Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚR ERLENDUM LÆKNABLÖÐUM
Talibanar þjarma að
konum í Afganistan
Hvernig skyldi íslenskum læknum líka að starfa
eftir reglum eins og þeim sem gilda í Afganistan og
birtast hér á síðunni? Sú spurning vaknar við lestur á
grein sem birtist í norska læknablaðinu Tidsskrift for
Den norske lægeforening, en þar segir norskur
læknir, Ingvil Krarup Sprbye, frá starfsaðstæðum
lækna í bænum Doshi í norðurhluta landsins. Hún
hefur starfað þar á vegum samtakanna Læknar án
landamæra og aðstoðað konur á átakasvæðum.
Eins og flestir vita náðu strangtrúaðir múslimar
sem nefna sig talibana völdum í Afganistan fyrir
nokkrum árum og innleiddu strangar reglur sem þeir
segja byggðar á fornum lögum Islams. Eitt af ráðu-
neytum þeirra hefur það hlutverk að berjast gegn
siðleysi og stuðla að dyggðugu lífemi (Ministry for
the Prevention of Vice and Promotion of Virtue,
heitir það á ensku) og á vegum þess starfa lögreglu-
sveitir vopnaðar Khalashnikoff rifflum við að fram-
fylgja ákvörðunum ráðuneytisins.
Norski læknirinn lýsir degi í starfi sínu en það er
fólgið í almennri heilsugæslu, auk þess sem haldin eru
námskeið um fæðingarhjálp og vandamál á með-
göngu. Raunar eru Læknar án landamæra víðast
hvar hættir að halda slík námskeið en þeim er haldið
uppi í Afganistan af þeirri ástæðu einni að þau eru
eina leiðin fyrir læknana að ná sambandi við konurn-
ar í landinu.
Ingvil Krarup segir frá því þegar hún þarf að sinna
útkalli í miðri kennslustund en þegar hún kemur til
baka er allt í uppnámi. Túlkurinn hennar er karlkyns
og aðvífandi lögreglumaður hafði gert athugasemd
við það að hann skyldi vera í sama herbergi og
konumar á námskeiðinu. Og þótt hún hafi fengið
sérstakt leyfi yfirvalda til að nota þennan túlk verður
hún að senda hann burt. Pað er ekki til siðs að
mótmæla trúarbragðalögreglunni.
Þegar þetta vandamál er leyst kemur annað upp.
Trúarbragðalögreglan ákveður að loka lúgu í kvenna-
deild heilsugæslustöðvarinnar þar sem konur láta
skrá sig og fá afhent lyf. Hinum megin við lúguna
situr nefnilega karlmaður og þótt konurnar séu huld-
ar frá toppi til táar og með þéttriðna netmöskva fyrir
andlitinu þykir þetta ekki nógu siðlegt. Nú þarf að
loka lúgunni og taka upp nýjar samningaviðræður við
talibanana.
Þrátt fyrir þessar hindranir finnst konunum heilsu-
gæslustöðin vera eins og vin í eyðimörkinni. Hún er
eini staðurinn í bænum þar sem þær geta hist og rætt
saman í friði. Biðstofumar eru vettvangur frjálslegra
Pannig sér skopteiknari
blaðsins Shabkhand í
Peshawar í Pakistan fyrir
sér lœknisskoðun í
Afganistan. I raun eru
engar hömlur lagðar á
snertingu kvenna en strangt
eftirlit er haft nieð
samskiptum kynjanna og
þeim haldið í algeru
lágmarki.
Vinnureglur fyrir sjúkrahús og heilsugæslu-
stöðvar í ríkis- og einkaeigu byggðar á
islömskum lögum
Gefnar út af heilbrigðisráðuneyti Afganistans, Kabúl 1996
• Kvenkyns sjúklingar eiga að leita til kvenkyns lækna. Sé nauðsynlegt að
kona leiti til karlkyns læknis skal hún vera í fylgd náins ættingja af karlkyni.
• Meðan rannsókn fer fram skal kvenkyns sjúklingur vera íklæddur
islömskum hijab (kufli sem hylur andlit og líkama viðkomandi).
• Karlkyns læknar skulu ekki snerta eða skoða aðra hluta líkama kvenkyns
sjúklinga en þann sem konan leitar lækninga á.
• Biðstofur kvenkyns sjúklinga skulu vera lokaðar svo ekki sé hægt að sjá inn
á þær.
• Karlkyns læknar á næturvakt eiga ekki að hafa aðgang að sjúkrastofum þar
sem konur liggja nema þær kalli þá sérstaklega til sín.
• Karlkyns og kvenkyns læknum er óheimilt að sitja og spjalla saman. Sé
óhjákvæmilegt að þeir ræðist við skulu kvenkyns læknar íklæddir hijab.
• Kvenkyns læknar skulu klæðast látlausum fötum, tískufatnaður er ekki
leyfilegur og notkun snyrtivara bönnuð.
• Kvenkyns læknum og hjúkrunarfræðingum er óheimilt að stíga fæti inn í
sjúkrastofur þar sem karlar liggja.
• Trúarbragðalögreglan hefur leyfi til þess að fylgjast með því að þessum
reglum sé framfylgt hvenær sem henni þóknast og engum er leyfilegt að
hindra störf hennar.
Sá sem brýtur gegn þessum reglum skal sæta refsingum sem kveðið er á um í
islömskum lögum.
(Þýtt úr Tidsskr Nor Lœgeforen 2001; 121:2196-7)
umræðna og þar er ekki að heyra að konurnar ætli að
láta beygja sig til hlýðni. Þegar vinnudegi norska
læknisins lýkur kveður hún aðstoðarkonu sína sem
segir við hana: „Þeir geta látið okkur hylja líkama
okkar, en hugurinn er opinn.“ Svo bætir hún við og
augun blika bak við netið: „Islam er svo dásamlegur
hlutur, en þetta er ekki Islam.“ -ÞH
Læknablaðið 2001/87 753