Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / LÝSI OG BAKTERÍUVÖXTUR moniae í vöðva (9). Niðurstöður annarra rannsókna hafa þó ekki allar verið á einn veg (10-13). Pó ber að geta að rannsóknir hafa verið mismunandi að fram- kvæmd, bakteríutegundum og tilraunadýrum. Ljóst er að mörgum spurningum er ósvarað um áhrif lýsisneyslu á sjúkdóma. Einn þeirra þátta sem enn er óviss er hvort lýsisneysla hafi bein hamlandi áhrif á bakteríuvöxt in vivo. Rannsókn okkar nú miðaði þess vegna að því að athuga hvort þau jákvæðu áhrif lýsis á lifun sem rannsóknarhópurinn hefur þegar sýnt fram á væri mögulega vegna hindrandi áhrifa þess á vöxt Klebsiella pneumoniae in vivo. Efniviður og aðferðir Kvenkyns mýs (NMRI), 20-25 grömm að þyngd, voru fengnar frá Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum. Músunum var skipt í tvo hópa og gefið hefðbundið nagdýrafóður (Special Diets Services, Witham, Essex, Englandi) að við- bættu lýsi 10 wt% (Lýsi hf„ Grandavegi) eða korn- olíu 10 wt% (Hunt-Wesson Inc. Fullerton, Banda- ríkjunum). Hóparnir fengu fæðið í sex vikur sam- fleytt. Að sex vikum liðnum voru ntýsnar sýktar í etersvæfingu í báða lærvöðva með gram-neikvæðri bakteríu, Klebsiella pneumoniae (ATCC 43816), í 0,1 ml lausn í hvort læri. Mýs úr báðunt fæðuhópunum voru aflífaðar 0, 4, 8, 12 eða 24 klukkustundum eftir sýkingu. Tilraunin var framkvæmd þrisvar sinnum. I fyrstu tilrauninni voru 30 mýs í hvorunt fæðu- hópi, samtals 60 mýs, og var hver mús sýkt nteð 7,1 x 10* bakteríum í hvort læri. Við hvern hinna fyrirfram ákveðnu tímapunkta (0,4,8,12 og 24 klukkustundir) voru sex mýs aflífaðar úr hvorum fæðuhópi. í annarri tilrauninni voru 19 mýs í hvorum hópi, samtals 38 mýs, og þær sýktar með 1,7 x 10* bakteríum í hvort læri. Tvær mýs voru aflífaðar úr hvorum fæðuhópi við tíma 0 en fjórar við tímapunktana fjórar, átta og 12 klukkustundir, en fimm við tímapunkt 24 klukku- stundir. í þriðju lilrauninni voru 25 mýs í hvorum hópi, samtals 50 mýs, og þær sýktar með 4,8 x 103 bakteríum í hvort læri. Tvær mýs úr hvorum fæðu- hópi voru aflífaðar við tímann 0 klukkustund, fjórar úr hvorum fæðuhópi eftir fjórar stundir, átta mýs úr hvorum hópi eftir átta og 12 klukkustundir og þrjár mýs úr hvorum hópi eftir 24 stundir. í tveimur seinni tilraununum var einnig tekið blóð úr músunum þegar þær voru aflífaðar. I annarri tilrauninni var tekið blóð úr fjórum músum úr hvorum fæðuhópi eftir átta og 12 tíma en úr fimm músum eftir 24 tíma. I þriðju tilrauninni var tekið blóð úr fjórum músum úr hvorum fæðuhópi eftir fjóra tíma, átta músum eftir átta og 12 tíma og úr þremur músum eftir 24 tíma. Þegar mýsnar höfðu verið aflífaðar voru læri mús- anna fjarlægð og sett í saltvatn (3 ml). Lærin voru síðan tætt upp með til þess gerðu tæki (omni tissue homogenizer 220; Ontni International Vi, Bandaríkj- unum) og gerðar tífaldar þynningar í saltvatni. Þess- ari lausn var síðan sáð á McConkey agar og fjöldi sýklaþyrpinga sem óx var talinn eftir vöxt í hitaskáp í 16-20 klukkustundir. Blóðinu var sáð á agarskálar í mismunandi magni, og fjöldi baktería í hverjum millilítra blóðs reiknaður. Fjöldi sýklaþyrpinga var talinn í hverju læri við hvern tímapunkt. Meðalfjöldi sýklaþyrpinga í lærum við hvern tímapunkt var reiknaður annars vegar fyrir mýs fóðraðar á lýsisbættu fæði og hins vegar fyrir mýs fóðraðar á kornolíubættu fóðri. A sama hátt var meðalfjöldi sýkla í hverjum millilítra blóðs við hvern tímapunkt reiknaður fyrir báða fæðuhópana. Meðal- tölin voru borin saman með t-prófi. Marktækur munur var settur við p<0,05. Niðurstóður Mýsnar þrifust vel á fæðinu og ekki var munur á þyngdaraukningu hópanna á tímabilinu. Meðalfjölda bakteríanna í öllum tilraununum við tímana 0,4,8,12 og 24 klukkustundir á sýkingarstað og í blóði í báðum hópunum er sýndur á mynd 1. Eftir 24 tíma var aukning á meðalfjölda baktería í lærum 3,1 x 104 í lýsishópnum en 3,7 x ÍO1 í kornolíu- hópnum (mynd 1). Meðalfjöldi baktería í blóði eftir 24 stundir var 8,3 x 10’ í lýsishópnum en 1,6 x 10J í kornolíuhópnum (mynd 2). Munurinn á bakteríu- vexti á rnilli hópanna var ekki tölfræðilega mark- tækur, hvorki í lærum músanna (p=0,27) (mynd 1) né í blóði (p=0,13) (mynd 2). Vöxturinn var þó lítið eitt meiri í þeim músum sem aldar höfðu verið á korn- olíubættu fæði samanborið við mýs sem aldar höfðu verið á lýsisbættu fæði. Vaxtarhraði bakteríanna var sambærilegur við mismunandi fjölda baktería sem sýkt var með hverju sinni; ekki var munur á vaxtarhraðanum í þeim tilraunum þar sem sýkingarskammturinn var lægstur miðað við hæsta skammt. Umræða Ljóst er að lýsisneysla hefur áhrif á lifun músa eftir sýkingar með Klebsiella pneumoniae (1,9,13). Rann- sóknir, þar sem notaðir eru mismunandi sýklar og mismunandi tilraunadýr, gefa þó ekki alltaf sam- hljóða niðurstöður (9-13). Þó færa megi rök fyrir ónæmisbælandi áhrifum lýsis eru ýmsir þættir ónæmissvarsins enn óljósir. Rannsókn þessi var því gerð til að kanna bein áhrif lýsisneyslu á bakteríuvöxt in vivo. Fáeinar rannsóknir hafa glímt við spurninguna um bein áhrif lýsis á vöxt sýkla. Þannig virðast fjöl- ómettaðar fitusýrur hafa hamlandi eða drepandi áhrif á ýmsar veirur in vitro (14) þó niðurstöður in vivo séu af skornum skammti. Einnig hafa niður- stöður rannsókna bent til að lýsisríkt fæði hindri að nokkru vöxt Helicobacter pylori í músum (15). Slíkri hömlun á vexti Helicobacter pylori hefur einnig verið 716 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.