Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 37

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 37
FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA bekk. Enginn munur er heldur á meðaleinkunnum stráka og stelpna þegar skoðaðir eru annars vegar meðalþungir og léttir og hins vegar þungir. Þó má benda á að breytileikinn í námsárangri er aðeins meiri meðal of þungra stráka en of þungra stelpna. Þannig nær engin of þung stelpa í 10. bekk upp í efri helming einkunnakvarðans, það er fær yfir 5 í sam- ræmdri normaleinkunn (mynd 9). Unnt er að skoða tengsl þyngdar og námsárangurs með hliðsjón af kyn- ferði með aðhvarfsgreiningu og jafnframt prófa hvort samvirkni er milli þyngdar og kynferðis eða hvort of- þyngd hefur önnur áhrif á námsárangur stelpna en stráka. Tafla II sýnir aðhvarfslíkan fyrir tengsl þyngd- ar og námsárangurs í 10. bekk að teknu tilliti til kyn- ferðis. Niðurstaða greiningarinnar er sú að þegar tek- ið hefur verið tillit til kynferðis er samsett normalein- kunn þungra að meðaltali 1,1 lægri en einkunn með- alþungra. Einkunnir þungra unglinga eru því al- mennt lægri en einkunnir meðalþungra. Kynferði og þyngdarstuðull skýra samtals um 5% af dreifingu ein- kunnarmælingarinnar. Engin samvirkni er niilli kyn- ferðis og þyngdar þannig að fyrir bæði stráka og stelpur er ofþyngd tengd lakari námsárangri en al- mennt gerist og gengur hjá meðalþungum. Velta má fyrir sér hvort slakur námsárangur þungra nemenda í 10. bekk stafi eingöngu af verri líð- an þeirra eða hvort fleiri þættir skipta þar máli. Þetta má prófa með því að athuga tengsl þyngdar og náms- árangurs að teknu tilliti til kynferðis, aldurs og líðan- ar. Ef slakur námsárangur þeirra nemenda sem teljast vera þungir stafar fyrst og fremst af því að þeim líði ver en meðalþungum eða léttum nemendum ættu tengsl þyngdar og námsárangurs að hverfa þegar þau eru skoðuð að teknu tilliti til líðunar. í töflu II má hins vegar sjá að það gera þau ekki. Með öðrum orð- um þá virðist þyngd hafa sjálfstæð tengsl við námsár- angur, umfram það sem verður skýrt með vísan til líð- anar eins og hún er mæld með YSR prófi. Umræða Takmarkanir eru á aðferðum við rannsóknina. Þannig er ekki vitað hversu vel staðlaðar vogir voru fyrir mælingar á þyngd á árum áður. Þegar vogir voru stilltar fyrir núverandi rannsókn kom þó í ljós að skekkja á þeim var hverfandi eða engin. Hér var far- in sú leið að reikna meðaltal líkamsþyngdarstuðuls fyrir nemendur í rannsókninni. Þetta var gert vegna þess að engin stöðluð viðmið eru til um líkamsþyngd- arstuðul barna á Islandi. Hægt er að nota til dæmis bandarísk viðmið en ýmsir annmarkar eru á því að nota viðmið sem eru frá öðrum þjóðum (21). Þá eru prófin sem notuð er sem mælikvarði með sína ann- marka. Samræmd próf í grunnskólum eru ekki stöðl- uð í þeim skilningi að sama prófið sé notað oftar en einu sinni. Hins vegar er prófið lagt fyrir svo til alla Tafla I. Aðhvarfslíkan fyrir tengsl þyngdar og námsárangurs nemenda í 10. bekk árið 2001. Breyta: B St. villa Beta t P Kynferði 0,1 0,3 ,04 0,4 ,66 Léttir-meðalþ. 0,4 0,4 ,08 1,0 ,31 Þungir-meðalþ. -1,1 0,4 -.20 -2,5 ,02 Fasti 5,3 0,2 23,3 ,00 R_ = 0,05 Tafla II. Aðhvarfslíkan fyrir tengsl þyngdar líðanar og námsárangurs nemenda í 10. bekk árið 2001. Breyta: B St. villa Beta t P Kynferði 0,11 0,19 ,03 0,58 ,56 Bekkur -0,00 0,19 -,00 -0,05 ,96 Líðan -0,02 0,01 -,17 -3,11 ,01 Léttir-meðalþ. 0,18 0,26 ,04 0,69 ,49 Þungir-meðalþ. -0,65 0,29 -,12 -2,24 ,03 Fasti 5,96 0,22 27,07 ,00 R_ = 0,05 nemendur þjóðarinnar í tilteknum árgöngum. Segja má að það sé flestra álit að samræmd próf séu ekki al- gildur mælikvarði á gæði skólastarfs né árangur nem- enda. Um þau hafa verið deildar meiningar um langa hríð (22). Þau hafa aldrei verið stöðluð og hefur kennurum þótt þau misjafnlega vel samin frá ári til árs. Hvað sem öðru líður þá eru samræmdu prófin hins vegar einu sambærilegu upplýsingarnar sem ná til gengis allra nemenda í námi. Þyngdaraukning fyrstu tvo áratugina er í samræmi við þá þróun sem sjá hefur mátt í mörgum öðrum rannsóknum bæði íslénskum og erlendum og fjallað hefur verið um hér að framan. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að hin óhagstæða þróun í átt til aukinnar þyngdar og um leið aukning á offitu og of- þyngd sem hefur átt sér stað á Vesturlöndum undan- farna áratugi sé að breytast síðasta áratuginn sem rannsóknin nær til. Ekki hafa fundist aðrar rannsókn- ir sem benda í sömu átt og þarf því frekari niðurstöð- ur áður en hægt er að fullyrða að svo sé. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum vaknar þó sú spurning hvort Læknablaðið 2003/89 773
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.