Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR / MIÐLUN ÞEKKINGAR væri orsakaþáttur í myndun krabbameins í maga. Maastrichtfundurinn 1996 taldi einnig „ráölegt" að gefa sýklalyfin öllum með sannaða H. /;_v/on'-sýkingu, þar á meðal magabólgusjúklingum, þó svo að sami fundur teldi vafasamt að tengsl væru milli sýkingar- innar og magabólgunnar. Frá þessum grundvelli lítum við á svörin. Við úrvinnslu þessa íslenska hluta rannsóknar okkar er mikið horft á mun milli heimilis- og sér- greinalækna, sem víða kemur fram, og bendir oftast tii að sérgreinalæknar hafi verið skrefinu á undan, eðlilega. Þessi samanburður er þó eiginlega aukageta í viðleitni okkar við að draga upp mynd af frétta- flutningnum til stéttarinnar í heild og árangri hans. Læknastéttin í heild hafði greinilega meðtekið fróð- leikinn um II. pylori og meltingarfærasjúkdómana, þótt hann bærist eftir mismunandi leiðum og á mis- munandi tímum. Sérgreinalæknar voru greinilega fyrri til en heim- ilislæknar bæði að frétta af H. pylori og að hefja sýklalyfjameðferðina (töflur I og II). Þarna munar einu til þremur árum í báðum tilfellum eða tæpu einu þriggja ára tímabili könnunarinnar. Þar sem meiri- hluti læknastéttarinnar bjó og starfaði í Reykjavík og nágrenni sýnist fréttaflutningurinn til heimilislækn- anna heldur hægur. Langvarandi kjarabarátta hafði þarna valdið nokkurri spennu innan stéttarinnar og vafalaust síst bætt upplýsingaflæðið. En líklegustu skýringar á þessum tímamun sýnast þó eðlilegur fag- legur áhugi sérgreinalækna og að heimilislæknar hittu ekki starfssystkini daglega eins almennt og hinir, fréttu færra þá leiðina. Athygli vekur einmitt í töflu III að fleiri af sérgreinalæknunum sögðust fá merkasta fróðleikinn í samtölum við starfssystkini, sem þeir geta þá væntanlega þakkað stærri vinnu- stöðum og nábýlinu við starfsfélaga. En fréttin um II. pylori virtist almennt hafa leitt til breyttrar meðferðar aðeins 10-12 árum eftir fyrstu skrif Warrens og Marshalls (3,4). McKee og félagar (1) tala þó um lengri tíma, yfir 20 ár, frá því farið er að fjalla um fræðilega nýjung þar til hún er komin í almenna notkun. Afgerandi fleiri heimilislæknar en sérgreina- læknar sögðust hafa fræðst af lyfjaiðnaðinum, og örfáir töldu sig hafa þaðan merkilegustu heimildina. Að hluta til getur þetta skýrst af því að á spuminga- listunum mátti krossa við fleiri en eitt svar um heim- ildir, og heimilislæknarnir krossuðu að jafnaði við fleiri svör hver en hinir (tafla III). Það mætti túlka sem vandaðri útfyllingu listans, en rýrir samanburð- arhæfni, það er tölfræðin hefði breytst hefðu allir krossað jafnoft. En ekki er heldur fráleitt að ætla að lyfjaiðnaðurinn hafi vænt meiri árangurs af því að beina sínum áróðri að heimilislæknunum en sér- greinalæknunum. Talsverður munur var á vinnubrögðum heimilis- og sérgreinalækna við grun um sár (tafla IV), en varla óvæntur. Aðeins 10. hver sérgreinaæknir sagðist sleppa magaspeglun til greiningar, en þriðji hver heimilislæknir sagðist ekki vísa í rannsóknina. Að hluta er þetta vegna þess að til sérgreinalækna er vísað fjölda sjúklinga, sem lengi hafa strítt við vandamálið og er þá beinlínis ætlast til speglunar. Hins vegar bera margir sjúklingar vandamálið fyrst upp við heimilislækna, oft um leið og önnur vandamál sem þeir telja brýnni. Heimilislæknarnir leyfa sér að líkindum oftar þann munað að „sjá til“. Þetta sýnast nærtækustu skýringar á tíðum speglun- um sérgreinalækna og trausti heimilislækna á klíník- inni, en ætla má að vinnureglur hefðu þarna verið mörgum styrkur í að hitta meðalveginn gullna. Til greiningar á H. pylori-sýkingu sögðust hóp- arnir sammála um að nota speglunina (tafla V). Mjög fáir sögðust nota blóðvatnspróf eða útöndunarlofts- próf að staðaldri, þó frekar heimilislæknar. Þessar rannsóknir eru þó taldar eiga að sækja á, þær eru óþægindalitlar fyrir sjúklinga og kostnaður við þær lækkandi (8,9). Báðir læknahóparnir sögðust nota sýklalyf í meðferðinni í stórum dráttum á rökréttan hátt með hliðsjón af fyrirliggjandi þekkingu (tafla VI). Maga- bólga með H. pylori-sýkingu er þar þó nokkuð sér á parti. Þar gefa 56% heimilislækna og 64% sérgreina- lækna sýklalyf í samræmi við Maastricht-línuna. En það voru aðeins 12% og 26% læknahópanna sem trúðu á orsakasamband milli sýkingarinnar og maga- bólgu. Sýnist þannig beggja vegna Atlantsála meiri- hluti fyrir að meðhöndla, en þó vantrú á vísindalegan grundvöll þess. Orsakasamband H. pylori og sýrusára sögðust læknahóparnir meta með mjög líkum hætti, nær fjórir af hverjum fimm svöruðu þar jákvætt og þarna var sýklalyfjameðferðin aðeins fáum hundraðshlutum tíðari en trúin á ábendingarnar. Það er varla hægt að leggja neitt upp út úr svörum við spurningu um vinnureglur, því miður. Menn virtust sums staðar hafa staðbundnar vinnureglur, og nokkrir svarenda töldu vera til vinnureglur fyrir landið. Það var þó ekki á þessum tíma, vinnu við þær mun hafa verið lokið en þær óprentaðar (21). Margir svarenda höfðu komið að þeirri vinnu og vart láandi þótt þeir svöruðu að til væru reglur. Spurningin var einfaldlega sett fram á versta tíma, svör því vart marktæk. Af athugasemdum á spumingalistunum og í við- tölunum fimm má hins vegar ráða að heimilislæknar sérstaklega hafi saknað vinnureglna. Samkvæmt Folkersen og félögum (14) hafa danskir heimilis- læknar verið sama sinnis. Verður að teija þessar vænt- ingar heimilislækna um reglur „að ofan“ réttlætan- legar. Bæði eru þeir vanir dreifibréfum landlæknis um mikilsverð mál, ekki síst smitsjúkdóma, og svo er hitt að þeirra starfsumhverfi leyfir aðeins í undan- tekningartilfellum djúpköfun í einstakar sérgreinar. Læknablaðið 2001/87 711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.