Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 84

Læknablaðið - 15.03.2002, Page 84
NÁMSKEIÐ / þlNG HASKOLINN A AKUREYRI Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli Framundan er röð námskeiða sem stuðla eiga að aukinni menntun heilbrigðisstarfsfólks í dreifbýli. Má þar nefna námskeið í áfallahjálp, mæðra- og ungbarnavernd, stjórnun, upplýsingatækni, lyf-, skurð- og slysalækningum, en áformað er að í boði verði tvö námskeið á önn. Fyrstu tvö námskeiðin verða nú á vormisseri, þau eru: Myndgreining í umsjón Flalldórs Benediktssonar, yfirlæknis á myndgreiningardeild FSA. Fjallað verður um töku, framköllun og greiningu röntgenmynda. Námskeiðið verður haldið í húsnæði FIA á Sólborg 15. mars kl. 9:30-17:30 og á FSA 16. mars kl. 9:00-12:30. Bráðameðferð barna í umsjón Björns Gunnarssonar, barnalæknis á FSA. Fjallað verður um þjálfun starfs- fólks heilsugæslu í meðferð bráðveikra barna. Áhersla veróur lögð á skjóta greiningu og fyrstu meðferð al- gengra vandamála eins og andnauð, lost, eitranir, áverka og krampa. Námskeiðið verður haldið á Akureyri dagana 19. og 20. apríl. Upplýsingar og skráning er á skrifstofu RFIA í síma 463 0570, netfang rha@unak.is, fax 463 0997 og á heimasíðu FIA www.unak.is (símenntun) þar sem nákvæm dagskrá námskeiðanna kemur fram. Ferðaskrifstofa Akureyrar, sími 4600 600, hefur milligöngu um gistingu fyrir þá sem þess óska. Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulækna- félags íslands verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl næstkomandi. Á fimmtu- deginum verða flutt frjáls erindi og kynnt veggspjöld. Á föstudeginum verða aðalfundir Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands og rædd önnur mál tengd skurðlækningum og svæfingum. Fyrri daginn verða frjáls erindi lækna. Síðdegis verður málþing þar sem fjallað verður um umfang bráða- þjónustu á háskólaspítalanum, hvernig málum er háttað í dag og hvernig henni verði best fyrir komið eftir sameininguna. Síöari daginn halda frjáls erindi áfram en síðan verður málþing um hvernig fá megi sem mest út úrþvífjár- magni sem lagt er í skurðgeirann, hvernig heppilegast sé að blanda saman opinbera geiranum og hinum sem byggir meira á einkarekstri. Nánari upplýsingar um þingið veita: Helgi H. Sigurðsson, Landspítala Fossvogi og Sveinn Geir Einarsson, St. Jósefsspítala Hafnarfirði. Ritari þingsins er Margrét Aðalsteinsdóttir hjá Fræðslustofnun lækna, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, sími: 564 4100, bréfasími: 564 4106, netfang: magga@icemed.is 260 Læknablaðið 2002/88 i

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.