Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / MIÐLUN ÞEKKINGAR og aldur. Enginn marktækur munur sást varðandi kyn. Konur voru rúm 10% hópanna. Aldur var flokkaður í áratugum, í sex flokka. Væru þrír yngstu flokkarnir settir í einn hóp og þrír elstu flokkarnir í annan, þá kom í ljós 75% svörun í yngri hópnum en 45% svörun í þeim eldri. Þetta var tölfræðilega marktækur rnunur. Meðalaldur heimilis- lækna sem svöruðu var 44,5 ár en sérgreinalækna 52,8 ár. Aðalvinnustaður heimilislækna var heilsugæslu- stöð og sérgreinalækna sjúkrahús, nær undantekn- ingarlaust. Hvenær og hvaðan heyrt?: Vitneskja um H. pylori barst flestum læknum hér á árunum 1987-1992 (tafla I). Sérgreinalæknahópurinn sýndist þar einu til þremur árum á undan og var munurinn mestur 1989, þegar 49 heimilislæknar (47%) en 45 sérgreinalæknar (73,8%) höfðu heyrt um H. pylori. Sá munur var marktækur, áhættuhlutfall (odds ratio, OR) = 0,32; (0,15<OR<0,66), en jafnaðist hratt út næstu ár. Samkvæmt okkar tölum voru sérgreinalæknar fyrri til en heimilislæknar að byrja notkun sýklalyfj- anna gegn H. pylori. Munurinn kemur vel fram í töflu II. Hann var mikill fram til 1992 en jafnaðist út frá 1992 til 1995. Meltingarfærasérfræðingar voru teknir út úr sérgreinalæknahópnum og höfðu sex þeirra (50%) heyrt um H. pylori á árunum 1984-1986 en 11 (92%) árin 1987-1989, það er lítið eitt á undan öðr- um. Varðandi aðra þætti sem litið var á skáru melt- ingarfærasérfræðingar sig lítið úr sérgreinalækna- hópnum. Hvaðan fréttin um H. pylori barst var breytilegt (tafla III). Flestir nefndu til erlent fagrit, en á eftir fylgdu vísindaráðstefnur, samtöl við starfsfélaga og innlent fagrit. Mikilvægustu heimildina töldu flestir einnig erlent fagrit, en vísindaráðstefnur og samtöl við starfsfélaga fylgdu á eftir. Innlent fagrit nefndu þar fáir. Við samanburð á heimilis- og sérgreina- læknahópunum vakti mesta athygli að fleiri heimilis- læknar nefndu innlent fagrit og lyfjaiðnaðinn sem heimild. Sá munur var tölfræðilega marktækur í báðum tilfellum, áhættuhlutfall = 2,4 (l,2<OR<4,8) og áhættuflutfall = 3,46 (l,38<OR<9). Varðandi mikilvægustu heimild var ekki marktæk- ur munur á hópunum. Þó sögðust fleiri sérgreina- læknar en heimilislæknar fræðast af starfsfélögum sínum og heimilislæknar sögðust fleiri fræðast á vísindaráðstefnum (tafla III). Greining: Til greiningar við grun um sár var valið um röntgen, magaspeglun eða hvorugt. I töflu IV sést hve margir sögðust nota rannsóknirnar og hverjir treysta klíníkinni í sínum daglegu störfum. Einnig sést þar hvernig læknarnir sögðust telja sömu rann- sóknir eiga að notast. Tilvísun heimilislæknis taldist þarna jafngildi speglunar sérgreinalæknis. í töflunni sést að röntgen sögðust mjög fáir nota og þá fremur sérgreinalæknar. Einnig sést að hlutfall sérgreinalækna sem spegluðu oft/alltaf á móti þeim Tafla 1. Hlutfall (%) heimilis- og sérgreinalækna sem hafði heyrt um H. pylori í ársiok viðkomandi árs. 1986 1989 1992 1995 Heimilislæknar 6,7 47,1 89,4 100,0 Sérgreinalæknar 24,6 73,8 95,1 98,4 Tafla II. Hlutfall (%) heimiiis- og sérgreinalækna sem notaði sýklalyf gegn H. pylori í árslok viðkomandi árs. 1986 1989 1992 1995 Heimilislæknar 4,1 32,0 96,9 100,0 Sérgreinalæknar 18,8 70,8 95,8 100,0 Tafla III. Hvaðan heimilis- og sérgreinalæknar heyrðu um samband H. pylori við melt- ingarfærasjúkdóma og hve margir tilgreindu hverja heimild. Ein af fleiri heimildum_____ Mikilvægasta heimild Heimild Heimilis- læknar Sérgreina- lasknar Heimilis- lasknar Sérgreina- lasknar Islenskt fagrit 59 22 5 2 Erlent fagrit 88 46 38 25 Sérgreinarfélag 16 5 0 0 Vísindaráðstefna 70 39 32 14 Lyfjaiðnaður 45 7 4 0 Starfssystkini 65 39 19 18 Dagblöð 12 3 0 0 Annað 10 5 1 1 Svarendur alls 106 64 99 60 Meöalfjöldi heimilda 3,44 2,59 1 1 Tafla IV. Úrvinnsta lækna við grun um sárasjúkdóm. Tilgreindur er fjöldi lækna sem velur hverja rannsókn. Það sem gert er á stofunni Kjörvinnubrögð lækna Rannsókn Tíöni Heimilis- læknar Sérgreina- læknar Heimilis- lasknar Sérgreina- læknar Röntgen Oft/alltaf 0 5 2 4 Sjaldan/aldrei 94 44 79 36 Tilvísun/ Oft/alltaf 69 54 79 36 speglun Sjaldan/aldrei 37 4 26 7 Hvorugt Oft/alltaf 23 3 17 3 Sjaldan/aldrei 62 34 51 27 Tafla V. Notkun lækna á rannsóknum til þess að greina H. pylori-sýkingu. Tilgreindur er fjöldi lækna. Læknahópur Tiöni notkunar Útöndunarpróf Blóðvatnspróf Speglun/tilvísun Sérgreinalæknar Oft/alltaf 7 1 49 Sjaldan/aldrei 32 38 8 Svara ekki 25 25 7 Heimilislæknar Oft/alltaf 21 7 83 Sjaldan/aldrei 60 73 21 Svara ekki 26 27 3 sem gerðu það sjaldan var langtum hærra heldur en hlutfall heimilislækna sem gáfu tilvísanir oft/alltaf á móti þeim sem gerðu það sjaldan. Munurinn var tölfræðilega marktækur. Af töflu IV má ennfremur ráða að heimilislæknar sögðust miklu fúsari en sér- greinalæknar til þess að treysta klíníkinni, vísa hvorki í röntgen né speglun. Sá munur var einnig tölfræði- lega marktækur. Læknablaðið 2001/87 709
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.