Læknablaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TILLAGA TIL LAGABREYTINGA
frá framangreindum félöguni lækna og vegna
cinstaklingsaöildar.
4. gr.
Heiðursfélagar
Aðalfundur getur kosið sem heiðursfélaga LI lækna
eða aðra, sem þess teljast maklegir. Skal það gert á
lögmætum aðalfundi og þarf samþykki a.m.k. 3/4
fulltrúa.
III. KAFLI:
Um aðalfund og formannafund
5. gr.
Aðalfundur - aukaaðalfundur
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins.
Aðalfund skal halda ár hvert á tímabilinu apríl-nóv-
ember. Aðalfund skal halda utan höfuðborgarsvæð-
isins eigi sjaldnar en þriðja hvert ár.
Stjórnin getur kvatt til aukaaðalfundar, ef hún telur
þess þörf. Óski a.m.k. 100 félagsmenn eftir að aðal-
fundarfulltrúar verði kallaðir saman til aukaaðal-
fundar ber stjórn LÍ að verða við því.
Stjórnin boðar til aðalfundar með minnst tveggja
mánaða fyrirvara og til aukaaðalfundar með minnst
fjögurra vikna fyrirvara.
í gerðabók félagsins skal rita stutta skýrslu um það,
sein gerist á aðalfundi og aukaaðalfundi, einkuni all-
ar fundarsaniþykktir. Fundargerðir skulu Iesnar upp
í fundarlok og bornar undir atkvæði. Fundarstjóra er
þó heiinilt, ineð samþykki fundarins, að fela fundar-
ritara að ganga síðar frá fundargerðinni. Fundar-
stjóri og fundarritari undirskrifa síðan fundargerð-
irnar. Þessi fundarskýrsla skal vera full sönnun þess,
er farið hefur fram á fundinum.
6. gr.
Kjör fulltrúa á aðalfund félagsins
(taka út Aðildarfélögin skulu senda fulltrúa á aðal-
fund LÍ.)
Á aðalfundi eiga sæti fulltrúar aðildarfélaga LÍ og
hver fulltrúi með kjörbréf hefur eitt atkvæði.
Kjör fulltrúa og (taka út varafulltrúa) varamanna
þeirra (taka út skal vera í samræmi við lög) fer fram
samkvæmt Iögum aðildarfélaga, og skulu þau til-
kynna (taka út nöfn fulltrúa) kjör þeirra til stjómar
LÍ eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund. (taka út
Hamli forföll, sem stjórnin tekur gild, er aðildarfélagi
heimilt að fela umboð sitt lækni eða læknum, búsett-
um utan félagssvæðisins; þó fer sami maður einungis
með eitt atkvæði.)
(taka út Svæðafélög) Aðildarfélög með færri en 20
félagsmenn og læknar með einstaklingsaðild kjósa
ekki fulltrúa á aðalfund en þó skulu þau svæðafélög
sem voru í LÍ árið 1994 kjósa a.m.k. einn fulltrúa á
aðalfund.
(taka út 11 félagar umfram margfeldi af 20 veita rétt
til full-trúa.) Aðildarfélög kjósa einn fulltrúa á
aðalfund fyrir hverja 20 félagsmenn og 11 félagar
umfram margfeldi af 20 veita rétt til fulltrúa. Jafn-
margir fulltrúar skulu kosnir til vara.
Félög íslenskra lækna erlendis með a.m.k. 10 félags-
menn skulu eiga rétt á einum fulltrúa hvert.
Sérhver læknir í (taka út svæðafélagi) aðildarfélagi
hefur rétt til að kjósa fulltrúa á aðalfund LÍ eftir
lögum þess félags. (Taka út Óski læknir eftir að kjósa
fulltrúa á aðalfund LÍ hjá öðru félagi lækna (t.d. sér-
greinafélagi, starfsgreinafélagi, félagi eldri lækna eða
unglæknafélagi), sem starfar á landsvísu - enda hafi
aðalfundur LÍ samþykkt lög viðkomandi félags -)
Læknir skal (taka út hann) tilkynna stjórn LÍ (taka út
það) bréflega fyrir 15. desember (taka út næsta ár á
undan) vilji hann flytja atkvæði sitt frá einu aðildar-
félagi til annars á aðalfundi næsta árs. Afrit bréfsins
skal senda viðkomandi (taka út svæðafélagi) aðildar-
félagi og því aðildarfélagi þar sem læknirinn ætlar að
nýta atkvæðisrétt sinn. Afturköllun tekur gildi næstu
áramót eftir skriflega tilkynningu læknis til viðkom-
andi aðildarfélags. Aðeins eitt aðildarfélag fer með
atkvæði læknis hverju sinni.
(Taka út Fjöldi þeirra lækna sem nýta sér framan-
greindan rétt skal dreginn frá skráðum meðlima-
fjölda viðkomandi svæðafélags við útreikning á full-
trúafjölda svæðafélaganna. Um kjör samkvæmt þess-
ari málsgrein og fjölda fulltrúa fer samkvæmt ákvæð-
um í 2. mgr. þessarar greinar.)
Stjórn LI skal fyrir 1. janúar ár hvert tilkynna við-
komandi félögum, hvaða læknar hafa flutt atkvæðis-
rétt sinn milli félaga.
Einstaklingsaðild að LÍ (taka út gefur) veitir ekki rétt
til að kjósa fulltrúa á aðalfund.
(Taka út Stjórn LÍ samþykkir lög félaga skv. 4. mgr.
þessarar greinar.)
7. gr.
Þátttaka í aðalfundi, útsending gagna o.fl.
Á aðalfundi eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og
atkvæðisrétti kjörnir fulltrúar samkvæmt 6. grein.
Læknablaðið 2002/88 659