Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 26
FRÆÐIGREINAR / MIÐLUN ÞEKKINGAR Tafla VI. Meðferð sem læknar nota gegn tilteknum meltingarfærasjúkdómum. Til- greindur er fjöldi lækna sem beitir hverri aðferð. Sjúkdómur Gefa sýklalyf Gefa ekki sýklalyf Heimilis- læknar Sérgreina- læknar Heimilis- lasknar Sérgreina- læknar Magabólga með H. pylori 57 34 45 19 Magasár með H. pylori 95 52 8 4 Skeifugarnarsár með H. pylori 98 50 5 4 Magabólga án H. pylori 0 0 105 55 Magasár án H. pytori 0 1 101 54 Skeifugarnarsár án H. pyiori 3 3 100 50 Ekki kom fram neinn afgerandi munur á því hvað menn sögðust gera í vinnunni og hvað þeir sögðust vilja gera þar, en þó vildu nokkrir heimilislæknar gefa tilvísanir, án þess að hafa gert það. Til greiningar á H. /jy/on'-sýkingu var valið á milli útöndunarloftsrannsóknar, blóðvatnsrannsóknar og magaspeglunar með vefjasýnatöku. I töflu V sést að magaspeglunin var langmest notaða rannsóknin, hinar sögðust fáir læknar nota oft, en þó fremur heimilislæknarnir. Þarna var ekki marktækur munur á notkun læknahópanna á rannsóknunum. Meðferð: Til meðferðar á magasári, skeifugarnar- sári eða magabólgu með eða án //. pylori-sýkingar voru gefnir sjö meðferðarvalkostir. í úrvinnslunni litum við eingöngu á hvort læknarnir sögðust nota sýklalyf í meðferðinni eða ekki. Niðurstöðurnar í töflu VI sýna að væri H. pylori fyrir hendi innihéll meðferð yfir 90% lækna sýklalyf við sýrusári og tæp 60% heildarhópsins gáfu þau við magabólgu, sér- greinalæknarnir þar ívið fleiri eða 64%. Væri H. pylori ekki fyrir hendi var sýklalyfjameðferð aftur hverfandi. Ekki kom fram verulegur munur á heim- ilis- og sérgreinalæknum að þessu leyti og alls ekki marktækur. Orsakasamband: Orsakasamband milli H. pylori og sjúkdóma í efra meltingarvegi sögðust heimilis- og sérgreinalæknar meta með mjög líkum hætti. Varð- andi magabólgu svöruðu 12% heimilislækna og 26% sérgreinalækna því jákvætt, varðandi vélindabólgu 6% heimilislækna og 6% sérgreinalækna, varðandi magasár 76% heimilislækna og 68% sérgreinalækna, varðandi skeifugarnarsár 76% heimilislækna og 73% sérgreinalækna og varðandi magakrabbamein 21% heimilislækna og 23% sérgreinalækna. Vinnureglur: Flestir töldu vinnureglur fyrir grein- ingu og meðferð á H. pylori-sýktum ekki til, en sam- kvæmt nokkrum svarenda voru til staðarreglur. Fyrir landið í heild töldu 12 heimilislæknar og fimm sér- greinalæknar einnig til reglur. Viðtöl: Svör viðmælenda í viðtölunum fimm féllu í stórum dráttum að því sem ráða mátti af útfylltu spurningalistunum. En í viðtölunum komu einnig fram ólík sjónarmið hinna ýmsu geira fræðigreinar okkar og meiningarmunur um ýmis framkvæmda- atriði. Athugasemd kom um að hér væri engin nefnd til, sem fylgdist með og stæði fyrir umfjöllun um merkar nýjungar. Annar viðmælandi taldi samvinnu inilli faghópa hafa skort og að skortur á frumkvæði hafi tafið að á kæmust samræmdar vinnureglur fyrir greiningu og meðferð á H. pylori-sýktum. Öllum þótti jákvætt að hafa einhvern viðurkenndan ramma fyrir vinnuna með H. pylori, en heimilislæknarnir tveir voru þar þó sýnu ákveðnari en hinir. Umræða Aldursdreifing svarenda og þeirra sem ekki svöruðu var hér þannig að viðhorf yngri lækna fá meira vægi en hinna eldri í könnuninni og því ekki tryggt að við fáum hér rétta mynd af viðhorfum stéttarinnar í heild. Þá komu sérgreinalæknarnir hérlendis úr þremur sérgreinum og verður þar að hafa fyrirvara á þegar kemur að samanburði við önnur lönd. Stopult minni skapar alltaf möguleika á skekkju í svona rannsókn (recall bias). Við reyndum að minnka þann möguleika með því að spyrja ekki um ártal, heldur skipta þeim 12 árum sem um var spurt (hvenær frétt / hvenær byrjað) í þriggja ára tímabil og láta velja um tímabil. Pá skal ítrekað að rannsóknin byggði algerlega á upplýsingum og mati læknanna sjálfra varðandi þekkingaröflun þeirra og hagnýtingu. Það leiddi af sér þann möguleika, þrátt fyrir nafnleysi könnunar- innar, að einhver fegraði eigin hlut meðvitað eða ómeðvitað. Hafi sú verið raunin þá olli sú skekkja að líkindum styttingu á uppgefnum tíma fyrir þekkingaröflunina og meðferðarbreytinguna. Engar forsendur voru til þess að leggja mat á þennan mögulega skekkjuvald, og ekki þótti ástæða til að ætla að hann breytti veru- lega samanburðinum milli læknahópanna eða þjóð- anna. Rannsóknin var afturskyggn hvað varðar fróð- leiksöflun stéttarinnar, en gaf jafnframt þverskurðar- mynd af stöðunni í ársbyrjun 1997. Mat á niðurstöðum rannsóknarinnar hlýtur að byggja á því hvað talin voru viðurkennd sannindi í fræðigreininnni þegar hún var gerð. Læknavísindin eru í stöðugri framþróun, og „það rétta“ í greininni augljóslega alltaf barn síns tíma. I ársbyrjun 1997 höfðu læknar hérlendis engar opinberar leiðbeiningar við að styðjast þó næg lesn- ing lægi fyrir um H. pylori, bæði innlend og erlend. En erlendar leiðbeiningar voru fyrir hendi og hljóta höfundar að styðjast við þær þar sem við á (20). H. pylori var á þeim tíma viðurkenndur orsakaþáttur sýrusára og kjörmeðferðin var upprætingarmeðferð með sýklalyfjum. Til þess að greina II. pylori var mælt með blóðvatnsrannsókn eða útöndunarlofts- sýni væri sjúklingurinn innan 45 ára og einkenni hóf- leg. I alvarlegri tilfellum og hjá eldri sjúklingum var traustið hins vegar sett á speglun, sýnatöku og sér- fræðirannsókn. Vaxandi líkur þóttu á að H. pylori 710 Læknablaðið 2001/87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.