Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 42

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 42
FRÆÐIGREINAR / FÓLASÍNNOTKUN Á MEÐGÖNGU konum á íslandi, meðal annars vegna þess að svar- hlutl'all er mjög hátt eða 88,3%. Einnig er hægt að benda á að konurnar voru barnshafandi þegar þær svöruðu spurningalistanum og eykur það á áreiðanleika svaranna. Mjög fáar konur taka fólasín daglega fyrir þungun eða innan við 10%. Þetta er sambærilegt við eldri er- lendar rannsóknir (18). Svo virðist sem áróður heil- brigðisyfirvalda í nágrannalöndum hafi borið nokk- urn árangur því inntaka fólasíns hefur farið vaxandi (15,17). A þeim tíma sem rannsóknin fór fram var stefna íslenskra heilbrigðisyfirvalda varðandi notkun fólasíns barnshafandi kvenna í mótun og almenn tilmæli um notkun þess ekki hafin hér á landi. Þessar niðurstöð- ur má því nota til viðmiðunar síðar til að sjá hvort skipuleg kynning varðandi gagnsemi fólasíns til heil- brigðisstarfsfólks og kvenna á barneignaaldri skili árangri og til lengri tíma hvort hún leiði til fækkunar á miðtaugakerfisgöllum. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er fátítt að konum sé ráðlagt að taka fólasín fyrir þungun. Þær sem fá ráðleggingar um fólasíntöku eru líklegastar til að fá ráðleggingar frá fæðingarlæknum eða ljós- móður en sjaldnar frá öðrum og nær aldrei frá heim- ilislækni. Aldur, menntun, fyrri fæðingar og aldur fyrri barna virðist engin áhrif hafa á hvort konur taki fólasín fyrir þungun eða ekki. Um 40% kvenna taka fólasín reglulega á fyrstu mánuðum meðgöngu. Þetta eru mun fleiri en taka fólasín fyrir þungun og bendir til að konur fái fræðslu um gagnsemi fólasíns eftir að þær verða barnshafandi eða geri sér ekki grein fyrir gagnsemi fólasíntöku fyrir þungun. Einungis tæpur þriðjungur kvenna töldu sig ekki hafa heyrt um forvarnargildi fólasíns þegar rann- sóknin fór fram og er það sambærilegt við aðrar rannsóknir (19, 17). Athyglisvert er að fjórðungur kvenna hafði heyrt um forvarnargildi fólasíns annars staðar en frá heilbrigðisstarfsfólki og beinir það sjónum að því á hvaða vettvangi og hverjir séu best fallnir til að veita þessa fræðslu. Svo virðist sem inntaka fólasíns á meðgöngu og þekking um forvarnargildi fólasíns sé ekki nægjanleg til að konur hyggist taka fólasín í næstu meðgöngu eða þær hafi ekki skilið fullkomlega tilgang með töku fólasíns. Þetta er í samræmi við niðurstöður rann- sóknarinnar um litla fólasíntöku fyrir þungun og á meðgöngu þó þekking um forvarnargildi virðist koma fram og vera til staðar hjá flestum þeirra kvenna sem þátt tóku í rannsókninni. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðist ekki nægjan- legt að konan hafi heyrt um forvarnargildi fólasíns til að hún taki fólasín fyrir þungun og á meðgöngu í for- varnarskyni. Hvernig upplýsingum er komið á fram- færi og af hverjum gæti hugsanlega skipt máli í þessu sambandi. Meirihluti kvenna sem tók þátt í rannsókninni kveðst myndu taka fólasín í forvarnarskyni á næstu meðgöngu og stingur það í stúf við niðurstöður um litla fólasíntöku fyrir þungun og á meðgöngu. Þetta gæti hugsanlega bent til þess að kynningarblað rann- sóknarinnar hafi breytt afstöðu kvennanna og þær álitið fólasíntöku sjálfsagða hér eftir. Fram kom að 62,9% kvenna ákváðu þungun fyrir- fram og virðist það hlutfall eilítið hærra en í rann- sóknum erlendis (3, 16, 19). Því mætti ætla að fleiri konur tækju fólasín fyrir þungun ef þekking varðandi gagnsemi væri almenn meðal kvenna á íslandi. Fyrirfram ákveðnar þunganir eru sjaldgæfar hjá kon- um á aldrinum 15-24 ára samkvæmt þessari rannsókn og hjá þeim sem ganga með sitt fyrsta barn. Til að gagnsemi fólasíns nái til þessara kvenna og minnki líkur á miðtaugakerfisgöllum og afieiðingum þeirra verður fræðsla um forvarnargildi að beinast að öllum konum á barneignaaldri en ekki aðeins þeim sem ákveða þungun fyrirfram. Huga verður að því með hvaða hætti upplýsingum er komið á framfæri. Fræðsla til heilbrigðisstarfsfólks og almennings þarf að haldast í hendur til að vitneskja varðandi for- varnargildi verði sem víðtækust. Þannig verður þekk- ing um forvarnargildi fólasíns almenn í þjóðfélaginu og vænlegast að árangur náist. Þakklr Sérstakar þakkir fá ljósmæður og ritari mæðravernd- ar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri fyrir aðstoð við framkvæmd rannsóknarinnar. Vísindasjóður fé- lags íslenskra heimilislækna og Vísindasjóður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fá þakkir fyrir styrkveit- ingu til rannsóknarinnar. Einnig fær Grétar Þór Ey- þórsson framkvæmdarstjóri RHA þakkir fyrir töl- fræðilega úrvinnlu og Oskar Þór Halldórsson land- fræðingur fyrir yfirlestur handrits. Heimildir 1. The MRC Vitamin Research Study Group. Prevention of neural tube defects: Results of the Medical Research Council Vitamin Study. Lancet 1991; 338:131-7. 2. Laurence KM, James N, Miller MH, Tennant GB, Campbell H. Double-blind randomised controlled trial of folate treatment before conception to prevent recurrence of neural tube defects. Br Med J 1981; 282:1509-11. 3. Werler MM, Shapiro S, Mitchell AA. Periconceptional folic acid exposure and risk of occurrent neural tube defects. JAMA 1993; 269:1257-61. 4. Kirke PN, Daly LE, Molloy A, Weir DG, Scott JM. Maternal folate status and risk of neural tube defects, [letter]. Lancet 1996; 348: 67. 5. Centers for disease control. Recommendations for the use of folic acid to reduce the number of cases of spina bifida and other neural tube defects. Morb Mortal Wkly Rep 1992; 41 (no. RR-14). 6. Rasmussen LB, Andersen NL, Andersson G, Lange AP, Rasmussen K, Skak-Iversen L, et al. Folate and neural tube defects. Dan Med Bull 1998; 45: 213-7. 7. Tell GS, Vollset SE, Lande B, Pedersen JI, Loken EB, Jacobsen BK. Folat og helse-ny kunnskap og nye anbefalinger. Tidsskr Nor Lægeforen 1998; 118:3155-60. 8. Kihlberg R, Bui TH, Jorgensen C, Soderhjelm L. Folsyra 218 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.