Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 60
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILBRIGÐISMAL Ólafur Ólafsson Hærri dánartíðni er meðal sjúklinga er vistast á sjúkrahúsum sem rekin eru með gróðamarkmiði (for profit) en meðal sjúklinga er vistast á sjúkrahúsum sem ekki eru rekin með gróðamarkmiði (non profit). Þetta er niðurstaða rannsóknar McMaster háskól- ans í Ontario í Kanada og háskólans í Buffalo í Bandaríkjunum sem greint er frá í Canadian Medical Asscociation Journal 2002 (66:1399-406). Rannsóknin var gerð af „Framtíðarnefnd" Kan- ada um heilbrigðisþjónustu vegna umræðna er urðu þar í landi um að hleypa einkareknum „gróðasjúkra- húsum" inn á heilbrigðismarkaðinn. í Kanada eru 95% af sjúkrahúsum rekin af góðgerðar- og trúarfé- lögum (non profit) og meðal annars rtkisfjármögnuð með tryggingum síðan 1960. Rannsóknin náði til fleiri þúsunda sjúkrahúsa og 38 milljón sjúklinga er vistuðust á einkasjúkrahúsum reknum með gróða- hagsmunum og einkasjúkrahúsum þar sem gróða- hagsmunir voru ekki hafðir að leiðarljósi. Margir sjúklingar nutu Medicaretryggingar fyrir eldri sjúk- linga í Bandaríkjum en þær duga ekki til. I ljós kom að dánartíðni var 2% lægri á einkasjúkrahúsum sem rekin voru án gróðamarkmiða (non profit) en hinum. Ef skipulag bandarískra gróðasjúkrahúsa tækju yfir sjúkrahússkerfi Kanada mætti áætla að dauðs- föllum fjölgaði um 2000 eða um svipaðan fjölda og deyr. í Bandaríkjum mætti áætla að 14 000 fleiri sjúk- lingar mundu deyja á gróðasjúkrahúsum en 13% af sjúkrahúsum falla í þann flokk. Skýring rannsakanda á þessu mun vera eftirfarandi: Hluthafar gróða- sjúkrahúsanna vænta 10-15% arðs og sjúkrahúsin greiða skatta. Menn vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn, þess vegna er dregið úr gæðarekstri ef harðnar í ári. Niðurstaða formanns nefndavinnu var: „Vill ein- hver Kanadamaður semja af sér stærsta hlut sjúkra- hússgeirans sem er fjármagnaður af hinu opinbera til keðju gróðasjúkrahúsa eftir að hafa kynnt sér niður- stöðurnar." Eins og áður er komið fram er hlutfall greiðslna af vergri landsframleiðslu til heilbrigðis- mála 30-40% hærra í Bandaríkjum en í Kanada (sjá fyrri greinar.) í Bandari'kjunum starfa tvisvar sinnunt fleiri sér- fræðingar að ungbarnalækningum (neonatologists) og þar eru rnun fleiri vistrými á ungbarnagjörgæsludeild- um en í Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Eigi að síður er þar hærri tíðni léttburafæðinga (< 2500 gr) og ung- barnadauða (dánir innan mánaðar eftir fæðingu) en í síðastnefndu löndum. Þessar upplýsingar koma fram í breska lækna- blaðinu (BMJ) 8. júní 2002 og er vitnað í niðurstöður rannsókna sem birtust í Pediatric (2002:109; 1036-43). Rannsóknin var gerð af Dartmouth læknaskólanum í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði (neonatal mortality) var 23-56% hærri í Bandaríkjunum en í hinum lönd- um. Léttburafæðingar voru einnig algengastar í Banda- ríkjunum. Fjöldi ungbarna með fæðingarþyngd undir 1500 gr var 1,45% í Bandaríkjum en um 1 % í hinum Höfundur er löndunum. Leitað var skýringa á þessu. Fram kemur fyrrverandi landlæknir að í Bandaríkjunum búa aðeins um 86% af börnum og 78% af konum við tryggingar, en í hinum löndum búa börn undir 18 ára aldri og konur 18-44 ára við almannatryggingar. I Ástralíu, Kanada og Bretlandi er ungbarna- og mæðravernd kostuð af almannatryggingum. í Banda- ríkjum eru táningafæðingar algengastar og táningar eru oft ótryggðir og félitlir og leita því síður til mæðra- verndar vegna fjárskorts. Fram kemur að há tíðni létt- burafæðinga er ein aðalskýringin á fjölgun ungbama- dánartilfella. Fyrir um tíu árum, í tíð Sighvatar Björgvinssonar þáverandi heilbrigðisráðherra, kom fram tillaga um eigin greiðslur fyrir ungbarna- og mæðravernd. Til- lagan var jarðsett af ráðherra er landlæknir og fleiri aðilar lögðu fram svipaðar skýringar og hér hafa komið fram. Við Islendingar erum ennþá með einna sjaldgæfustu tilfellin af burðarmálsdauða í heimi. 672 Læknablaðið 2002/88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.