Læknablaðið - 15.09.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / KLÍNÍSKAR LEiÐBEININGAR 2
Skotar framarlega í flokki við gerð
klínískra leiðbeininga
Heimasíða SIGN. í ÞESSUM PISTLI VERÐUR VAKIN ATHYGLI Á VÖNDUÐU
efni um klínískar leiðbeiningar sem Skotar hafa
unnið og birt á netinu. Á vefi landlæknisembættisins
- www.landlaeknir.is - er tengill á þennan skoska vef,
en auk þess er slóðin birl hér að aftan.
Scottish Intercollegiate Guidelines Network
(SIGN) var stofnað 1993 og eins og nafnið gefur til
kynna myndar þetta net fjöldi lækna og annarra
heilbrigðisstarfsmanna. Meðal annars eiga þarna
fulltrúa öll læknafélög/sérgreinafélög í Bretlandi auk
þess sem þarna eru fulltrúar frá hjúkrunarfræðing-
um, lyfjafræðingum, tannlæknum og öðrum starfs-
greinum sem tengjast heilbrigðismálum. Höfuð-
stöðvar SIGN eru í húsnæði skoska læknafélagsins í
Edinborg og nýtur þessi virta stofnun mikils stuðn-
ings læknafélagsins og einstakra fagfélaga.
Fámenn þjóð á að nýta vandað efni frá öðrum
Leiðbeiningarnar hafa verið
gerðar aðgengilegar á vef um
klínískar leiðbeiningar sem er
að finna á heimasíðu land-
læknis. Umsjón með gerð
þeirra hefur stýrihópur um
klínískar leiðbeiningar undir
stjórn Ara Jóhannessonar og
ritstjórn Sigurðar Helgasonar.
Sú ákvörðun stýrihóps um klínískar leiðbeiningar á
íslandi, að benda heilbrigðisstarfsfólki á leiðbeining-
ar SIGN byggist á eftirtöldu: Vinnulag við gerð SIGN
leiðbeininga er mjög vandað (val verkefna, heimild-
arvinna, samsetning vinnuhópa) og lýtur viður-
kenndum gæðakröfum. Leitast er við að koma sann-
reyndum (evidence based) vinnubrögðum í notkun
þannig að gagnast megi heilbrigðisþjónustunni.
Ráðleggingar innan leiðbeininga eru beint tengdar
þeim vísindalega grunni sem að baki liggur þegar
þess er kostur. Leiðbeiningarnar fá mjög víðtæka
kynningu sem drög og boðið er upp á umræður
(fundi) meðal heilbrigðisstarfsmanna um einstakar
leiðbeiningar áður en að formlegri útgáfu kemur. Á
þessum fundum hafa allir rétt á að koma skoðunum
sínum á framfæri.
Framsetning leiðbeininganna þótti mjög aðgengi-
leg, heildarleiðbeiningar og síðan einnar til fjögurra
blaðsíðna ágrip (quick reference). Fámenn þjóð
hefur minni tök á að vinna mikinn fjölda leiðbeininga
og henni er því nauðsynlegt að nýta vinnu annarra sé
þess nokkur kostur.
Nýtur trausts
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
SIGN vinnur í náinni samvinnu við heilbrigðisyfir-
völd og sjúklingasamtök við gerð leiðbeininga. Ný-
verið var stofnunin valin til að hafa umsjón með leið-
beiningum útgefnum af Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
inni og má ætla að það hafi komið til vegna vandaðs
vinnulags. í náinni samvinnu við læknafélögin í Skot-
landi hafa verið unnar á vegum stofnunarinnar sann-
reyndar leiðbeiningar frá 1993 og nú þegar hafa verið
gefnar út meira en 50 leiðbeiningar sem allar eru
aðgengilegar á heimasíðu hennar - http://www.show.
scot.nhs.uk/sign/guidelines/published/index.html -
auk yfirlits yfir leiðbeiningar sem eru í vinnslu -
http://w ww.show.scot.nhs. uk/sign/guidelines/develop
ment/index.html
Par er litið á Ieiðbeiningar sem eðlilegan og í raun
nauðsynlegan þátt í að veita sem besta heilbrigðis-
þjónustu. Það er landlæknisembættinu því afar mikil-
vægt að hafa fengið leyfi SIGN-stofnunarinnar til að
nota og dreifa leiðbeiningum sem unnar hafa verið á
hennar vegum. Það má þó aldrei líta svo á að heim-
færa megi erlendar aðstæður beint upp á íslenskar
aðstæður. Hver og einn heilbrigðisstarfsmaður þarf
að vega og meta hvort leiðbeiningarnar eigi við á
hans vinnustað.
Leiðbeiningarnar frá SIGN eru ekki birtar sem ís-
lenskar leiðbeiningar og ekki alltaf yfirfarnar með til-
liti til íslenskra aðstæðna. Þótt stýrihópur landlæknis-
embættisins um klínískar leiðbeiningar sé sammála
því að vönduð vinnubrögð nái langt í að tryggja gæði
leiðbeininganna þá er ekki hægt að taka ábyrgð á
innihaldi einstakra leiðbeininga. Hver og einn heil-
brigðisstarfsmaður verður að beita eigin dómgreind
og taka tillit til viðhorfa skjólstæðinga sinna. Þetta er
í samræmi við að SIGN telur ábyrgð liggja hjá not-
endum leiðbeininganna.
Læknablaðid 2001/87 733