Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 74
m mm TRADEMARK H
Rispeidal
RISPERIDONEl
Frelsi til að taka þátt í samfélaginu
Risperidone vs. olanzapine
Risperidone hefur marktækt meiri áhrif á pósitíf einkenni
olanzapine(n*l46)
Risperdal (n=l 35)
Risperidone hefur marktcekt meiri áhrif á kvíba og þunglyndi
Risperdal Uanssen-Cílag. 920123) MIXTLIRA, TÖFLUR; N 05 A X 08 R B
Eiginleikar: Risperídón er geðlyf (neurolepticum) af flokki benzíoxazólafleiða. Það er sértaekur mónóamínvirkur blokki, sem hefur mikla sækni í
serótónínvirka S-HTj- og dópamínvirka Dj-viðtaka Ábendingar: Bráðar og langvinnar geðtruflanir (psykósur) vegna geðklofa. Geðtruflanir sem likjast
geðklofa (schizopreniform disorder). Risperdal er einnig ætlað til langtíma notkunar til þess að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn taki sig upp að nýju hjá
sjúklingum með langvinnan geðklofa. Hegðunartruflanir hjá sjúklingum með vitglöp. Frábendingar: Ofneysla af barbitúrsýrusamböndum, ópíötum eða
áfengi. Varúð: Lifrar- og nýrnasjúkdómur. Flogaveiki. Krampar. Parkinsons sjúkdómur. Hjartabilun. Útbreidd æðakölkun. Stöðubundinn lágþrýstingur.
Aukaverkanir: Algengasta aukaverkunin er svefnleysi (allt að 13%). Algengar (>l%): Almennar: Höfuðverkur. Þyngdaraukning. Hjarta- og
æðakerfi: Lágþrýstingur (þar með talinn stöðubundinn lágþrýstingur), hraðtaktur (þar með talinn reflex hraðtaktur) eða háþrýstingur. Miðtaugakerfi:
Svefnleysi. /Esingur. Hræðsla og þreyta. Syfja, svimi, minnkuð einbeitingarhæfni. Aukin munnvatnsframleiðsla, extrapýramídal einkenni. Innkirtlar:
Minnkuð kyngeta karla, seinkun á sáðláti. Óeðlileg mjólkurmyndun. Tíðastopp, auknar tíðablæðingar og truflanir á tíðahring. Heltingarfæri: Hægðatregða.
meltingartruflanir, ógleði, uppköst og kviðverkir. Húð: Útbrot. Öndunarfæri: Bólgur í nefi. Augu: Þokusýn. Milliverkanir: Lyfið getur minnkað virkni
levódópa og annarra dópamínvirkra lyfja. Karbamazepín lækkar blóðstyrk virks umbrotsefnis risperídóns. Svipuð áhrif má sjá af öðrum lyfjum sem hvetja
efnaumbrot í lifur. Ef meðferð með karbamazepíni eða öðrum lyfjum sem hvetja efnaumbrot í lifur er hætt, skal lækka skammta risperídóns. Ef lyfin
flúoxetín eða paroxetín eru gefin með, getur þurft að breyta skömmtun risperidóns. Skammtastærðir handa fullorðnum: Lyfið má gefa einu sinni
eða tvisvar á dag. Skammtar eru hækkaðir smám saman vegna hættu á stöðubundnum lágþrýstingi. Upphafsmeðferð er 2 mg á dag. Á öðrum degi má auka
skammtinn í 4 mg á dag. Siðan er skammtur einstaklingsbundinn eftir einkennum. Hægt er að auka skammtinn á lengri tíma ef það er læknisfræðilega
æskilegt. Algengur viðhaldsskammtur er 4-6 mg á dag. Sumir sjúklingar hafa gagn af lægrí skömmtum. Hámarksskammtur er 16 mg á dag. Aldraðir
Ráðlagður upphafsskammtur er 0,5 mg 2 sinnum á dag. Skammtinn má leiðrétta einstaklingsbundið með 0,5 mg 2 sinnum á dag að I til 2 mg 2 sinnum
á dag. Aldraðir þola lyfið vel. Bráðar og langvinnar geðtruflanir vegna geðklofa: Þegar hentugum skammti er náð má íhuga skömmtun einu sinni á dag.
Hegðunartruflanir við vitglöp: Meðferðina á að hefja með 0,25 mg tvisvar sinnum á dag. Skammtinn má auka eftir þörfum um 0,25 mg tvisvar sinnum á
dag, þó ekki oftar en annan hvern dag. Heppilegur skammtur fyrir flesta er I mg á dag. Sumir sjúklingar geta þurft allt að 2 mg á dag. Þegar hentugum
skammti er náð má íhuga skömmtun einu sinni á dag.Skipti af annarri geðlyfjameðferð: Þegar meðferð með risperídóni er hafin í stað annarra geðlyfja,
skal minnka skammta fyrri meðferðar smám saman til að forðast fráhverfseinkenni. Þegar meðferð með risperídóni er hafin í stað geðlyfja með forðaverkun,
þarf engan aðlögunartíma og risperídón er gefið strax í stað fyrri meðferðar. Nauðsyn þess að halda áfram andkólínvirkri lyfjameðferð skal endurmeta
reglulega. Skammtastærðir handa bömum: Börn eldri en 15 ára: Sömu skammtar og handa fullorðnum. Börn yngri en 15 ára: Engin reynsla er
af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 15 ára. Athugið: Lyfið getur haft áhrif á viðbragðsflýti og ber að hafa það í huga við akstur bifreiða eða stjórnun
annarra vélknúinna tækja. Blöndun: Mixtúruna má blanda í heita og kalda drykki aðra en áfenga drykki og te, t.d. gosdrykki, appelsínusafa, sódavatn,
heitt kaffi eða mjólk. Sjá nánari upplýsingar í sérlyfjaskrá. Pakkningar og hámarksverð I. Ol. 2001. Mixtúra I mg/ml: 100
m| _ 14.303 kr.Töflur 0,5 mg: 20 stk. —1.783 kr. Töflur I mg: 6 stk. —1.000 kr. / 60 stk. — 6.917 kr. Töflur 2 mg: 60 stk. —12.743
kr. Töflur 3 mg: 60 stk.— 18.516 kr. Töflur 4 mg: 60 stk. — 23.907 kr. Töflur 6 mg: 28 stk. —17.280 kr.
^ JANSSEN-CILAG
THORARENSEN lyf
Vainagirðar 18 104 RtykÍ**H‘ ■ Slmi 568 6044
*R.R.Conley et al; Journal ofthe European College of
Neuropsychopharmacology 2000; I0:S3