Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 63

Læknablaðið - 15.03.2002, Síða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL LÆKNIS Páll Ólafsson Til Gísla Hjálmarssonar læknis Þröstur Haraldsson PÁLL Ólafsson er landspekktur fyrir uóð sín og tækifærisvísur. Hann var ákaflega hagmæltur og liggja eftir hann löng bréf til vina sinna, öll í bundnu máli. Meðal þessara bréfa er það sem hér birtist og er stílað á Gísla Hjálmarsson lækni í Höfða á Völl- um. Þar rekur Páll vandræði sín og heimilisfólksins út af veikindum aldraðs vinnumanns á bænum. Gísli var fjórðungslæknir í Austfirðingafjórðungi frá 1845 til 1860 þegar hann fékk lausn frá starfi. Svo vill til að hann fékk þá lausn 22. mars eða 11 dögum áður en Páll dagsetur ljóðabréf sitt. Gísli lést sjö ár- um síðar úr lifrarveiki, sextugur að aldri. Ljóðabréf- ið til Gísla birtist á bls. 257 í fyrra bindi Kvœða eftir Pál Ólafsson sem Skuggsjá gaf út árið 1984 en Sigur- borg Hilmarsdóttir annaðist þá útgáfu. Ekki eru varðveittar neinar heimildir um það hver svör Gísla voru við bréfinu né hversu langlífur vinnumaðurinn varð. Hins vegar geta læknar nútím- ans spreytt sig á að sjúkdómsgreina karl eftir lýsingu Páls. Væri gaman að heyra af niðurstöðum slíkrar sjúkdómsgreiningar og spillti ekki fyrir að hún væri í bundnu máli. En gefum Páli orðið: Fyrir allt gott við mig og mína megnar víst ekki þessi lína þér verðskuldaða þökk að tjá því ár og dag og allar stundir okkar þá bera saman fundir tryggð þín er við mig söm að sjá. Nú leist mér ekki neitt á þetta, nú lét ég hundrað dropum skvetta af kamfóru ofan í karlinn minn. Úr því fór honum ögn að hitna, ekki líkt því hann vildi svitna. Mér fannst hann skárri um morguninn. Síðasta bréfið síst ég þakka, seint held ég þurfi til að hlakka latínu-glósur frá þér fá. Fyrir það skaltu eitt í ausu orð hjá mér fá og hitt í klausu þegar mér auðnast þig að sjá. Útlagt ég heyra vobis vildi, ver þó ég omnipotens skildi, dens og cum ég kannast við. Ég held að þú sért rænu rændur að reka slíkt í óðalsbændur. Framvegis slíkt ég frá mér bið. Sjúkdómslýsingin: Nú er Guðmundur gamli veikur. Góði minn, ég er undur smeykur hann lalli ekki oftar við lömbin mín. Kvellingasamur sína daga sá hefir verið ei til baga. Líst mér því ráð að leita þín. Hann tók með köldu hérna um daginn, hlaupið var strax um allan bæinn, brekán og sængur fengust fljótt. Þakinn var karlinn þá í skyndi þó skalf hann eins og strá í vindi; þessi fjandi gekk fram á nótt. Hann var að spjalla um hitt og þetta, hélt sér mundi nú fara að létta, drjúgur í orði dál’tið var, skreið því á flakk og fór um bæinn en fram þegar tók að líða á daginn hann fékk tak undir herðarnar. Hann lagðist nú með háahljóðum, hér var ei völ á ráðum góðum, sent var á bæi bfld að fá; það var nú ekki um það að ræða, það heppnaðist og fór að blæða en blóðið var eins og blek að sjá. Niðurgang fékk hann nú með þessu næsta lítinn en fjandans pressu, hann eftir dægur hætti þó. Þar um mun lítil þörf ég ræði, það var sagt „eins og brúðarklæði," grænum lit á og gulum sló. Krótonolíu karl lét taka, kvenfólkið mátti hrygginn maka frá því um nón og fram á kveld. En þar mun aldrei brydda á bólu þótt borið sé á úr fullri skjólu. Það bítur ekki á hans bjarndýrsfeld. Læknablaðið 2002/88 239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.