Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / LÝSI OG BAKTERÍUVÖXTUR Increase in CFU thigh (log^Q CFU time x - loglO CFU time 0) Time (hours) after infection Figure 1. Bacterial growth in the thigh shown as a loga- rithm ofthe increasing number of colony forming units (difference in growth (Alogj0) at times 4, 8, 12 or 24 hours compared to bacterial count at time 0). All three experi- ments are pooled. Number ofmice in each group: time 0: 10 mice, time 4:14 mice, time 8:18 mice, time 12:18 mice and time 24:14 mice. Standard deviation in parenthesis. lýst in vitro (16). A hinn bóginn hefur komið í ljós að fjöldi Listeria monocytogenes er meiri í milta sýktra músa sem fengu lýsisríkt fæði samanborið við við- miðunarhóp (17). Ekki liggja fyrir niðurstöður um áhrif lýsis á vöxt Klebsiella pneumoniae í músum in vivo. Niðurstöður rannsókna okkar nú benda til að vöxtur Klebsiella pneumoniae í músum sem aldar hafa verið á lýsisbættu fæði annars vegar og kornolíu- bættu fæði hins vegar sé sambærilegur þó vöxturinn hafi verið örlítið meiri í músum sem aldar voru á kornolíubættu fæði. Því teljum við að draga megi þá ályktun að áhrif lýsis á lifun sem rannsóknarhópur- inn hefur þegar sýnt fram á (9) stafi ekki af beinum hindrandi áhrifum lýsis á bakteríuvöxtinn in vivo. Til að meta hvort bakteríumagn sem sýkt var með hefði áhrif á vaxtarhraðann var rannsóknin fram- kvæmd þrisvar sinnum og var sýkt með mismunandi fjölda baktería í hvert skipti. Niðurstöðumar voru hins vegar þær sömu í öllum tilraununum. Því má álykta að upphafsfjöldi bakteríanna sem sýkt var með hafi ekki áhrif á bakteríuvöxtinn í lærunum í tilrauninni en samsvörun er á milli fjölda baktería í lærum og fjöldanum í blóði. Verndandi áhrif lýsis í sýkingum sem fram hafa komið í fyrri tilraunum (9) virðist því ekki vera vegna beinna hamlandi áhrifa á bakteríuvöxt. Hvernig er virkninni þá háttað? Nokkrar hugmyndir verðskulda nánari umfjöllun. Rannsóknir okkar nú staðfesta að sýkingin er ekki staðbundin eins og blóðsýkingin sýnir fram á. Ræsing ónæmiskerfisins er því væntan- lega öflug og framleiðsla frumuboðefna verður mikil. Við þessar aðstæður verður aukin framleiðsla á afleiðum af arakídónsýru og eikósapentaensýru, það er eikósanóíðum, próstaglandínum, þromboxani, leukótríenum og prostacýklíni. Neysla co-3 fitsýra leiðir almennt til myndunar minna virkra eikó- sanóíða. Þetta leiðir til breytinga á sjúkdómsástandi vegna vægara ónæmissvars. Loks má nefna að eikó- sanóíðar koma víða við sögu í myndun frumuboð- efna (18-20). Neysla lýsis hefur því áhrif á framleiðslu frumuboðefna sem einnig breytir ónæmissvarinu. Þessar hugmyndir verðskulda frekari rannsóknir. Einnig er mögulegt að áhrif lýsisins á lifun dýr- anna megi rekja til oxunaráhrifa þess. Rannsóknir hafa sýnt fram á aukna lifun músa sem fengið hafa lýsisbætt fæði eftir sýkingu með malaríusýklinum Plasmodium yoelii (21,22) en hægt var að snúa þess- um jákvæðu áhrifum lýsis við með því að gefa músum E-vítamín samhliða lýsinu. E-vítamín er öflugur and- oxari og því gætu jákvæð áhrif lýsisins verið vegna oxunar þess. Fjölómettaðar fitsýrur eru mjög við- kvæmar fyrir oxun og geta því myndast ýmis skaðleg efni, svo sem frjáls sindurefni sem mögulega gætu hindrað vöxt bakteríanna. Þessi lilgáta þarfnast nán- ari rannsókna. Það kann að skjóta skökku við að hvatt sé til aukningar á neyslu co-3 fitsýra sem ef til vill leiðir til bælingar ónæmiskerfisins. Astæðan fyrir þessu er að í mörgum tilvikum er það ekki sýkingin sem veldur mestum sjúkdómseinkennum eða dregur sjúklinginn til dauða heldur ónæmissvarið sjálft. Minni ræsing ónæmiskerfisins og þar með minni losun þátta er örva meðal annars bólgu, æðavíkkun og æðaleka kunna þannig að vera dýrinu til gagns. Niðurstöður okkar benda til að áhrif lýsis á betri lifun músa eftir sýkingu með Klebsiella pneumoniae sé ekki vegna beinna hamlandi áhrifa þess á bakteríuvöxt in vivo. Þetta er í samræmi við fyrri til- gátur okkar og annarra að áhrif lýsis séu vegna áhrifa þess á ónæmissvarið sem einnig kemur heim og saman við jákvæð áhrif lýsis á ýmsa sjálfnæmissjúk- Figure 2. Number of colony forming units of Klebsiella pneumoniae in blood (CFU/ml blood). The lines indicate the two experiments with different number ofbacteria in the inoculum. Number ofmice in each group in experi- ment 2: time 8: four mice, time 12: four mice and time 24: ftve mice. Number ofmice in each group in experiment 3: time 4: four mice, time 8: eight mice, time 12: eight mice and time 24: three mice. Læknablaðið 2001/87 717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.