Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 58

Læknablaðið - 15.03.2002, Side 58
SCHERING Levonova HORMONALYKKJA Levónorgestrel 20 míkróg / 24 klst GETNAÐARVORN FYRIR KONUR SEM HAFA FÆTT - einnig meðan á brjóstagjöf stendur - ÖRYGGI SAMBÆRILEGT VIÐ ÓFRJÓSEMISAÐGERÐ Getnaðarvarnaráhrif hverfa um leið og lykkjan er fjarlægðn> BLÆÐINGAR MINNKA, styttast eða hverfa alveg. Dregur úr tíðaverkjum® V Levonova" Getnaðarvörn nýrrar aldar Levonova Leiras, 920074 LYKKJA I LEG (lyfjalykkja); G 03 A C 03. Hver lykkja inniheldur: Levonorgestrelum INN 52 mg: gefur frá sér 20 míkróg/24 klst. Ábendingar: Getnaðarvörn, miklar legblæðingar. Skammtar: Lykkja er sett í legið innan 7 daga frá upphafi tiðablæðinga. Levonova má setja í leg í fyrsta lagi 6 vikum eftir fæðingu. Lykkjuna á að fjarlægja eftir 5 ár. í upphafi losar lykkja 20 mikróg af levónorgestreíi á sólarhring. Frábendingar: Staðfest þungun eða grunur um þungun. Sýking í kynfærum. Staðfest eða grunur um meinsemd í legi eða leghálsi. Ósjúkdómsgreindar óeölilegar legblæðingar. Meðfædd eða áunninn afbrigðleiki í legi, þ.á.m. góðkynja bandvefsæxli ef þau aflaga legholið. Bráðir lifrarsjúkdómar eða lifraræxli. Segarek. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ef eitthvert af eftirfarandi er til staðar eða kemur fram í fyrsta skipti skal athuga hvort fjar- lægja þurfi lykkjuna eða nota megi hana í nánu samráði við sérfræðing: mígreni, versnandi mígreni, staðbundið mígreni með ósamhverfum sjónmissi eða öðrum einkennum sem geta bent til tímabundins blóðskorts í heila; alvarlegur nístandi höfuö- verkur; gula; greinileg aukning í blóðþrýstingi; staðfest eða grunur um hormónaháða æxlismyndun, þ.á.m. brjóstakrabba- mein, meinsemdir sem hafa áhrif á blóð eða hvítblæði; alvarlegir slagæðasjúkdómar eins og heilablóðfall eða kransæðastífla; segabláæðabólga. Gera skal viðeigandi sjúkdómsgreiningar og lækningafræðilegar ráöstafanir þegar í stað ef til staöar eru einkenni eða merki sem benda til blóðtappamyndunar í sjónhimnu; óútskýrður sjónmissir að hluta til eða alger, upphaf á út- eygð eða tvísýni, doppubjúgur eða æðaskemmd í sjónhimnu. Levónorgestrel í litlum skömmtum getur haft áhrif á sykurþol, og skal fylgjast með blóðstyrk glúkósa hjá sykursjúkum sem nota Levonova. Óreglulegar blæðingar geta dulið einkenni og merki um krabbamein í legslímhúð. Milliverkanir: Lyf sem örva lifrarensím geta skert virkni getnaðarvarnalyfja sem innihalda hormón þ.á.m. barbitúröt, fenýtóín, karbamazepín og rífampisín. Áhrif þessara lyfja á verkun Levonova hafa ekki veriö rannsökuð en þau eru ekki tal-. in mikilvæg því Levonova er aðallega staðbundin getnaðarvörn. Meðganga og brjóstagjöf: Meðganga: Ef þungun verður á meðan Levonova er notuð þarf að fjarlægja lykkjuna og íhuga ætti fóstureyðingu. Ef slíkt er ekki hægt á að upplýsa konuna um aö við notkun kopar- og plastlykkja er aukin áhætta sjálf- krafa fósturláts eða fyrirmálshríöa. Auk þess skal fylgjast vel meö slíkri meðgöngu. Vegnalegu sinnar í legi og staðbundinna áhrifa hormónsins, er ekki hægt að útiloka algjörlega að lyfið valdi fósturskaða (einkum aukin karlkynseinkenni fósturs). Klínísk reynsla af þungun þegar Levonova er notuð er takmörkuð vegna öflugra getnaðarvarnaráhrifa. Brjóstagjöf: Dags- skammtur og blóðþéttni levónorgestrels við notkun Levonova er lægri en eftir aðrar hormónagetnaðarvarnir. Levónorgestrel hefur greinst í brjóstamjólk kvenna. Hormónagetnaðarvarnir eru ekki ráðlagðar sem fyrsta val á getnaðarvörn hjá konum með barn á brjósti. Levonova kemur þó vel til greina sé gestagen getnaðarvörn talin viöeigandi. Aukaverkanir: Algengasta aukaverkun Levonova er breyting í tíðablæðingamynstri. Breytingin getur falið í sér blettablæð- ingar, styttri eöa lengri tíðablæðingar, óreglulegar blæðingar, tíöafæð/tíðateppu, miklar blæðingar, bakverki og tíöaþrautir. Truflun á tíðablæðingum veldur því að 9% þeirra sem nota Levonova hætta notkun fyrsta árið. Þungun sem verður þegar Levonova er notuð getur verið utanlegs. Grindarholssjúkdómar geta komið fram hjá þeim sem nota Levonova. Lykkjan eða hluti hennar getur fariö í gegnum legvegginn. Stærri eggbú (starfrænar blöörur á eggjastokkum) geta myndast. Meðhöndlun: Levonova er í dauðhreinsuðum pakkningum sem ekki á að opna fyrr en viö uppsetningu lykkjunnar. Viðhafa skal smitgát þegar lykkjan er meðhöndluð. Ef innsigli dauöhreinsaða pokans er rofið á að henda lykkjunni. Sérstakar leið- beiningar um uppsetningu er að finna í pakkningunni. Pakkningar og verð 1. Október 2000: 1 stk 15.207 kr. Afgreiðslutiihögun: Lyfið er lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: 0. Nán- ari upplýsingar í texta Sérlyfjaskrár. Handhafi markaðsleyfis: Schering AG. 5T”3j| Umboðsmaður á íslandi: Thorarensen Lyf ehf.. UIS-00-81. Thorarensen Lyf Heimildir: "’Andersen et al.Contraception 1994;49:56-72. “’Andersen ii io4 Rcykj.vfk simi 568 6044 Br.J.Obstet.Gynaecol. 1990;97:690-694. ÞÆGILEG: „Geymd og gleymd"

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.