Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 14

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 14
FRÆÐIGREINAR / EITILÆXLI í BRISI Fig. 1. A CT-scan showing a 7.4 * 9.3 cm tumor in tlie head ofpancreas. Surrounding structures are; liver (L), distended gallbladder (G) and partially obstructed duodendum (D). Fig. 3. H.E. stain of a transduodenal biopsy with large bore needle. Large cells, predominantly lymp- hoid like tumor cells, are most prominent. Adjacent is atrofic duodenal mu- cosa. No pancreatic tissue is seen. Further staining with antibodies against cellular surface proteins showed the tumor cells to be B-type, Non-Hodgkin. Fig. 5. A CT-scan at parallel level as in ftg. 1. one year after diagnosis. Only residual mass (scar tissue) around tlie pancreas Itead remains. skilin væg frumufjölgun á forstigsfrumum rauðra blóðkorna og væg aukning á sýrusæknum frumum (eosinophil) og eitilfrumum. Vefsýni úr beinmerg (beinsýni) sýndi ekki merki eitilfrumuæxlis. Æxlið þótti ekki skurðtækt á þessu stigi. Til að létta á gallstíflunni tókst að koma fyrir stoðlegg í gall- pípu (choledochus) í gegnum stífluna með hjálp óm- stýrðrar ástungu í gegnum kviðvegg. Þannig komst á gallflæði frá lifur í skeifugörn (PTC, percutaneous transhepatic colangiography). Við þetta létti gallstíflunni og bilirubin og önnur lifrarpróf lækkuðu umtalsvert á þremur vikum og héldu áfram að lækka eftir að lyfjameðferð var hafin. Fig. 2. An enlarged CT-scan oftlie tumor in ftg. 1. The tumor grows around the superior mesenteric artery, distorting small bowel. Fig. 4. A cltolangiogram sltowing placement of a stent in the choledochus after PTC. Proximally the galltree is distended and distally contrast and bile flow into the duodenum. The proximal end ofthe catheter is closed. Til að byrja með voru gefnir stórir skammtar af ster- um, (prednisólón). Stoðleggurinn rann til baka þegar stíflunni létti og um svipað leyti hófst meðferð með frumudrepandi lyfjum. Meðferð samanstóð af cyklo- fosfamíði, adriamycíni, vincristíni og prednisólóni (CHOP-kúr) og voru þessi lyf gefin í sex skipti í æð með þriggja vikna millibili. Þegar eftir þrjá kúra sást á sneiðmyndum umtalsverð minnkun á æxlisvef og eftir sex skipti var nánast allt æxlið horfið. í framhaldi af lokinni lyfjameðferð, fimm mánuð- um frá greiningu, var geislameðferð gefin staðbundið á kvið með samtals 30 G, 2 G í senn í alls 15 skipti á þremur vikum. í dag eru rúmlega tvö ár liðin frá greiningu. Á þessu stigi bendir ekkert til endurkomu sjúkdóms (mynd 5) og sjúklingurinn er við góða heilsu og fulla starfsgetu, blóðhagur og lifrarpróf hafa lagast að fullu. 190 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.