Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 39

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 39
FRÆÐIGREINAR / FÓLASÍNNOTKUN Á MEÐGÖNGU Fólasínnotkun barnshafandi kvenna fyrir þungun og á meðgöngu Sigfríður Inga Karlsdóttir1 Rannveig Pálsdóttir' Reynir Arngrímsson23 'Heilsugæslustöðin á Akur- eyri. Hafnarstræti 99,600 Akureyri. 2Heilsugæslustöðin Hvammur Kópavogi, 202 Kópavogi og 3Læknadeild Há- skóla íslands, Vatnsmýrarvegi, 101 Reykjavík Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rannveig Pálsdóttir, Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri, 600 Akureyri, rannveig@hak.ak.is Lykilorð: fólasíninntaka, forvarnargildi, miðtaugakerfisgallar. Ágrip Tilgangur: Fólasínnotkun kvenna fyrir þungun og á meðgöngu var könnuð. Jafnframt var athuguð tíðni fyrirfram ákveðinna þungana og þekking kvenna varðandi forvarnargildi fólasíns. Efniviður og aðferðir: Notast var við megindlega aðferðafræði og spurningalistar notaðir. Gögnum var safnað um lýðfræðilegar upplýsingar, hvort þungun væri fyrirfram ákveðin eða ekki, fólasínnotkun fyrir þungun og á meðgöngu og vitneskja kvenna varðandi forvarnargildi fólasíns könnuð. SPSS tölfræðiforrit var notað til að greina gögnin. Rannsóknin náði til allra kvenna sem komu á eins mánaðar tímabili í mæðravernd á Heilsugæslustöðina á Akureyri, alls 128 konur. Niðurstöður: Alls svöruðu 113 konur spurninga- listanum (88,3%). 9,7% kvennanna tóku fólasín reglulega fyrir þungun. Konur sem tóku fólasín dag- lega fyrstu 12 vikur eftir þungun voru 40,7%. Pungun var fyrirfram ákveðin hjá 62,9% kvenna. Engar kon- ur í yngsta aldurshópnum, 15-19 ára, ákváðu þungun fyrirfram. Ráðleggingar varðandi töku fólasíns fyrir þungun voru ekki veittar í 68,1% tilfella. Ályktun: Fræðsla varðandi gagnsemi fólasíns þarf að beinast jafnt að heilbrigðisstarfsfólki sem og almenningi. Fræðslan þarf að beinast að öllum konum á barneignaaldri, ekki eingöngu þeim sem fyrirfram ráðgera þungun. Vitneskja almennings og heilbrigðisstarfsfólks um forvarnargildi fólasíns er mikilvæg ef minnka á líkur á því að börn fæðist með miðtaugakerfisgalla. Inngangur Á síðasta áratug var sýnt fram á að inntaka á fólasíni fyrir þungun og á fyrstu fjórum vikum meðgöngu gæti dregið úr líkum á endurtekningu á fósturskaða í miðtaugakerfi, svo sem heilaleysi, klofnum hrygg og vatnshöfði (1). Enn lengra er síðan vísbendingar varðandi for- varnargildi fólasíns komu fram og lagt var til að fólasín gæti verið ódýr, örugg og áhrifarík aðferð til að koma í veg fyrir endurtekna miðtaugakerfisgalla (2). Til að minnka líkur á miðtaugakerfisgalla er áætluð dagsþörf 0,4 mg (3,4). Þegar þessar niðurstöður um gagnsemi fólasíns lágu fyrir mæltust heilbrigðisyfirvöld víðs vegar í heiminum til að allar konur sem ráðgerðu þungun og eða væru á barneignaaldri tækju fólasín fjórum vik- um fyrir þungun og á fyrstu vikum meðgöngu (5-9). ENGLISH SUMMARY Karlsdóttir, Sl, Pálsdóttir R, Arngrímsson R Folic acid consumption by pregnant women prior to and during pregnancy Læknablaöið 2002; 88: 215-9 Objective: To study consumption of folic acid supplements by women before conception and during pregnancy. Concurrently, the incidence of planned pregnancy and the women’s knowledge of the preventive value of folic acid was investigated. Material and methods: A questionnaire was presented to all 128 pregnant women attending a maternal clinic in rural area during one month’s period. The aim was to reveal the women’s knowledge of folic acid and its use prior to con- ception and during pregnancy. Demographic information were collected and questions designed to reveal whether the pregnancy was planned or not, was included. The distribution within the sample was calculated. Results: The questionnaire was completed by 113 women (88.3%). Nine per cent had taken folic acid regularly before pregnancy. Women who had taken folic acid on a regular basis during the first 12 weeks of pregnancy were 40.7%. The current pregnancy had been planned in 62.9% cases. None of the women in the youngest age group of 15-19 years had planned their pregnancy. Advice regarding folic acid intake before pregnancy was not given in 68.1% of cases. Conclusions: Health education regarding the beneficial effect of folic acid must be directed equally towards the providers of health care and the general public. This education must be aimed at all women capable of becoming pregnant, not only at those planning pregnancy. The knowledge of health care providers and the general public about the preventive value of folic acid is important in order to reduce the risk of pregnancies affected by neural tube defects. Key words: folic acid consumption, prevention, neural tube defect. Correspondance: Rannveig Pálsdóttir, rannveig@hak.ak.is Tíðni miðtaugakerfisgalla er mismikil eftir lönd- um. Algengast er að heildartíðni sé 0,5-3,0 á 1000 fæðingar (9). Á íslandi er fjöldi greindra tilvika á fósturskeiði breytileg milli ára. Alls voru greindir sex miðtaugakerfisgallar á Fósturgreiningardeild LSH árið 2000, en aðeins einn galli árið 1999 og sjö mið- taugakerfisgallar árið 1998 (10). Heildartíðni mið- Læknabladið 2002/88 215

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.