Læknablaðið - 15.09.2002, Blaðsíða 91
MINNISBLAÐ
Læknar gegn tóbaki
Félagið Læknar gegn tóbaki, kynnir
ráðstefnuhald og félagsfund sem verður
síðar í haust.
Ráðstefnan Loft 2002
Dagana 27.-28. september nk. verður hald-
in í Mývatnssveit ráðstefna um stöðu reyk-
inga og tóbaksvarna á íslandi. Ráðstefnan
ber yfirskriftina Loft 2002 og þar verður
sérstaklega fjallað um samtalstækni um lífs-
stflsbreytingar. Dagskráin er í formi fyrir-
lestra, veggspjalda og vinnuhópa. Fyrirles-
arar eru innlendir og erlendir, m.a. læknar,
lögfræðingur, sálfræðingur, hjúkrunarfræð-
ingar og tannlæknir. Ur hópi þeirra má
nefna Hans Gilljam sænskan lækni, sér-
fræðing í lungnasjúkdómum og klínískum
tóbaksvörnum sem fjallar um þær og lýð-
heilsu næstu áratugi, Torgny Svensson pró-
fessor við Karolinska Institutet en hann
hefur um árabil unnið að rannsóknum á
nikótínfíkn og íjallar um hugsanlega bólu-
setningu gegn henni, Ásgeir R. Helgason
sálfræðing og doktor í heilbrigðisvísindum
sem fjallar um reynsluna af „reyksímum"
(quit-lines) í klínískum tóbaksvörnum.
Ástæða er til að hvetja lækna úr öllum sér-
greinum að sækja þessa ráðstefnu.
Skráning og nánari upplýsingar eru hjá
Ferðaskrifstofu íslands, sfmi: 585 4374, fax:
585 4390, netfang: bjorkb@icelandtravel.is
og rafræn skráning er á: www.heilhus.is
Félagsfundur
Stefnt er að fundi í félaginu síðar í haust,
sennilega í tengslum við aðalfund LÍ og
verður það auglýst nánar síðar. Vilji er fyrir
hendi til að efla félagið og starf þess. Þeir
sem áhuga hafa á að kynna sér þetta nánar
hafi samband við Pétur Heimisson petur@
hsa.is eða í síma 471 1400 og 860 6830.
Stjórnin
Læknar í
rekstri
Aðstoðum lækna víð
• val á rekstrarformi
• stofnun félags
• bókhald
• ársreikningagerð
• skattframtalsgerð
• aðra ráðgjöf
Deloitte
& Touche hf.
Stórhöfða 23
110 Reykjavík,
sími 580 3000
www.deloitte.is
ZYBAN FORÐATÖFLUR; N06 A X 12 R0
Hver tafla inniheldur: Bupropionum INN, klórfð, 150 mg. Ábendingar: Zyban töflur eru ætlaðar, ásamt stuðningsmeðferð, til að aðstoða sjúklinga sem háðir eru nikótfni við að hætta reykingum.
Skammtar og lyfjagjöf: Meðferð ætti að vara í 7-9 vikur. Þó ekki sé búist við fráhvarfseinkennum þegar hætt er að taka Zyban, mætti fhuga að hætta (áföngum. Ef engin áhrif sjást eftir sjö vikur
ber að stöðva meðferð. Mælt er með að meðferð hefjist á meðan sjúklingur reykir ennþá og að viðkomandi velji sér dag til að hætta innan tveggja vikna frá upphafi Zyban-meðferðar, helst f seinni
vikunni. Upphafsskammtur er 150 mg einu sinni á dag, I sex daga. Hann er sfðan aukinn á sjöunda degi í 150 mg tvisvar á dag. Að minnsta kosti 8 klst. þurfa að Ifða á milli skammta. Það má ekki
taka meira en 150 mg (einum skammti og hámarksdagsskammtur er 300 mg. Ekki er mælt með notkun lyfsins hiá yngri sjúklingum en 18 ára þar sem örýggi og virkni lyfsins hefur ekki verið metin
hjá þessum aldurshópi. Gæta skal varúðar þegar Zyban er gefið öldruðum. Ekki er hægt að útiloka aukið næmi hjá sumum öldruðum einstaklingum. Ráðlagður skammtur fyrir aldraða er 150 mg
emu sinni á dag. Gæta skal varúðar þegar Zyban er gefið sjuklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Vegna aukins breytileika f lyfjahvörfum hjá sjúklingum með væga eða nokkra skerðingu á
lifrar- eða nýrnastarfsemi er ráðlaaður skammtur handa þessum sjúklingum 150 mg einu sinni á dag. Frábendingar: Eftirtaldir sjúklingar mega ekki nota Zyban: Sjúklingar sem hafa ofnæmi fyrir
búprópfóni eða öðrum innihaldsetnum lyfsins, sjúklingar með krampa eða eínhverja fyrri sögu um krampa, sjúklingar með æxli f miðtaugakerfi, sjúklingar sem greindir hafa verið með lotugræogi
eða lystarstol, sjúklingar með alvarlega skorpulifur, sjúklingar með sögu um geðhvarfasýki (bipolar disorder). Þeqar hætta er á áfenqisfráhvarfseinkennum eða þegar langtfmanotkun benzódfazepfna
er hætt snögqlega má ekki nota Zyban. Ekki má nota Zyban og MAO-hemla samtlmis. A.m.k. 14 daqar ættu ao Ifða frá þvf að meðferð með MAO-blokkum með óafturkræfa verkun lýkur og þar til
meðferð með búprópíóni hefst. Varúð: Það má ekki nota stærri skammta af búprópfóni en ráðlagoir eru þar sem aukin hætta virðist vera á krömpum með hækkandi skömmtum af búprópíóni.
Við skammtastærðir allt að ráðlögðum hámarksskammti (300 mg á dag), er tfðni krampa um það bil 0,1% (1/1000). Það er aukin hætta á krömpum samfara notkun á Zyban þegar áhættuþættir
sem leitt geta til lægri krampaþröskuldar eru til staðar. Það má ekki nota búprópfón hjá sjúklingum með fyrirliggjandi áhættuþætti nema að hugsanlegur heilsufarslegur ávinningur af því að nætta
reykingum vegi þyngra en hugsanlega aukin áhætta á krömpum. Hjá slíkum sjúklingum ætti að íhuga 150 mg hámarksskammt allan meðferðartímann. Skoða ætti alla sjúklinga með tilliti til fyrirliggiandi
áhættuþátta, svo sem: 1: samtlmis notkun annarra lyfja sem vitað er að geta lækkað krampaþröskuldinn (t.d. geðlyf, þunglyndislyf, lyf qegn malarlu, tramadól, teófýllfn, sterar til inntöku, klnólónar
og slævandi andhistamln). 2: Misnotkun áfenais. 3: Saga um höfuðáverka. sykursýki meðhöndlaða með blóðsykurslækkandi lyfjum eOa insúlfni. 4: Notkun örvandi lyfja eða megrunarlyfja. Hætta
þarf notkun á Zyban og ekki hefja hana aftur hjá sjúklingum sem fá krampa meðan á meðferð stendur. Vegna milliverkana er tengjast lyfjahvörfum, geturþéttni búprópíóns eða umbrotsefna þess
breyst og hætta á aukaverkunum (t.d munnþurrki, svefnleysi, flogum) þar með aukist. Því ber að gæta varúðar þegar búprópíón er gefið samtfmis öðrum lytjum sem geta ön/að eða hindrað umbrot
þess. Búprópíón hindrar umbrot sem á sér stað fyrir tilstilli cýtókróm P450 2D6. Ráðlegt er að gæta varúðar þegar lyf sem umbrotið er af þessu enzými er gefið samtfmis Zyban. Takmarkaðar upplýsingar
úr kllnfskum rannsóknum benda til þess að betri árangur náist við að hætta að reykja með samtfmis notkun Zyban og nikótfnlyfja. Hins vegar parf að gæta varúðar þegar lyfin eru notuð samtlmis
og fylgjast þarf með því vikulega hvort meðferðin valdi hækkuðum blóðþrýstingi. Læknar ættu að kynna sér lyfjaskrártexta fyrir nikótlnforðaplástra áður en þeim er ávísað samtfmis Zyban. Ofnæmi:
Stöðva ber notkun á Zyban ef ofnæmisviðbrögð (t.d útbrot, kláði, verkur fyrir brjósti, bjúgur eða mæði) koma fram hjá sjúklingum meðan á meðferð stendur. Liðverkir, vöðvaverkir og niti hafa einnig
komið fram f tengslum við útbrot og önnur einkenni sem benda til síðbúins ofnæmis. Þessi einkenni geta líkst blóðvatnsveiki (serum sickness) (Siá kafla um Aukaverkanir). Einkennin hafa gengið til
baka hjá flestum sjúklinqum þegar búprópíónmeðferð hefur verið hætt og meðferð með andhistamfnum eða barksterum hafin. Þau hafa svo horfið með tímanum. Sérstakir sjúklingahópar: Búprópfón
er umbrotið að stórum nluta f virk umbrotsefni f lifur, sem eru umbrotin trekar. Ekki sást tölfræðilega marktækur munur á lyfjahvörfum búprópíóns hjá sjúklingum með væga til talsverða skerðingu
á lifrarstarfsemi, I samanburði við heilbrigða sjálfboðaliða, en þéttni búprópfóns I blóði var breytiíegri hjá sjúklingunum. Þvi ber að gæta varúðar þegar Zyban er gefið sjuklingum með væga eða
talsverða skerðingu á lifrarstarfsemi. Ráðlagður skammtur fyrir þessa sjúklinga er 150 mg einu sinni á dag. Fylgjast ætti með sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi með tilliti til hugsanlegra aukaverkana
(t.d. svefnleysis, munnþurrks, floga) sem gætu bent til hækkaðrar þéttni Tyfsins eða umbrotsefna þess. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi voru ekki rannsakaðir. Búprópíón er skilið út f þvagi,
aðallega f formi umbrotsefna þess. Þess vegna er ráðlagður skammtur handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi 150 mg, einu sinni á dag, þar sem búprópíón og umbrotsefni þess geta safnast
upp hjá slíkum siúklingum í meiri mæli en venjulegt er. Fylgjast ætti með sjúklingum með tilliti til hugsanlegra aukaverkana vegna hækkaðrar þéttni lyfsins og umbrotsefna þess. Klínfsk reynsla hefur
ekki leitt f Ijós að aldraðir þoli búprópfón á annan hátt en aðrir fullorðnir siúklingar. Hins vegar er ekki hægt að útiloka aukið næmi aldraðra einstaklmga fynr lyfinu. Aldraðir sjúklingar eru Ifklegri til
að hafa skerta nýrnastarfsemi oq bess vegna er ráðlagður skammtur handa þeim 150 mg, einu sinni á dag. Þar sem lyfjafræði búpróplóns og sumra geðdeyfðarlyfja er svipuð, er hætta á að Zyban
geti leitt til geðvandamála hjá víðkvæmum sjúklingum. Niðurstöður dýratilrauna gefa tilxynna hættu á misnotkun lytsms. Hinsvegar benda rannsóknir á tilhneigingu manna til að misnota lyfið og
víðtæk klfnísk reynsla til lítillar hættu á misnotkun á búprópíóns. Milliverkanir: Sjúklingar sem nota lyf sem vitað er að lækka krampaþröskuldinn, ættu ekki að fá Zyban nema að hugsanlegur
heilsufarslegur ávinningur af þvf að hætta reykingum vegi þyngra en hugsanleqa aukin áhætta á krömpum. Reykingum fylgir aukin CYP1 A2-virkni. Eftir að reykingum er hætt getur dregið úr úthreinsun
beirra lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli þessa enzýms. Þetta getur leitt til hækkaðrar þéttni þessara lyfja. Þetta getur einkum haft þýðingu fyrir lyf sem aðallega eru umbrotin af CYP1A2 og hafa
lækningagildi á þröngu þéttnisviði (t.d. teófýllfn, takrín, klózapfn). Klínískar afleiðingar þess að hætta að reykja á önnur lyf sem aðallega eru umbrotin af CYP1A2 (t.d. fmipramín, ólanzapfn, klómlpramfn
og flúvoxamín) eru ekki þekktar. Þrátt fyrir að búprópfón sé ekki umbrotið af ísóenzými CYP2D6, hafa rannsóknir in vitro á P450 ur mönnum sýnt fram á að búprópíón og hýdroxýbúprópfón hemja
CYP2D6 ferlið. Við rannsókn á lyfiahvörfum hjá mönnum olli samtímis notkun heilbrigðra sjálfboðaliða á búpróplónklóríði og desfpramfni, sem vitað var að höfðu umfangsmikið umbrot á fsóenzými
CYP2D6, fimmfaldri aukningu á AUC og tvöfaldri aukningu á Cmax fyrir deslpramfn. Hindrun CYP2D6 var til staðar I a.m.k 7 daga eftir slðasta skammt búprópfónklórfðs. Notkun á Zyban samtlmis
öðrum lyfjum sem CYP2D6 umbrýtur, hefur ekki verið rannsökuð sérstaklega. Þess vegna ætti að hefja meðferð með lyfjum sem að mestum hluta eru umbrotin fyrir tilstilli þessa Isóenzýms og hafa
lækningargildi á þröngu þéttnisviði, þ.m.t. ákveðnum bunglyndislyfjum (t.d. desfpramfn, ímfpramln, paroxetfn), geðlyfjum (t.d. rísperldón, tfórídazfn) betablokkum (t.d. metóprólól) og lyfjum við
hjartsláttaróreglu af flokki 1 C (t.d. própafón, flecafnfd) I tíltölulega lágum skömmtum. Niðurstöður m vitro rannsókna benda til þess að búprópfón sé umbrotið I hýdroxýbúprópíón, helsta virka
umbrotsefni búpróplóns, að mestu fyrir tilstuðlan cýtokróm P450 CYP2B6. Þess vegna er þörf á sérstakri aðgæslu þegar Zyban er gefið samtfmis lyfjum sem vitað er að nafa áhrif á CYP2B6 fsóenzým
(t.d. orfenadrín, cýklófosfamfð, ísófosfamíð). Nikótínforðaplástrar höfðu ekki áhrif á lyfjahvörf búprópfóns og umbrotsefna þess. Vegna þess að búprópfón er að stórum hluta umbrotið, þarf að
gæta varúðar þegar það er notað samtímis lyfjum sem örva umbrot (t.d. karbamazepín, fenóbarbítal. fenýtófn) eða lyfjum sem hemja umbrot (t.d. valpróat), þar sem þau geta haft áhrif á klfnfska
virkni og örygqi þess. Rannsókn leiddi í Ijós að Cmax og AUC fyrir búpróplón, treóhýdróbúpróplón og erýtróhýdróDúprófón minnkaði um 85% og jókst um 50% fyrir hýdroxýbúprópfón þegar
búprópíón töflur (venjulegar töflur) voru qefnar samtfmis karbamazepfni. Rannsókn leiddi f Ijós að AUC fyrir hýdroxýbuprópfón tvöfaldaðist næstum pegar búprópfón (venjulegar töflur) var gefið
um leið og valpróat. Engin áhrif sáust á lytjahvörf búprópfóns og umbrotsefnanna treóhýdróbúpróplón og erýtróhýdróbúprófón. Eðli þessarar milliverkunar er ekki þekkt. Gæta þarf varúðar þegar
Zyban er gefið sjúklinqum sem samtfmis fá levódópa. Takmarkaðar klfnfskar upplýsingar benda til hærri tfðm auxaverxana (t.d. ógleði, uppköst, órói, eirðarleysi og skjálrti) Meðganga og brjóstagjöf:
Ekki hefur verið sýnt tram á að óhætt sé að nota Zyban á meðgöngu. Það ætti að nvetja þungðar konur til að hætta að reykja án lyfjameðferðar. Ekki ætti að nota Zyban á meðgöngu. Vegna pess
að búprópfón og umbrotsefni þess eru skilin út f brjóstamjólk ber að ráða mæðrum frá þvf að hafa börn á brjósti þegar þær nota Zyban. Akstur og stjórnun vinnuvéla: Eins og önnur lyf sem
verka á miðtaugakerfið getur búprópíón haft áhrif á aðgerðir sem krefjast dómgreindar eða athyqli eða hreyfistjórnunar. Einnig hefur verið greint frá þvf að zyban hafi valdið svima eða ringli. Sjúxlingar
þurfa þvf að gæta varúðar við akstur eða stjórnun véla par til að þeir eru vissir um að Zyban skerði ekki hæfni peirra. Aukaverkanir: Eftirgreindar aukaverkanir hafa komið fram I klfnlskum tiíraunum.
Mikilvægt er að athuga að nikótlnfráhvarfseinkenni (t.d. óróleiki, svefnleysi, skjálfti, svitakóf) koma oft fram þegar fólk hættir að reykja. Sum þessara einkenna greinast einnig sem aukaverkanir af
völdum Zyban. Algengar (> 1 %): Almennar: Hiti. Meltingarfæri: _Munnþurrkur, meltingartruflanir, þ.m.t. ógleði og uppköst, kviðverkir, hægðatregða. Miðtaugakerfi: Svefnleysi, skjálfti, skert einbeiting,
höfuðverkur, svimi, geðdeyfð, eirðarleysi, kvfði. Húð/ofnæmi: Útbrot, kláði, aukin svitamyndun, ofnæmisviðbrögð svo sem ofsakláði. Skynfæri: Truflað bragðskyn. Sjaldgæfar (0,1-1 %): Almennar:
Brjóstverkur, þróttleysi. Hjarta og æðakerfi: Hraðtaktur, hækkaður blóðþrýstingur (stundum alvarlega), roði. Miðtaugakerfi: Rugl. Innkirtlar og efnaskipti: Lystarlevsi. Skyntæri: Eyrnasuð, sjóntruflanir.
Mjög sjaldgæfar (< 0,1 %): Hjarta og æðakerfi: Æðaútvfkkun, réttstöðuþrýstinqsfall, yfirlið. Miðtaugakerfi: Krampi, tíðni er um það bil 0,1 %. Algengastur er pankippakrampi og stundum verður
vart við rugl og mínnisleysi að þeim loknum. Húð/ofnæmi: Alvarleg ofnæmisviobrögð, þ.m.t. ofsabjúgur, andþrengsli/berkjukrampi og ofnæmislost. Liðverkir, vöðvaverkir og niti nafa einnig komið
fram I tengslum við útbrot og önnur einkenni sem benda til slðbúins ofnæmis. Þessi einkenni geta líkst blóðvatnsveiki (serum sickness). Einnig hefur verið greint frá regnbogaroðasótt (etythema
multiforme) og Stevens Johnson heilkenni Pakkningar: 60 stk. þynnupakkað og 100 stk. þynnupakkað. Hámarksverð 1. júll 2002: 60 stk. 9.121, 100 stk. 12.883. Heimildir: 1: Sérlyfjaskrá. 2:
Ascher JA, CoTe JO, Colin JN et al. Bupropion: A review of its mechanism of antidepressant activity. J Clin Psychiatry 1995; 56:395-401. 3: Hurt RD, Sachs DPL, Glover ED et al. A comparison of
sustained-release bupropion and placebo for smoking cesation. N Engl J Med 1997; 337:1195-1202. 4: Leshner AÍ. Understanding drug addiction: Implications for treatment. Hospital Practice.
October 15, 1996:47-59. 5: Pontieri FE, Gianluigi T, OrziF et al. Effects of nicotine on the nudeus accumbens and similarity of those ot addictive drugs. Nature 1996;382:255-257. 01.07.02. Styttur
sérlyfjaskrártexti. Sjá nánar f Sérlyfjaskrá eða á heimasíðu Lyfjastofnunar.
Læknablaðið 2002/88 703