Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 5

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 5
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS UMRÆDA 0 G FRETTIR 225 sjónarhóli stjórnar LÍ: Vaktafyrirkomulag Landspítala í uppnámi Hulda Hjartardóttir 227 Norrænir læknar ræða öryggi sjúklinga Þröstur Haraldsson Formannaráðstefna LÍ 228 Stórhýsi íslenskrar erfða- greiningar vígt Þröstur Haraldsson 232 Sameiningin hefur gengið ótrúlega vel Rætt við Magnús Pétursson forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss Þröstur Haraldsson 237 Rannsóknir í heilsugæslunni Lúðvík Ólafsson 239 Ljóðabréf Páls Ólafssonar til Gísla Hjálmarssonar læknis Þröstur Haraldsson 243 Spítalinn er á vakt allan sólarhringinn allt árið Rætt við stjórnendur Slysa- og bráðadeildar LSH um breytt fyrirkomulag Þröstur Haraldsson 244 Námskeið fyrir heilbrigöis- starfsfólk í dreifbýli Þröstur Haraldsson 245 Stuldur á lyfseðils- eyðublöðum Frá Lyfjastofnun 247 íðorðasafn lækna 142. Eintala, fleirtala Jóhann Heiðar Jóhannsson 249 Faraldsfræði 16. Rangflokkun María Heimisdóttir 251 Lyfjamál 102. 253 Broshornið 24. Af mæðgum og mótmæluni Bjarni Jónasson 255 Af erlendum vettvangi 257 Þing/ráðstefnur 260 Námskeið/þing 261 Styrkir 263 Lausar stöður 264 Okkar á milli 266 Minnisblaðið Sími Læknablaðsins er 564 4104 Málverk Bjarna Sigurbjörns- sonar eru óvenjuleg, ekki síst fyrir það að í þeim má lesa sterkari trú á möguleikum málverksins sjálfs en við erum vön að finna í verkum annarra samtímamálara. Það er ekki óeðlilegt að hugurinn hverfi til málaranna í New York-hópnum eftir samanburði við þróttmiklar litakómpósisjónir hans. Úr þeim skín vissan um málverkið, hin örugga trú á tjáningarmátt lita og forma á fletinum. Verkið hér að ofan er frá árinu 2001 en ber ekkert heiti. En verk Bjarna eru samt á engan hátt einfalt afturhvarf til þess tíma þegar málverkið var ennþá fyrsta og naestum síðasta viðfangsefni myndlistarinnar. Þau eru þvert á móti á ýmsan hátt ákaflega nú- tímaleg og nýta vel þá merkingar- möguleika sem okkar tímar bjóða listamanninum. Þau eru í aðra röndina konsept, og felst það í því sjónarhorni sem Bjarni kýs að veita okkur á málverk sín. í stað þess að mála á striga eða tré málar hann á gagnsæjan flöt og snýr svo botni málverksins að áhorfendum; áhorfandinn fær að sjá málverkið frá sjónarhorni strigans. Með þessu byltast allar hugmyndir okkar um yfirborð málverksins - yfirborðið er ekki lengur það sem máli skiptir, hið eiginlega andlit málverksins. í myndunum skiptir yfirborðið nánast engu máli. í stað þess að við lítum á það sem er undir yfirborðinu einungis sem „grunn“ - stuðning eða undirbúning að hinu eiginlega málverki sem liggur á yfirborðinu - sjáum við nú að hin neðri lög eiga sér líka líf og það er ansi skrautlegt. Þarna berjast marglit eiturefni um yfirráð, brenna, blandast og skilja sig út. Þarna blómstra litaflekkir og form sem sér hvergi stað á skítugu yfirborðinu, bakhlið málverksins. Þarna lifa litir og form í næringar- ríkum sjó olíu og eiturs. Jón Proppé Læknablaðið 2002/88 181

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.