Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Síða 17

Læknablaðið - 15.09.2001, Síða 17
FRÆÐIGREINAR / OFFITA einungis í nærklæðum, slá úr plasti og plasthosum. Hæðin var mæld með 0,5 cm og þyngdin með 0,1 kg nákvæmni (9,10). Líkamsþyngdarstuðull er gefinn með einum auka- staf en stuðullinn var reiknaður með því að deila í þyngdina í kílóum með hæðinni í metrum í öðru veldi (kg/m2). Samkvæmt viðmiðunarmörkum Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar teljast fullorðnir einstak- lingar of þungir ef líkamsþyngdarstuðull er á bilinu 25,0-29,9 og of feitir ef stuðull er 30 eða meira (1). Stuðst var við fæðuframboðstölur til að kanna hvaða breytingar hafa átt sér stað á neyslu þjóðar- innar á orku og orkuefnum á tímabilinu (15). Fæðu- framboðstölur eru reiknaðar út frá innlendri fram- leiðslu og innflutningi að frádregnum útflutningi og þess sem fer til annarra nota en manneldis. Tölurnar veita upplýsingar um magn og tegundir matvara sem eru á boðstólum fyrir þjóðina og eru gefnar upp í kílógrömmum á íbúa á ári. Á grundvelli þeirra er reiknað framboð á orku og orkuefnum. Tölfræðileg úrvinnsla: Línuleg aðhvarfsgreining (linear regression analysis) var notuð til að meta tímaleitni (time trend) í meðaltali log- (líkams- þyngdarstuðuls) gilda. Pannig fékkst mat á hlutfalls- legri breytingu í margfeldismeðaltali (geometric mean) líkamsþyngdarstuðuls gilda frá einum tíma til annars. Einnig var metið með aðhvarfsgreiningu hvort tímaleitni væri í hlutfalli of þungra og of feitra á tímabilinu. Marktektarkrafa (significance level) miðaðist við 5%. Tölfræðiforritið SPSS 9.0 var notað við úrvinnslu gagna. Niðurstöður Hæð og þyngd: Töflur II og III sýna þróun á meðalhæð og þyngd þessara aldurshópa á tímabilinu. Karlar jafnt sem konur í báðum aldurshópum eru að meðaltali um 2-3 cm hærri í lok tímabilsins en einstaklingar í upphafi þess. Þátttakendur eru einnig þyngri í lok tímabilsins. Pyngdarmunur karla er svipaður í báðum aldurshópum um það bil 6 kg. Konur hafa þyngst meira en karlarnir þrátt fyrir að rannsóknartímabil þeirra sé þremur árum styttra. Þyngdaraukning yngri aldurshóps kvenna var 6,7 kg en þess eldri 7,6 kg. Líkanisþyngdarstuðull: Tafla IV sýnir meðal- líkamsþyngdarstuðul þátttakenda á tímabilinu. Hann hefur hækkað hjá körlum og konum í báðum aldurshópum. I upphafi tímabilsins var meðallíkams- þyngdarstuðull í báðum aldurshópum karla 25,9 en var í lok tímabilsins 27,2 í yngri hópi karla og 27,0 hjá þeim eldri. I yngri hópi kvenna hækkaði meðal- líkamsþyngdarstuðull úr 24,6 í 26,3 en í eldri hópnum úr 25,0 í 27,3. Ekki er tölfræðilega marktækur munur milli aldurshópanna, þó hafa eldri konurnar til- hneigingu til að hafa hærri stuðul en þær yngri. Niðurstöður línulegrar aðhvarfsgreiningar sýna að hlutfallsleg hækkun á meðallíkmasþyngdarstuðli Tafla IV. Meðallíkamsþyngdarstuðull (BMI) og 95% öryggisbil (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. 45-54 ára 55-64 ára Skoóunarár Meöaltal 95% Cl Meöaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 25,9 25,6-26,2 25,9 25,6-26,1 1979-1981 25,8 25,6-26,0 25,9 25,5-26,3 1983 26,1 25,4-26,8 26,2 25,5-26,9 1985-1987 26,3 25,8-26,7 26,4 26,2-26,7 1988-1989 26,4 25,7-27,1 26,7 25,9-27,5 1993-1994 27,2‘ 26,5-28,0 27,0' 26,3-27,6 Konur 1977-1979 24,6 24,3-24,9 25,0 24,7-25,3 1981-1984 25,1 24,9-25,4 25,6 25,2-25,9 1987-1991 26,2" 25,6-26,8 26,4 26,1-26,7 1993-1994 26,3' 25,4-27,2 27,3’ 26.4-28,1 * Margfeldismeðaltal BMI vex á tímabilinu 1975-1994 (1977-1994) samkvæmt línulegri aðhvarfs- greiningu, p<0,0001. * Tímabil 1987-1989. Tafla V. Hlutfall ofþyngdar (líkamsþyngdarstuöull, (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. BMI 25-29.9) og 95% öryggisbil 45-54 ára 55-64 ára Skoðunarár Meöaltal 95% Cl Meóaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 45,8 42,1-49,6 46,2 42,5-49,9 1979-1981 44,2 40,6-47,8 51,1 45,5-56,7 1983 42,9 33,8-52,3 51,4 41,5-61,2 1985-1987 42,2 35,8-48,8 54,7 50,8-58,6 1988-1989 47,9 38,7-57,2 45,1 35,2-55,3 1993-1994 53,6NS 44,5-62,6 52,5' 43,2-61,7 Konur 1977-1979 29,0 25,6-32,6 34,2 31,2-37,3 1981-1984 33,9 30,9-37,1 34,2 30,3-38,2 1987-1991 38,5" 32,0-45,3 39,6 36,4-42,9 1993-1994 39,0'" 30,4-48,2 45,5'" 35,9-55,2 NS: Ekki marktæk breyting á tímabilinu 1975-1994. * Hlutfall ofþyngdar vex að meöaltali átímabilin 1975-1994 samkvasmt línulegri aöhvarfsgreiningu, p< 0,05. ** Tímabil 1987-1989. *** Hlutfall ofþyngdarvex að meóaltali átímabilinu 1977-1994 samkvóemt línulegri aðhvarfsgreiningu, p< 0,01. Tafla VI. Hlutfall offitu (líkamsþyngdarstuðull, BMI >30) og 95% öryggisbil (Cl) á hverju tímabili eftir aldri og kyni. 45-54 ára 55-64 ára Skoöunarár Meöaltal 95% Cl Meðaltal 95% Cl Karlar 1975-1977 10,4 8,3-12,9 11,7 9,4-14,3 1979-1981 11,4 9,3-13,9 9,0 6,1-12,7 1983 11,8 6,6-19,0 12,1 6,6-19,9 1985-1987 15,6 11,2-20,9 11,0 8,7-13,6 1988-1989 13,4 7,9-20,9 17,6 10,8-26,4 1993-1994 19,2' 12,7-27,2 16,7“ 10,5-24,6 Konur 1977-1979 8,6 6,6-11,0 11,2 9,3-13,3 1981-1984 10,3 8,4-12,4 14,0 11,3-17,1 1987-1991 17,4" 12,6-23,1 17,7 15,3-20,3 1993-1994 14,6- 8,9-22,1 24,5*" 16,8-33,7 * Hlutfall offitu vex að meöaltali á tímabilinu 1975-1994 samkvæmt línulegri aðhvarfsgreiningu, p<0,01. NS: Ekki marktæk breyting á tímabilinu 1975-1994. ** Tímabil 1987-1989. *** Hlutfall offitu vex að meðaltali á tímabilinu 1977-1994 samkvasmt línulegri aðhvarfsgreiningu, p<0,0001. var tölfæðilega marktæk í öllum hópunum á tíma- bilinu. Hún var mun meiri meðal kvenna en karla. Oíþyngd: Tafla V sýnir að hlutfall of þungra einstaklinga (25<líkmasþyngdarstuðull <30) jókst hjá báðum kynjum og aldurshópum á tímabilinu. Læknablaðið 2001/87 701

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.