Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 60

Læknablaðið - 15.09.2002, Side 60
UMRÆÐA & FRETTIR / HEILBRIGÐISMAL Ólafur Ólafsson Hærri dánartíðni er meðal sjúklinga er vistast á sjúkrahúsum sem rekin eru með gróðamarkmiði (for profit) en meðal sjúklinga er vistast á sjúkrahúsum sem ekki eru rekin með gróðamarkmiði (non profit). Þetta er niðurstaða rannsóknar McMaster háskól- ans í Ontario í Kanada og háskólans í Buffalo í Bandaríkjunum sem greint er frá í Canadian Medical Asscociation Journal 2002 (66:1399-406). Rannsóknin var gerð af „Framtíðarnefnd" Kan- ada um heilbrigðisþjónustu vegna umræðna er urðu þar í landi um að hleypa einkareknum „gróðasjúkra- húsum" inn á heilbrigðismarkaðinn. í Kanada eru 95% af sjúkrahúsum rekin af góðgerðar- og trúarfé- lögum (non profit) og meðal annars rtkisfjármögnuð með tryggingum síðan 1960. Rannsóknin náði til fleiri þúsunda sjúkrahúsa og 38 milljón sjúklinga er vistuðust á einkasjúkrahúsum reknum með gróða- hagsmunum og einkasjúkrahúsum þar sem gróða- hagsmunir voru ekki hafðir að leiðarljósi. Margir sjúklingar nutu Medicaretryggingar fyrir eldri sjúk- linga í Bandaríkjum en þær duga ekki til. I ljós kom að dánartíðni var 2% lægri á einkasjúkrahúsum sem rekin voru án gróðamarkmiða (non profit) en hinum. Ef skipulag bandarískra gróðasjúkrahúsa tækju yfir sjúkrahússkerfi Kanada mætti áætla að dauðs- föllum fjölgaði um 2000 eða um svipaðan fjölda og deyr. í Bandaríkjum mætti áætla að 14 000 fleiri sjúk- lingar mundu deyja á gróðasjúkrahúsum en 13% af sjúkrahúsum falla í þann flokk. Skýring rannsakanda á þessu mun vera eftirfarandi: Hluthafar gróða- sjúkrahúsanna vænta 10-15% arðs og sjúkrahúsin greiða skatta. Menn vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn, þess vegna er dregið úr gæðarekstri ef harðnar í ári. Niðurstaða formanns nefndavinnu var: „Vill ein- hver Kanadamaður semja af sér stærsta hlut sjúkra- hússgeirans sem er fjármagnaður af hinu opinbera til keðju gróðasjúkrahúsa eftir að hafa kynnt sér niður- stöðurnar." Eins og áður er komið fram er hlutfall greiðslna af vergri landsframleiðslu til heilbrigðis- mála 30-40% hærra í Bandaríkjum en í Kanada (sjá fyrri greinar.) í Bandari'kjunum starfa tvisvar sinnunt fleiri sér- fræðingar að ungbarnalækningum (neonatologists) og þar eru rnun fleiri vistrými á ungbarnagjörgæsludeild- um en í Bretlandi, Kanada og Ástralíu. Eigi að síður er þar hærri tíðni léttburafæðinga (< 2500 gr) og ung- barnadauða (dánir innan mánaðar eftir fæðingu) en í síðastnefndu löndum. Þessar upplýsingar koma fram í breska lækna- blaðinu (BMJ) 8. júní 2002 og er vitnað í niðurstöður rannsókna sem birtust í Pediatric (2002:109; 1036-43). Rannsóknin var gerð af Dartmouth læknaskólanum í Bandaríkjunum. Ungbarnadauði (neonatal mortality) var 23-56% hærri í Bandaríkjunum en í hinum lönd- um. Léttburafæðingar voru einnig algengastar í Banda- ríkjunum. Fjöldi ungbarna með fæðingarþyngd undir 1500 gr var 1,45% í Bandaríkjum en um 1 % í hinum Höfundur er löndunum. Leitað var skýringa á þessu. Fram kemur fyrrverandi landlæknir að í Bandaríkjunum búa aðeins um 86% af börnum og 78% af konum við tryggingar, en í hinum löndum búa börn undir 18 ára aldri og konur 18-44 ára við almannatryggingar. I Ástralíu, Kanada og Bretlandi er ungbarna- og mæðravernd kostuð af almannatryggingum. í Banda- ríkjum eru táningafæðingar algengastar og táningar eru oft ótryggðir og félitlir og leita því síður til mæðra- verndar vegna fjárskorts. Fram kemur að há tíðni létt- burafæðinga er ein aðalskýringin á fjölgun ungbama- dánartilfella. Fyrir um tíu árum, í tíð Sighvatar Björgvinssonar þáverandi heilbrigðisráðherra, kom fram tillaga um eigin greiðslur fyrir ungbarna- og mæðravernd. Til- lagan var jarðsett af ráðherra er landlæknir og fleiri aðilar lögðu fram svipaðar skýringar og hér hafa komið fram. Við Islendingar erum ennþá með einna sjaldgæfustu tilfellin af burðarmálsdauða í heimi. 672 Læknablaðið 2002/88

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.