Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 49

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / A F SJÓNARHÓLI STJÓRNAR L( Vaktafyrirkomulag á Landspítala í uppnámi Undanfarna mánuði hafa læknar á Landspítala háskólasjúkrahúsi verið að reikna út frítökurétt sinn. Er þetta gert til að framfylgja bókun 1 með kjara- samningi fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs ann- ars vegar og Læknafélags Islands hins vegar sem var undirritaður 2. júlí 2001. Samkvæmt þessu hafa lækn- ar sem vinna vaktavinnu við Landspítala háskóla- sjúkrahús þurft að reikna út hver fyrir sig hversu mik- inn áunninn frítökurétt þeir eiga eftir vaktir unnar frá 1. nóvember 1997. Mjög mismunandi er hversu mikil Hulda frí hafa safnast upp en hjá þeim læknum sem vinna Hjartardóttir svokallaðar staðarvaktir er um mjög langan tíma að ræða. Afleiðingar þessa geta verið margvíslegar. í fyrsta lagi er í sumum tilfellum um svo mikil frí að ræða að ekki er augljóst að hægt verði að veita leyfi frá störf- um nema verulega breytt vinnufyrirkomulag komi til og að ráða þurfi talsvert fleira fólk í vinnu svo það verði mögulegt að taka út þennan frítíma. í öðru lagi hefur yfirstjórn sjúkrahússins lýst því yfir að gera verði ráðstafanir til þess að þessi uppsöfnun frítöku- réttar hætti eða að minnsta kosti minnki stórlega. Til þess að það megi verða er Ijóst að núverandi vakta- fyrirkomulag verður að breytast þannig að læknar vinni aldrei meira en 13 tíma á sólarhring. Par að auki kalla þessar breytingar á aukinn fjölda lækna til að sinna þessum styttri vöktum. Lauslegir útreikningar mínir benda til að það gæti á næstu árum þurft 20- 30% fleiri lækna á deildir þar sem staðarvaktir eru nauðsynlegar til að sinna styttri vöktum og leysa af lækna í fríi. Ekki er líklegt að læknar verði tilbúnir að taka upp stórfelldar breytingar á vaktafyrirkomulagi nema búið verði að fjölga stöðum á viðkomandi deildum því annars hlýtur afleiðingin að verða ann- aðhvort stórlega aukið álag á þá lækna sem fyrir eru í vinnu og/eða verri þjónusta við sjúklinga. Eins og fjárhagsstaða Landspítala háskólasjúkrahúss er núna á ég ekki von á að það verði auðveldur róður að hrinda þessari nauðsynlegu fjölgun í framkvæmd. Nýtt vaktafyrirkomulag er nú til umræðu hjá deildum þar sem mikill frítökuréttur hefur áunnist og eru ýmsar hugmyndir í athugun þar sem notast er við fyrirmyndir erlendis frá. Styttri vaktir eru að sjálf- sögðu manneskjulegri og auðveldari og eru að því leyti mikil kjarabót en læknar eru lítt hrifnir af vakta- tilhögun þar sem binding um helgar er aukin. Auk þess hafa menn áhyggjur af því að í kjölfar styttri vakta og aukinna fría fylgi launalækkun. Það er því geysilega mikilvægt að skoða tillögur til breytinga á vinnufyrirkomulagi ofan í kjölinn þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að þær leiði til kaup- lækkunar og versnandi vinnuaðstöðu lækna. Petta eru atriði sem taka þarf með í reikninginn í yfirstand- andi samningum sjúkrahúslækna. Höfundur situr í stjórn Læknafélags íslands. Sjónarmiö þau er fram koma í pistlunum Af sjónarhóli stjórnar eru höfundar hverju sinni og ber ekki að taka sem samþykktir stjórnar LÍ. Læknablaðið 2002/88 225
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.