Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 26
FRÆÐIGREINAR / KRANSÆÐAVÍKKANIR
Umræða
Núverandi rannsóknaruppgjör sýnir að frumár-
angur kransæðavíkkana hér á landi er jafn góður
hjá kynjunum, þó hlutfallslega fleiri konur væru
eldri að árum og með áhættuþætti. Alvarlegir
fylgikvillar og dauði í sjúkrahúslegu var einnig
álíka, nema hvað náravandamál á stungustað voru
algengari hjá konum, eins og í annarri rannsókn
(6). Hugsanleg skýring er að konur séu að jafnaði
með grennri náraslagæðar en karlar og skaði eftir
æðaslíður því meiri. Nárafylgikvillum gæti fækkað
þegar stungustað er lokað með innanæðasaumun
eða æðatappa, eins og nú tíðkast.
í núverandi rannsókn voru hlutfallslega fleiri
konur en karlar með hvikula hjartaöng. FRISC II
rannsóknin bar saman árangur þess að gera
snemma kransæðavíkkun hjá sjúklingum með
hvikula hjartaöng eða meðhöndla þá á hefðbund-
inn hátt og mat líka hvort munur væri á milli kynja
(9). Konurnar voru að jafnaði eldri en þó með væg-
ari kransæðasjúkdóm, horfur þeirra voru betri með
hefðbundinni meðferð og bötnuðu ekki þó þær
færu snemma í kransæðavíkkun (9). Hvikul hjarta-
öng er klínískt vandgreindari hjá konum en körl-
um. í íslenskri rannsókn voru hlutfallslega fleiri
konur sem taldar voru með hvikula hjartaöng með
eðlilegar kransæðar en karlar (11). Ef staðfest
blóðþurrð er til staðar eftir hjartadrep farnast kon-
um hins vegar jafn vel og körlum eftir kransæða-
víkkun, þó þær hafi meiri hjartaöng við langtíma-
eftirlit (12). Hugsanleg skýring á því eru meiri end-
urþrengsli hjá konum en körlum. í einni rannsókn
var endurvíkkun á sömu þrengslum innan 30 daga
algengari hjá konum, en ári eftir aðgerð hjá körlum
(5). í núverandi og erlendri rannsókn var víkkun á
klínískum endurþrengslum hins vegar jafn algeng
milli kynja (13). Tíðni endurþrengsla á kransæða-
mynd er ýmist talin aukin hjá konum (13), eða
svipuð og hjá körlum (8). Endurþrengsli koma síð-
ur með notkun stoðneta sem í núverandi rannsókn
var í heild 41%, en var orðin 78% árið 2000.
Fyrir tíma stoðneta var frumárangur kransæða-
víkkana talinn lakari hjá konum en körlum, fylgi-
kvillar algengari og dánartíðni á sjúkrahúsi hærri
(1, 2). Langtímahorfur eftir belgvíkkun voru samt
sambærilegar hjá kynjunum (2). Þó stoðnet bæltu
frumárangur við víkkun hjá báðum kynjum var
hann ýmist talinn lakari hjá konum en körlum eða
svipaður (14, 15). Fylgikvillar voru áfram algeng-
ari hjá konum í sumum rannsóknum (3-5), en ekki
í öðrum (15). Langtímaárangur einu til tveim
árum eftir víkkun með stoðneti var þó í heild sam-
bærilegur hjá kynjunum (3, 5). Hlutfallslega fleiri
konur en karlar sem fara í kransæðavíkkun eru
eldri, smávaxnari og með fleiri áhættuþætti eins og
sykursýki (3, 5). Þótt leiðrétt sé fyrir þennan mun
er kvenkyn samt sjálfstæður áhættuþáttur fyrir
verri víkkunarárangri og auknum dánarlíkum í
sumum rannsóknum (2, 3,15), en ekki öðrum (7).
Aðaláhættuþáttur fyrir lakari horfum eftir víkkun
með stoðneti er sykursýki hjá konum, en aldur hjá
körlum (5), en aðrir þættir virðast líka hafa áhrif.
Konur eru jafnan með betri starfsemi á vinstri
slegli en karlar og hjá þeim er háþrýstingur al-
gengari (2). Hjartavöðvaþykknun sem leiðir til
hlébilstruflunar á vinstri slegli og hjartabilunar er
algengari hjá konum (16). Þær eru því ef til vill við-
kvæmari fyrir truflun á starfsemi vinstri slegils í
víkkunaraðgerð, til dæmis vegna lyfjagjafa eða
tímabundinnar blóðþurrðar og kann það að hafa
áhrif á horfur (2). Ennfremur má að hluta rekja
auknar dánarlíkur kvenna eftir kransæðavíkkun
til annarra sjúkdóma en í hjarta (6).
Sjúklingar með kransæðastíflu fara nú í auknum
mæli í kransæðamynd og víkkun fyrir útskrift. Lík-
ur á dauða eftir kransæðastíflu eru meiri hjá kon-
um en körlum, vegna hærri aldurs og fleiri áhættu-
þátta (1, 17). Kransæðasjúkdómur er talinn van-
greindur hjá konur, þær fara sjaldnar í kransæða-
mynd en karlar, fá ekki eins virka meðferð við
hjartadrepi og með lakari árangri (18-20). Oleið-
réttar dánarlíkur innan 30 daga frá hjartadrepi eru
tvöfalt hærri hjá konum en körlum, en áhættuhlut-
fallið lækkar í 0,75 þegar leiðrétt er fyrir áhættu-
þætti og meðferðarmun (21). Ein rannsókn sýndi
að eftir hjartadrep eru lífshorfur lakari hjá konum
en körlum í aldurshópnum 50 ára og yngri, en verri
hjá körlum í hópi 70 ára og eldri (22). Ef sjúklingar
með hjartadrep eru hins vegar flokkaðir eftir
klínískum leiðbeiningum eru kynin jafn líkleg til að
fara í kransæðamyndatöku, hafa marktækan krans-
æðasjúkdóm og fara í kransæðaviðgerð (23). At-
hyglisvert er að íslensk rannsókn hefur sýnt að eft-
ir niðurstöðu kransæðamyndatöku var meðferðar-
ákvörðun sambærileg milli kynja (11).
Akvörðun um hvort sjúklingur fari í hjáveitu-
aðgerð eða kransæðavíkkun er ætíð einstaklings-
bundin, margir þættir hafa áhrif og hefur kyn ver-
ið einn þeirra. Að konum farnist hugsanlega verr
eftir kransæðavíkkun en körlum endurómar eldri
umræðu um mun á árangri hjáveituaðgerða hjá
kynjunum. Konur fóru síður í hjáveituaðgerð og
þá með lakari árangri og auknum dánarlíkum (24-
26). Kransæðar þeirra voru taldar óheppilegri fyr-
ir hjáveituaðgerð sem þó varð ekki skýrt með út-
breiðslu kransæðasjúkdómsins, aldri eða áhættu-
þáttum (27). Verri horfur hjá kounum eftir hjá-
veituaðgerð voru útskýrðar með því að kransæðar
þeirra væru grennri og ef leiðrétt var fyrir líkams-
stærð hvarf kynjamunurinn (1). Aftur á móti sýndi
kanadísk rannsókn að skurðdauði og fylgikvillar
voru óháðir kyni og þó líkamsstærð kvenna væri
M
762 Læknablaðið 2003/89