Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 15

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 15
FRÆÐIGREINAR / EITILÆXLI í BRISI Umræöa Stíflugula (obstructive jaundice) er langoftast af völdum gallsteina í gallpípu en kirtilkrabbamein í briskirtilhöfði, æxli í gallgöngum eða papilla Vateri eru aðrar vel þekktar orsakir (1-4, 6, 11). Blöðru- myndun í briskirtli og þrengingar á neðri gallvegum af völdum læknisfræðilegra inngripa eða meðfæddir gallar eru jafnframt vel þekktar orsakir stíflugulu, sem og briskirtilbólga (1, 2). Sjaldgæfari orsök eru svokölluð MALT-oma (mucosa associated lymphoid tissue) sem eru eitilfrumuæxli upprunnin í slímhúð meltingarvegar og þá oftast í slímhúð magans (5). Eitilfrumuæxli upprunnin í sjálfum briskirtlinum eru mjög sjaldséð orsök stíflugulu en þau geta einnig valdið briskirtilbólgu og kviðverkjum (7-9). Eitil- frumuæxlin geta bæði verið af Hodgkins gerð eða NHL, en þau síðarnefndu greinast oftar í briskirtl- inum (>90%) (7-9). Eitilfrumuæxli eru einungis 0,2% af illkynja æxl- um í briskirtli og færri en 0,7% af öllum NHL eitil- frumuæxlum (12). Allt að 40% NHL eitilfrumuæxla greinast í öðrum vefjum en eitilvef (extranodal), langoftast í meltingarvegi. Til dæmis getur eitla- stækkun í hilus lifrar valdið gulu og vel þekkt er að eitilfrumuæxli í nágrenni briskirtils, til dæmis í ampulla of Vater, vaxi yfir á briskirtil og aðra nálæga vefi (11). Við leit á Medline fundust 38 sjúkratilfelli af eitil- frumuæxlum sem upprunnin eru í briskirtli, enda þótt í nokkrum þessara tilfella leiki vafi á því hvort þau séu í raun upprunnin í briskirtli eða nálægum eitilvef (7-9,12,13). Ef okkar tilfelli er talið með þá eru konur ívið fleiri, eða 21, en 17 karlar. Meðalaldur við greiningu er 65 ár (bil 27-78 ár) (7-9,12). Kviðverkir og stíflugula eru algengustu einkennin en ógleði og uppköst með eða án megrunar og ef til vill þreifanleg fyrirferð í kvið eru einnig vel þekkt klínísk einkenni (7-9, 12). Samanborið við kirtil- krabbamein, þar sem einkenni hafa yfirleitt staðið í að minnsta kosti fjóra mánuði fyrir greiningu, þá hafa flestir þessara sjúklinga haft einkenni skemur en sex vikur fyrir greiningu (10). Einkenni eru þó svipuð nema hvað megrun og sérstaklega skinuholsvökvi (ascites) sjást miklu oftar við kirtilkrabbamein (7-10, 13, 14). Eitilfrumuæxli f briskirtli er erfitt að greina klín- ískt. Nær ógjörningur er að greina slík æxli með skoðun einni. Til að aðgreina staðbundið eitilfrumu- æxli í briskirtilhöfði frá kirtilkrabbameini þarf auk myndgreiningarannsókna marktækt vefjasýni (15- 20). Stórt æxli í brishöfði (>7 cm) sem ekki vex yfir í a/v. mesenterica superior bendir þó til eitilfrumuæxl- is, sérstaklega ef milta er stórt og engar eitlastækkan- ir eru fyrir hendi annars staðar í kviðar- og/eða brjóstholi (15). Nálarástunga með hjálp sneiðmynda og/eða óm- skoðunar er ein leið til að greina þessi æxli og kemur til greina ef grunur um eitilfrumuæxli vaknar við myndrannsóknir (18, 19). Eitilfrumuæxli getur þó verið erfitt að greina í litlum vefjasýnum (20) og oft fæst greiningin ekki fyrr en við holskurð (laparo- tomy) (21-23, 37). í þessu tilfelli var tekið vefjasýni við skeifugarnarspeglun. Eitilfrumuaæxli í briskirtli hefur áður verið greint með þessum hætti en mörg dæmi eru þar sem skeifugarnarspeglun með gallvega- þræðingu (ERC) hefur ekki verið framkvæmanleg í þessum hópi sjúklinga eða fínnálarsýni hafi verið rangt túlkað (falskt neikvætt eða ekki einkennandi) (20-23, 31). Kostur við ERC er að hægt er að létta á gulunni með því að koma fyrir stoðlegg í gallpípu (40-42). 1 þessu tilfelli tókst það ekki þar sem ekki var hægt að koma holsjánni að papilla Vateri. í staðinn var stoðlegg komið fyrir í gallvegum með ástungu í gegnum kviðvegg og lifur (PTC) (42). Pannig var létt á gulunni án þess að grípa til skurðaðgerðar og hægt var að byrja meðferð með frumudrepandi lyfjum skömmu síðar. Sterarnir minnkuðu æxlið með því að slá á bólgu og áttu þátt í því að leggurinn rann út eftir þrjár vikur. Krabbameinslyf eru uppistaðan í meðferð eitil- frumukrabbameins (24) en í völdum tilvikum er bætt við geislameðferð á æxlið, einkum ef það er stórt (25). CHOP-kúr (sjá áður) er hefðbundin meðferð (24) og má gera ráð fyrir að meirihluti svari meðferð- inni og að miðtala lifunar sé að minnsta kosti tvö ár (24-26). Þar sem töluverður hluti sjúklinga með eitil- frumuæxli í briskirtli svarar illa lyfjameðferð telja sumir að fjarlægja eigi sem mest af æxlinu með skurð- aðgerð (32,33,38). Um þetta eru þó skiptar skoðanir og margir telja skurðaðgerð óþarfa (27). Æxlið í okkar tilfelli var talið óskurðtækt í byrjun vegna hugsanlegs æxlisvaxtar í vena portae og í kringum upptök art. mesenteríca superíor. Það svaraði hins vegar mjög vel steragjöf og krabbameinlyfjameðferð og því var ekki talin ástæða til skurðmeðferðar þótt brottnám á briskirtlinum (til dæmis afbrigði af Whipple-aðgerð, sjá síðar) hefði sennilega verið hægt að framkvæma eftir lyfjagjöfina (39). í þessu sam- bandi verður að hafa í huga að erfitt er að leggja mat á árangur meðferðar við eitilfrumukrabbamein í brisi þar sem svo fáum tilfellum hefur verið lýst áður. Lífshorfur eitilfrumuæxla í briskirtli eru þó mun betri en kirtilfrumukrabbameina. Þar eru einungis 10-15% sjúklinga skurðtækir og má gera ráð fyrir að í mesta lagi 10% sjúklinga séu á lífi 5 árum eftir bris- kirtilbrottnám (Whipples-aðgerð) (32-36, 44) sem er viðamikil skurðaðgerð með allt að 2-10% skurð- dauða og oft alvarlega fylgikvilla (33-37,43). Lokaorð Þetta tilfelli sýnir vel að það sem í fyrstu virtist ólækn- andi sjúkdómur eins og myndgreiningarrannsóknir bentu til getur þrátt fyrir allt verið læknanlegt, jafnvel Læknablaðið 2002/88 191

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.