Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 41

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 41
FRÆÐIGREINAR / FÓLASÍNNOTKUN Á MEÐGÖNGU Notast var við megindlega aðferðafræði (quanti- tative research approach) og gögnin unnin í SPSS tölvuforriti. Með því voru metnar tíðnitölur. Rann- sóknarstofa Háskólans á Akureyri sá um úrvinnslu gagna. Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd samþykktu rannsóknina. Niðurstööur Lýsing á úrtaki: í úrtaki voru allar konur sem komu í mæðravernd Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri í febrúarmánuði 2000. Ails voru afhentir 128 spurn- ingalistar og skiluðu sér 113 útfylltir listar sem gefa 88,3% svörun. Af þeim konum sem svöruðu voru frumbyrjur 34,5% (n=39). Konur á aldrinum 25-29 ára voru fjölmennastar eða 60,2% (n=68). Rúmlega helmingur kvennanna eða 55,8% (n=63) var genginn 31-42 vikur. Flestar kvennanna, rúmlega 90% prósent (n=104), voru í sambúð eða giftar barnsföður þegar rannsókn- in fór fram. Grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi höfðu 35,4% kvenna lokið. Lýðfræðilegum breytum þeirra kvenna, sem tóku þátt í rannsókninni er lýst í töflu I. Þungun fyrirfram ákveðin: I heild voru 62,9% þungana fyrirfram ákveðnar. I aldurshópunum 15-19 ára voru engar (n=6) þunganir ákveðnar fyrirfram og í aldurshópnum 20-24 ára voru 44,8% (n=13) þung- ana ekki fyrirfram ákveðnar. í 56,4% (n=22) tilfella þar sem konan gekk með sitt fyrsta barn var þungunin ekki fyrirfram ákveðin. Hins vegar var þetta hlutfall mun lægra hjá konum sem gengu með sitt annað og þriðja barn eða 25,0- 26,5%. Fólasínnotkun fyrír þungun og á meðgöngu: Fyrir þungun höfðu 79,6% (n=90) kvenna ekki tekið fólasín og einungis 9,7% (n=ll) þeirra tóku fólasín daglega síðustu fjórar vikumar fyrir þungun (tafla II). Eins og sést í töflu III voru 68,1% (n=77) kvenna sem höfðu ekki fengið ráðleggingar varðandi fólasín- töku fyrir þungun. Algengast var að þær fengju ráð- leggingar frá fæðingarlækni eða ljósmóður. Konur sem tóku ekki fólasín á meðgöngu voru 23% (n=26) og 21,2% (n=24) kvenna tók hana óreglulega (tafla IV). Tafla 11. tnntaka kvenna á fólasíni fyrir núverandi meögöngu. Fjöldi Prósentur Svarmöguleikar (n) Engin taka fólasíns 90 79,6 Veit ekki um inntöku fólasíns 8 7,1 Já, daglega síöustu 4 vikurnar fyrir þungun 11 9,7 Já, óreglulega síöustu 4 vikurnar fyrir þungun 4 3,5 Samtals 113 100 Tafla III. Hvaöan konur fengu ráöleggingar um fólasín- töku fyrir núverandi meögöngu. Fjöldi Prósentur Svarmöguleikar (n) (%> Ekki ráölögö fólasíntaka 77 68,1 Ráðlögö fólasíntaka af 35 31,0 frá Ijósmóður 12 10,6 - heimilislækni 2 1,8 - fæöingarlækni 14 12,4 - öörum 7 6,2 Svar vantar 1 0,9 Samtals 113 100 Tafla IV. Inntaka kvenna á fólasíni á þessari meögöngu. Fjöldi Prósentur Svarmöguleikar (n) <%) Ekki tekið inn fólasín 26 23 Veit ekki hvort tekið fólasín 9 8 Já, daglega fyrstu 12 vikurnar eftir þungun 46 40,7 Já, óreglulega fyrstu 12 vikurnar eftir þungun 24 21,2 Svar vantar 8 7,1 Samtals 113 100 Tafla V. Hvaöan konur fá upplýsingar um forvarnargildi fólasíns fyrir þungun og á meö- göngu. Fjöldi Prósentur Svarmöguleikar (n) (%> Ekki heyrt um forvarnargildi fólasíns 34 30,1 Heyrt um forvarnargildi fólasíns 68 60,2 frá Ijósmóöur 16 14,2 - heimilislækni 3 2,7 - fæðingarlækni 20 17,7 - öðrum 29 25,7 Svar vantar 11 9,7 Samtals 113 100 Heyrl um forvarnargildi fólasíns: Alls svöruðu 30,1% (n=34) kvenna að þær hefðu ekki heyrt um forvam- argildi fólasíns. Meðal kvenna sem vissu af forvarnar- gildi fólasíns höfðu flestar verið upplýstar af heil- brigðisstarfsfólki (tafla V). Inntaka fólasíns í forvarnarskyni á nœstu meðgöngu: Af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni sögðust 77,9% (n=88) myndu taka fólasín á næstu meðgöngu, 2,7% (n=3) myndu ekki taka fólasín og 19,5% (n=22) voru óákveðnar. Umræða Sá fjöldi kvenna sem rannsóknin náði til er um það bil fjórðungur allra kvenna sem sóttu mæðravernd Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri umrætt ár. Rannsóknin var einungis gerð meðal barnshafandi kvenna sem sóttu mæðravernd á Akureyri, því er ekki hægt að fullyrða um þekkingu og notkun barns- hafandi kvenna á fólasíni annars staðar á landinu. Hins vegar mætti ætla að aldur, fjöldi fyrri fæðinga, hjúskaparstaða, menntun og fyrirfram ákveðnar þunganir séu svipaðar og hjá öðrum barnshafandi Læknablaðið 2002/88 217

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.