Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / OFFITA einungis í nærklæðum, slá úr plasti og plasthosum. Hæðin var mæld með 0,5 cm og þyngdin með 0,1 kg nákvæmni (9,10). Líkamsþyngdarstuðull er gefinn með einum auka- staf en stuðullinn var reiknaður með því að deila í þyngdina í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m2). Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar teljast fullorðnir einstak- lingar of þungir ef líkamsþyngdarstuðull er á bilinu 25,0-29,9 og of feitir ef stuðull er 30 eða meira (1). Stuðst var við fæðuframboðstölur til að kanna hvaða breytingar hafa átt sér stað á neyslu þjóðar- innar á orku og orkuefnum á tímabilinu (15). Fæðu- framboðstölur eru reiknaðar út frá innlendri fram- leiðslu og innflutningi að frádregnum útflutningi og þess sem fer til annarra nota en manneldis. Tölurnar veita upplýsingar um magn og tegundir matvara sem eru á boðstólum fyrir þjóðina og eru gefnar upp í kílógrömmum á íbúa á ári. Á grundvelli þeirra er reiknað framboð á orku og orkuefnum. Tölfræðileg úrvinnsla: Línuleg aðhvarfsgreining (linear regression analysis) var notuð til að meta tímaleitni (time trend) í meðaltali log- (líkams- þyngdarstuðuls) gilda. Pannig fékkst mat á hlutfalls- legri breytingu í margfeldismeðaltali (geometric mean) líkamsþyngdarstuðuls gilda frá einum tíma til annars. Einnig var metið með aðhvarfsgreiningu hvort tímaleitni væri í hlutfalli of þungra og of feitra á tímabilinu. Marktektarkrafa (significance level) miðaðist við 5%. Tölfræðiforritið SPSS 9.0 var notað við úrvinnslu gagna. Niðurstöður Hæð og þyngd: Töflur II og III sýna þróun á meðalhæð og þyngd þessara aldurshópa á tímabilinu. Karlar jafnt sem konur í báðum aldurshópum eru að meðaltali um 2-3 cm hærri í lok tímabilsins en einstaklingar í upphafi þess. Þátttakendur eru einnig þyngri í lok tímabilsins. Pyngdarmunur karla er svipaður í báðum aldurshópum um það bil 6 kg. Konur hafa þyngst meira en karlarnir þrátt fyrir að rannsóknartímabil þeirra sé þremur árum styttra. Þyngdaraukning yngri aldurshóps kvenna var 6,7 kg en þess eldri 7,6 kg. Líkanisþyngdarstuðull: Tafla IV sýnir meðal- líkamsþyngdarstuðul þátttakenda á tímabilinu. Hann hefur hækkað hjá körlum og konum í báðum aldurshópum. I upphafi tímabilsins var meðallíkams- þyngdarstuðull í báðum aldurshópum karla 25,9 en var í lok tímabilsins 27,2 í yngri hópi karla og 27,0 hjá þeim eldri. I yngri hópi kvenna hækkaði meðal- líkamsþyngdarstuðull úr 24,6 í 26,3 en í eldri hópnum úr 25,0 í 27,3. Ekki er tölfræðilega marktækur munur milli aldurshópanna, þó hafa eldri konurnar til- hneigingu til að hafa hærri stuðul en þær yngri. Niðurstöður línulegrar aðhvarfsgreiningar sýna að hlutfallsleg hækkun á meðallíkmasþyngdarstuðli Tafla IV. Meðallíkamsþyngdarstuðull (BMI) og 95% öryggisbil (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. 45-54 ára 55-64 ára Skoóunarár Meöaltal 95% Cl Meöaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 25,9 25,6-26,2 25,9 25,6-26,1 1979-1981 25,8 25,6-26,0 25,9 25,5-26,3 1983 26,1 25,4-26,8 26,2 25,5-26,9 1985-1987 26,3 25,8-26,7 26,4 26,2-26,7 1988-1989 26,4 25,7-27,1 26,7 25,9-27,5 1993-1994 27,2‘ 26,5-28,0 27,0' 26,3-27,6 Konur 1977-1979 24,6 24,3-24,9 25,0 24,7-25,3 1981-1984 25,1 24,9-25,4 25,6 25,2-25,9 1987-1991 26,2" 25,6-26,8 26,4 26,1-26,7 1993-1994 26,3' 25,4-27,2 27,3’ 26.4-28,1 * Margfeldismeðaltal BMI vex á tímabilinu 1975-1994 (1977-1994) samkvæmt línulegri aðhvarfs- greiningu, p<0,0001. * Tímabil 1987-1989. Tafla V. Hlutfall ofþyngdar (líkamsþyngdarstuöull, (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. BMI 25-29.9) og 95% öryggisbil 45-54 ára 55-64 ára Skoðunarár Meöaltal 95% Cl Meóaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 45,8 42,1-49,6 46,2 42,5-49,9 1979-1981 44,2 40,6-47,8 51,1 45,5-56,7 1983 42,9 33,8-52,3 51,4 41,5-61,2 1985-1987 42,2 35,8-48,8 54,7 50,8-58,6 1988-1989 47,9 38,7-57,2 45,1 35,2-55,3 1993-1994 53,6NS 44,5-62,6 52,5' 43,2-61,7 Konur 1977-1979 29,0 25,6-32,6 34,2 31,2-37,3 1981-1984 33,9 30,9-37,1 34,2 30,3-38,2 1987-1991 38,5" 32,0-45,3 39,6 36,4-42,9 1993-1994 39,0'" 30,4-48,2 45,5'" 35,9-55,2 NS: Ekki marktæk breyting á tímabilinu 1975-1994. * Hlutfall ofþyngdar vex að meöaltali átímabilin 1975-1994 samkvasmt línulegri aöhvarfsgreiningu, p< 0,05. ** Tímabil 1987-1989. *** Hlutfall ofþyngdarvex að meóaltali átímabilinu 1977-1994 samkvóemt línulegri aðhvarfsgreiningu, p< 0,01. Tafla VI. Hlutfall offitu (líkamsþyngdarstuðull, BMI >30) og 95% öryggisbil (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. 45-54 ára 55-64 ára Skoöunarár Meöaltal 95% Cl Meðaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 10,4 8,3-12,9 11,7 9,4-14,3 1979-1981 11,4 9,3-13,9 9,0 6,1-12,7 1983 11,8 6,6-19,0 12,1 6,6-19,9 1985-1987 15,6 11,2-20,9 11,0 8,7-13,6 1988-1989 13,4 7,9-20,9 17,6 10,8-26,4 1993-1994 19,2' 12,7-27,2 16,7“ 10,5-24,6 Konur 1977-1979 8,6 6,6-11,0 11,2 9,3-13,3 1981-1984 10,3 8,4-12,4 14,0 11,3-17,1 1987-1991 17,4" 12,6-23,1 17,7 15,3-20,3 1993-1994 14,6- 8,9-22,1 24,5*" 16,8-33,7 * Hlutfall offitu vex að meöaltali á tímabilinu 1975-1994 samkvæmt línulegri aðhvarfsgreiningu, p<0,01. NS: Ekki marktæk breyting á tímabilinu 1975-1994. ** Tímabil 1987-1989. *** Hlutfall offitu vex að meðaltali á tímabilinu 1977-1994 samkvasmt línulegri aðhvarfsgreiningu, p<0,0001. var tölfæðilega marktæk í öllum hópunum á tíma- bilinu. Hún var mun meiri meðal kvenna en karla. Oíþyngd: Tafla V sýnir að hlutfall of þungra einstaklinga (25<líkmasþyngdarstuðull <30) jókst hjá báðum kynjum og aldurshópum á tímabilinu. Læknablaðið 2001/87 701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.