekt Hlutfall ofþyngdar og offitu jókst meðal 45-64 ára Reykvíkinga á árunum 1975-1994. Trúlegasta skýr- ingin er sú að ekki hafi tekist að aðlaga neyslu orku- efna að minni orkuþörf sem fylgir minni áreynslu nútíma lifnaðarhátta. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við. Leggja þarf áherslu á forvamir og stuðla að heilbrigðari lifnaðarháttum með því að hvetja til hollari neysluvenja og aukinnar hreyfingar. Heimildir 1. World Health Organization (WHO). OBESITY, Preventing and Managing the Global Epidemic. Report of the WHO Consultation on Obesity, Geneva 3-5 June 1997. Geneva: WHO; 1998. 2. World Health Organization (WHO). Physical status: the use and interpretation of anthropometry. Report of a WHO expert committee. Geneva: WHO (World Health Organization Technical Report Series; 854); 1995. 3. Kannel WB, D’Agostino RB, Cobb JL. Effect of weight on cardiovascular disease. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 419S- 422S. 4. McCarron DA, Reusser ME. Body weight and blood pressure regulation. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 423S-425S. 5. Pi-Sunyer FX. Weight and non-insulin-dependent diabetes mellitus. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 426S-429S. 6. Ballard-Barbash R, Swanson CA. Body weight: estimation of risk for breast and endometrial cancers. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 437S-441S. 7. Shike M. Body weight and colon cancer. Am J Clin Nutr 1996; 3/Suppl: 442S-444S. 8. Felson DT. Weight and osteoarthritis. Am J Clin Nutr 1996; 63/Suppl: 430S-432S. 9. Torfason B, Davíösson D, Sigfússon N, Björnsson OJ. Líkams- hæö, líkamsþyngd og þyngdarstuöull íslenskra karla á aldrin- um 34-61 árs. Hóprannsókn Hjartaverndar 1967-’68. Skýrsla A XV. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar; 1978. 10. Davíösson D, Sigurbergsson F, Guðmundsson G, Sigfússon N, Björnsson OJ, Ólafsson Ó. Líkamshæö, líkamsþyngd og þyngdarstuöull íslenskra kvenna á aldrinum 34-61 árs. Hóp- rannsókn Hjartaverndar 1968-’69. Rit A XXVI. Reykjavík: Rannsóknarstöö Hjartaverndar; 1983. 11. Björnsson OJ, Davidsson D, Ólafsson H, Ólafsson Ó, Sigfusson N, Thorsteinsson Th. Health survey in the Reykjavík area. Men. Stages I-III, 1967-1968, 1970-1971 and 1974-1976. Participants, invitation, responses etc. Report ABC XVIII. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjartaverndar; 1979. 12. Björnsson G, Björnsson OJ, Davidsson D, Kristjánsson BTh, Ólafsson Ó, Sigfusson N, Thorsteinsson Th. Health survey in the Reykjavík area. Women. Stages I-III, 1968-1969, 1971- 1972 and 1976-1978. Participants, invitation, responses etc. Report abc XXIV. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjarta- verndar; 1982. 13. Guðmundsson KÞ, Harðarson Þ, Sigvaldason H, Sigfússon N. Samband menntunar og áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Læknablaðið 1996; 82: 505-15. 14. Sigfússon N, Guðmundsdóttir II, Stefánsdóttir I, Sigvaldason H. The MONICA Iceland Study 1981-1992. Heilbrigðis- skýrslur Fylgirit nr. 2. Reykjavík: Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, Landlæknisembættið; 1997. 15. Þorgeirsdóttir H. Per capita supply of food in Iceland, 1956- 1995. Reykjavík: Háskóli íslands; 1999. Læknablaðið 2001/87 703
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.