Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 35

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 35
FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA ■ ,01; P=,96). Aðhvarfslínan fyrir 10. bekk hallar hins vegar lítillega og má af því ráða að tengsl séu milli þyngdar og líðanar í 10. bekk. Tengslin eru með þeim hætti að hækkandi þyngdarstuðli fylgja að jafnaði hækkandi gildi á YSR kvarða, það er að segja að hækkandi þyngdarstuðli fylgi versnandi líðan. Þessi tengsl þyngdar og líðanar teljast hins vegar ekki vera marktæk (r=,ll; P=,18). Fyrir því kunna þó að vera aðrar ástæður en þær að engin tengsl séu milli þyngd- ar og líðanar. Þannig er mögulegt að sú mæling sem hér er notuð til að mæla líðan, nái ekki til þeirra þátta líðanar sem tengjast ofþyngd. Einnig er mögulegt að ofþyngd tengist vanlíðan en hins vegar þurfi að líta til annarra þátta til að skýra mikla vanlíðan. Ljóst að þeir einstaklingar sem samkvæmt heildarniðurstöðu YSR prófs líður verst (hafa YSR gildi > 70) höfðu ekkert tiltakanlega háan líkamsþyngdarstuðul. Þeir einstaklingar í hópi meðalþungra sem fengu meira en 70 stig á YSR prófinu toga meðaltal þess hóps nokk- uð upp og ef gengið er út frá því að eðlismunur sé á verulegri vanlíðan sem mælist sem 70 stig eða hærra á YSR prófi og á vægari vanlíðan, má athuga hvort ekki sé rétt að skoða tengsl þyngdar og líðunar fyrir þá nemendur sem ekki teljast haldnir verulegri van- líðan. Sé meðaltal hrágilda á YSR prófinu borið sam- an, annars vegar hjá léttum og meðalþungum og hins vegar þungum telst ekki vera tölfræðilega marktækur munur þar á þegar einstaklingar með óvenjuleg gildi á YSR prófi eru með í myndinni (t(23,2)=-l,6, p=,12) (mynd 4). Þegar þessum einstaklingum er sleppt er tölfræðilega marktækur munur á líðan þungra annars vegar og meðalþungra og léttra hins vegar á þann hátt að þungum líður ver en hinum (t(20,6)=-2,3, p=,03). Sé dreifing líðanarmælingarinnar fyrir nem- endur í 10. bekk borin saman fyrir meðalþunga og létta annars vegar og þunga hinsvegar og þessum tveimur hópum skipt eftir kynferði má sjá að tengsl ofþyngdar og líðanar virðast vera með svipuðum hætti hjá strákum og stelpum (mynd 5). í þessu sam- bandi er áhugavert að skoða mælingu líðanar fyrir þrjá flokka mælingarinnar á líkamsþyngdarstuðli. Sé nemendum í 10. bekk skipt í þrjá flokka eða létta, meðalþunga og þunga kemur í ljós að allir þeir sem teljast samkvæmt YSR prófi vera haldnir umtals- verðum sálrænum erfiðleikum eru meðalþungir (mynd 4). Einnig má sjá að meðalgildi YSR prófsins virðist vera hærra meðal þungra en léttra eða meðal- þungra. Þó má benda á að meðal of þungu strákanna virðist dreifing líðanarmælingarinnar vera meiri en meðal of þungu stelpnanna. Með öðrum orðum þá má í hópi þungra stráka finna bæði einstaklinga sem líður illa og einstaklinga sem líður ekki illa. í hópi of þungra stelpna er hins vegar engin sem fær YSR gildi undir 32 sem er nálægt meðalgildi líðanar mælingar- innar hjá léttu og meðalþungu stelpunum. Unnt er að skoða tengsl ofþyngdar og líðanar með hliðsjón af kynferði með aðhvarfsgreiningu og jafnframt prófa Mynd 4. Dreifing mælingar á lídan nemenda í 10. bekk áriö 2001, eftir þyngdarstuöulsflokkum. 120] ■o % 60 '2 m 40 > C (0 *0 20 O O Lóttir Meðalþungir Þungir Þrískiptur þyngdarstuðull (BMI) Mynd 5. Dreifing mælingar á líöan nemenda í 10. bekk áriö 2001, eftir þyngdarstuöulsflokkum og kynferöi. 120 CÖ ;u •ö) (5 80 «o cö c 'Cd „ D) ‘CO £ 40 DC cn > c 20 cö o Kynferði Strákar . ■ Stelpur Léttir & meðalþungir þungir Tvískipt þyngdarstuðulsmæling (BMI) Læknablaðið 2003/89 771
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.