Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / MIÐLUN ÞEKKINGAR
og aldur. Enginn marktækur munur sást varðandi
kyn. Konur voru rúm 10% hópanna.
Aldur var flokkaður í áratugum, í sex flokka.
Væru þrír yngstu flokkarnir settir í einn hóp og þrír
elstu flokkarnir í annan, þá kom í ljós 75% svörun í
yngri hópnum en 45% svörun í þeim eldri. Þetta var
tölfræðilega marktækur rnunur. Meðalaldur heimilis-
lækna sem svöruðu var 44,5 ár en sérgreinalækna 52,8
ár. Aðalvinnustaður heimilislækna var heilsugæslu-
stöð og sérgreinalækna sjúkrahús, nær undantekn-
ingarlaust.
Hvenær og hvaðan heyrt?: Vitneskja um H. pylori
barst flestum læknum hér á árunum 1987-1992 (tafla
I). Sérgreinalæknahópurinn sýndist þar einu til
þremur árum á undan og var munurinn mestur 1989,
þegar 49 heimilislæknar (47%) en 45 sérgreinalæknar
(73,8%) höfðu heyrt um H. pylori. Sá munur var
marktækur, áhættuhlutfall (odds ratio, OR) = 0,32;
(0,15<OR<0,66), en jafnaðist hratt út næstu ár.
Samkvæmt okkar tölum voru sérgreinalæknar
fyrri til en heimilislæknar að byrja notkun sýklalyfj-
anna gegn H. pylori. Munurinn kemur vel fram í töflu
II. Hann var mikill fram til 1992 en jafnaðist út frá
1992 til 1995. Meltingarfærasérfræðingar voru teknir
út úr sérgreinalæknahópnum og höfðu sex þeirra
(50%) heyrt um H. pylori á árunum 1984-1986 en 11
(92%) árin 1987-1989, það er lítið eitt á undan öðr-
um. Varðandi aðra þætti sem litið var á skáru melt-
ingarfærasérfræðingar sig lítið úr sérgreinalækna-
hópnum.
Hvaðan fréttin um H. pylori barst var breytilegt
(tafla III). Flestir nefndu til erlent fagrit, en á eftir
fylgdu vísindaráðstefnur, samtöl við starfsfélaga og
innlent fagrit. Mikilvægustu heimildina töldu flestir
einnig erlent fagrit, en vísindaráðstefnur og samtöl
við starfsfélaga fylgdu á eftir. Innlent fagrit nefndu
þar fáir. Við samanburð á heimilis- og sérgreina-
læknahópunum vakti mesta athygli að fleiri heimilis-
læknar nefndu innlent fagrit og lyfjaiðnaðinn sem
heimild. Sá munur var tölfræðilega marktækur í
báðum tilfellum, áhættuhlutfall = 2,4 (l,2<OR<4,8)
og áhættuflutfall = 3,46 (l,38<OR<9).
Varðandi mikilvægustu heimild var ekki marktæk-
ur munur á hópunum. Þó sögðust fleiri sérgreina-
læknar en heimilislæknar fræðast af starfsfélögum
sínum og heimilislæknar sögðust fleiri fræðast á
vísindaráðstefnum (tafla III).
Greining: Til greiningar við grun um sár var valið
um röntgen, magaspeglun eða hvorugt. I töflu IV sést
hve margir sögðust nota rannsóknirnar og hverjir
treysta klíníkinni í sínum daglegu störfum. Einnig
sést þar hvernig læknarnir sögðust telja sömu rann-
sóknir eiga að notast. Tilvísun heimilislæknis taldist
þarna jafngildi speglunar sérgreinalæknis.
í töflunni sést að röntgen sögðust mjög fáir nota
og þá fremur sérgreinalæknar. Einnig sést að hlutfall
sérgreinalækna sem spegluðu oft/alltaf á móti þeim
Tafla 1. Hlutfall (%) heimilis- og sérgreinalækna sem hafði heyrt um H. pylori í ársiok viðkomandi árs.
1986 1989 1992 1995
Heimilislæknar 6,7 47,1 89,4 100,0
Sérgreinalæknar 24,6 73,8 95,1 98,4
Tafla II. Hlutfall (%) heimiiis- og sérgreinalækna sem notaði sýklalyf gegn H. pylori í árslok viðkomandi árs.
1986 1989 1992 1995
Heimilislæknar 4,1 32,0 96,9 100,0
Sérgreinalæknar 18,8 70,8 95,8 100,0
Tafla III. Hvaðan heimilis- og sérgreinalæknar heyrðu um samband H. pylori við melt-
ingarfærasjúkdóma og hve margir tilgreindu hverja heimild.
Ein af fleiri heimildum_____ Mikilvægasta heimild
Heimild Heimilis- læknar Sérgreina- lasknar Heimilis- lasknar Sérgreina- lasknar
Islenskt fagrit 59 22 5 2
Erlent fagrit 88 46 38 25
Sérgreinarfélag 16 5 0 0
Vísindaráðstefna 70 39 32 14
Lyfjaiðnaður 45 7 4 0
Starfssystkini 65 39 19 18
Dagblöð 12 3 0 0
Annað 10 5 1 1
Svarendur alls 106 64 99 60
Meöalfjöldi heimilda 3,44 2,59 1 1
Tafla IV. Úrvinnsta lækna við grun um sárasjúkdóm. Tilgreindur er fjöldi lækna sem
velur hverja rannsókn.
Það sem gert er á stofunni Kjörvinnubrögð lækna
Rannsókn Tíöni Heimilis- læknar Sérgreina- læknar Heimilis- lasknar Sérgreina- læknar
Röntgen Oft/alltaf 0 5 2 4
Sjaldan/aldrei 94 44 79 36
Tilvísun/ Oft/alltaf 69 54 79 36
speglun Sjaldan/aldrei 37 4 26 7
Hvorugt Oft/alltaf 23 3 17 3
Sjaldan/aldrei 62 34 51 27
Tafla V. Notkun lækna á rannsóknum til þess að greina H. pylori-sýkingu. Tilgreindur
er fjöldi lækna.
Læknahópur Tiöni notkunar Útöndunarpróf Blóðvatnspróf Speglun/tilvísun
Sérgreinalæknar Oft/alltaf 7 1 49
Sjaldan/aldrei 32 38 8
Svara ekki 25 25 7
Heimilislæknar Oft/alltaf 21 7 83
Sjaldan/aldrei 60 73 21
Svara ekki 26 27 3
sem gerðu það sjaldan var langtum hærra heldur en
hlutfall heimilislækna sem gáfu tilvísanir oft/alltaf á
móti þeim sem gerðu það sjaldan. Munurinn var
tölfræðilega marktækur. Af töflu IV má ennfremur
ráða að heimilislæknar sögðust miklu fúsari en sér-
greinalæknar til þess að treysta klíníkinni, vísa hvorki
í röntgen né speglun. Sá munur var einnig tölfræði-
lega marktækur.
Læknablaðið 2001/87 709