Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR Aðför að sjálfstæðum atvinnurekstri lækna Sigurbjörn Sveinsson Höfundur er formaður Læknafélags íslands. Sjónarmið þau er fram koma í pistlunum Af sjónarlióli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Þegar heilsugæslulæknar höfðu staðið í að- gerðum árið 1996 í sex vikur vegna kjara sinna kom sú hugmynd fram frá ríkisstjórninni (ýmislegt bendir nú til þess, að hugmyndin hafi komið frá læknunum sjálfum), að þeir færu undan venjubundnum kjara- samningum og kjör þeirra yrðu ákvörðuð af Kjara- nefnd. Var þessi hugmynd meðal annars studd þeint rökum, að læknarnir væru mikilvægir fyrir grunn- þjónustu heilbrigðiskerfisins og að þjónusta þeirra varðaði öryggi borgaranna. Baráttan var orðin þeim og öðrum erfið og ekki sá til lands. Meðal annars var ljóst, að staða þeirra í launakerfi ríkisins innan vé- banda háskólamanna gerði nánast ókleift að semja við þá þannig, að samræmi gæti orðið á samningum þeirra og annarra lækna, sem Læknafélag Islands samdi fyrir. Mörgum okkar virtist þetta leið til að brjóta upp þá erfiðu stöðu, sem kjaramál heilsugæslulækna voru í og til að losna við eilífan samanburð við stéttir sem sinntu ólíkum eða jafnvel alveg óskyldum störfum. Einnig var því haldið fram, meðal annars af undirrit- uðum, að þetta gæti orðið skref til þess að heilsu- gæslulæknar kæmu síðar inn í almenna kjarasamn- inga, sem LI gerði fyrir alla lækna. Því var fallist á þetta fyrirkomulag, sem enn er í fullu gildi. í raun greiddu þeir læknar, sem í hlut áttu, aldrei atkvæði um þessa lausn, en greiddu hins vegar atkvæði um kjarasamning, sem gerður var samhliða þessu sam- komulagi. Samkomulagið var innsiglað með yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar um nauðsynlegar lagabreyt- ingar í þessu skyni og gekk hún eftir. Nokkur reynsla er nú komin á þetta fyrirkomulag og sýnist sitt hverjum um það. Mörgum hefur frá upphafi fundist það niðurlægjandi staða að hafa ekki samningsrétt og eiga ekki kost á að fylgja öðrum læknum í samningum. Um það má segja að samning- ar heilsugæslulækna tóku aldrei mið af samningum annarra lækna og í annan stað var verkfallsréttur þeirra (eins og sjúkrahúslækna) mjög skertur og í raun alveg ónýtur vegna reglna, sem settar voru á níunda áratugnum, þegar opinberir starfsmenn fengu samnings- og verkfallsrétt. Ýmislegt hefur orðið til bóta við úrskurði Kjara- nefndar. Meginmálið er það að vægi fastra launa hefur aukist í heildarkjörum. Við það hefur tvennt áunnist; afkastahvatningin er ekki eins þrúgandi og áður og lífeyrir hefur batnað bæði fyrir þá, sem hann áttu í vændum og hina, sem á eftirlaun voru komnir. Hins vegar hefur ekki tekist að sveigja kerfið nógu vel að mismunandi þörfum heilbrigðisþjónustunnar og frávik í kjörum einstakra heilsugæslulækna eru óþægilega mikil. Niðurstaðan hefur einnig orðið sú, að úrskurðir Kjaranefndar hafa orðið til að breyta verklagi heilsugæslulækna, og í þéttbýlinu að minnsta kosti, unnið gegn hugmyndafræði þeirra um það, hvernig haga beri samskiptum læknis við tiltekinn sjúklingahóp. Heilsugæslulæknar hafa lagt fyrir Kjaranefnd hug- myndir sínar um breytingar á greiðslum og aukinn sveigjanleika, sem meðal annars gætu leitt til aukinn- ar gjaldskrárvinnu, er tæki mið af gjaldskrársamning- um annarra sérgreinalækna við Tryggingastofnun ríkisins. Ef hugmyndir samninganefndar sjúkrahús- lækna um grundvallarbreytingar á kjarasamningi þeirra hefðu náð fram að ganga, hefði það auðveldað Kjaranefnd að taka ákvarðanir í þessa veru. Því urðu það mikil vonbrigði að tillögur sjúkrahúslækna mættu engum skilningi, hvorki hjá fagráðuneytinu né ráðuneyti fjármála. Niðurstaðan varð sú að sjúkra- húslæknar gerðu samning til skamms tíma til að skapa svigrúm til að vinna nýjum hugmyndum um breytingu á uppbyggingu launa sérfræðinga brautar- gengi. Því reynir nú á Kjaranefnd að hún taki efnislega afstöðu til tillagna heilsugæslulækna án þess að hafa samninga annarra lækna að leiðarljósi. Ef tillögur læknanna verða hunsaðar af nefndinni er þetta fyrir- komulag um ákvörðun kjara heilsugæslulækna full- reynt. Eg tel að þá liggi ekki annað fyrir en að hefja undirbúning að því, að heilsugæslulæknar fari undan Kjaranefnd og geri samninga við ríkið með öðrum læknum. Vera má að áhugi sé fyrir þessu bæði í heil- brigðisráðuneytinu og hjá stjórnendum í heilsugæsl- unni. Sé svo ætti að vera skilningur á því að kjara- samningur liggi fyrir í megindráttum áður en lögum um kjaramál heilsugæslulækna verður breytt. Ég tel að það sé skilyrði fyrir því að þessi braut verði valin. Heilsugæslulæknar eru ekki einir um að undir- stöður kjara þeirra standi völtum fótum. Sjúkrahús- læknar þurfa innan fárra vikna að huga að nýjum kjarasamningi og endurnýja kröfur þær, sem lagðar voru fram við fyrri samningsgerð. Þá er rétt að minna á, að á vormánuðum voru lögð drög að frumvarpi fyrir þingflokka stjórnarflokkanna til breytinga á lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um al- mannatryggingar, sem hafa það að markmiði að veita heilbrigðisþjónustunni undanþágu frá samkeppnis- lögum, færa samninga við lækna um ferliverk og um 728 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.