Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2003, Side 38

Læknablaðið - 15.10.2003, Side 38
FRÆÐIGREINAR / ÞYNGD SKÓLABARNA ofþyngdin sé að þróast á annan hátt en verið hefur. Sé svo er það vitaskuld mikið fagnaðarefni. Ekki er kunnugt um aðrar rannsóknir, að minnsta kosti ekki íslenskar sem sýna þessar niðurstöður og ekkert verð- ur fullyrt um orsakir þessa á grundvelli þeirra gagna sem hér eru til skoðunar. Ef til vill hefur sú aukna um- ræða sem verið hefur um þetta vandamál og aukinn á- róður fyrir breyttu mataræði og aukinni hreyfingu skipt hér einhverju máli. Þyngd hefur meiri áhrif á líðan eldri unglinga eða undir lok grunnskóla en þeirra sem yngri eru. Þessi rannsókn svarar ekki hvers vegna en gera má ráð fyr- ir að hin auknu félagslegu áhrif sem börn og ungling- ar verða fyrir þegar þau eru eldri skipti hér verulegu máli. Eftir því sem börnin verða eldri þá fer að gæta sambands milli þess að vera of þungur og ganga lakar í námi og meðal þungra unglinga eru engir sem ná ágæt- um námsárangri. Að nokkru leyti kann þetta að vera vegna þess að þeim líður ekki nógu vel eins og að sjálfs- mynd þeirra er ekki nægilega sterk. Hins vegar skýrist þessi munur ekki að öllu leyti út frá mælingum á líðan eins og hún er gerð í þessari rannsókn. Vera kann að mælitækið sem hér er notað mæli ekki nógu vel hvern- ig þungum börnum líður og að hægt sé að fá svör við þessari spurningu með öðrum leiðum. Fram kemur að þyngd hefur engin áhrif til eða frá á námsárangur nem- enda í 4. og 7. bekk. Þungir nemendur í þessum bekkj- um eru jafn líklegir til að fá góðar eða slakar einkunnir og þeir sem eru léttir og meðalþungir. Það kemur því nokkuð á óvart að þungum nemendum, bæði strákum og stelpum, gengur ver í námi í 10. bekk heldur en létt- um og meðalþungum nemendum í sama bekk. Einnig kemur í ljós að stelpur í 10. bekk eru enn líklegri til að fá lágar einkunnir en strákar. Engin þung stelpa komst upp fyrir 5 á samræmdum prófum með normaldreifðri einkunn. í þessari rannsókn tekst ekki að finna skýr- ingar á þessum mun á námsárangri þungra í 7. bekk og 10. bekk í slæmri líðan skv. YSR listanum, heldur virð- ist þyngd hafa sjálfstæð tengsl við námsárangur. Hvað veldur er erfitt að segja til um. Ef spurning væri um tengsl greindar og þyngdar, þá hlyti sama munstrið að koma fram í 4. og 7. bekk en svo er ekki. Canning og Mayer (23) báru þyngd saman við greindarvísitölu og fundu engin sérstök tengsl á milli greindar og þyngdar hjá stelpum í efstu bekkjum framhaldsskóla (high school). Þeir komust reyndar einnig að því að þungar stelpur áttu ekki í meiri námsvanda en jafnaldrar þeirra í öðrum þyngdarflokkum. Sú niðurstaða er önd- verð við niðurstöður þessarar rannsóknar. Þessi rann- sókn svarar ekki hvernig stendur á þessum mun á námsárangri þungra stelpna í 10. bekk miðað við léttari jafnöldrur þeirra. Rétt er einnig að benda á að úrtakið var ekki stórt og því ekki sjálfgefið að stærra úrtak myndi gefa sömu niðurstöður. Það má einnig spyrja hvort fordómar leynist í samfélaginu sem kynni að hafa þessi áhrif. Einnig kann að vera að þeim gangi ver að einbeita sér og fylgjast með í kennsiustundum en áður. Fram kemur að um 60% nemenda í 10. bekk kvarta um erfiðleika við einbeitingu og að fylgjast með í kennslustundum. Þessi skýring er þó langsótt þar sem ekkert sérstakt tengir þyngd við einbeitingarskort, enda er hlutfall svarenda of hátt til að geta eingöngu átt við of þunga nemendur. Þessi skortur á einbeitingu og að fylgjast með í tímum kemur einnig fram hjá 40% nemenda í 7. bekk sem ekki sýna nein tengsl á milli námsárangurs og þyngdar. Almennt má segja um tengsl þyngdar og líðanar að þau eru í góðu samræmi við kenningar um áhrif þyngdar (og þá sérstaklega of- þyngdar) á líðan. Þannig líður þungum að jafnaði ver en meðalþungum þegar litið er á meðalútkomu þess- ara hópa á YSR prófi. Þó má velta fyrir sér hvort sú mæling sem hér er notuð til að kanna líðan endurspegli ekki nægilega vel þá þætti sem mestu máli skipta hjá þeim sem glíma við ofþyngd / offitu. Önnur af meginástæðum þess að börn eru of þung er ónóg hreyfing, spurningin er hvort hún fari minnk- andi. Hér má benda á tvær rannsóknir sem báðar benda til þess að íþróttaiðkun barna og unglinga hafi aukist síðustu ár. I rannsókn á börnum á aldrinum 11- 15 ára á Akureyri, í Reykjavík og Vestmannaeyjum kom í ljós að árið 1968 stunduðu um 45% þeirra ein- hverskonar íþróttastarf. Árið 1979 hafði þetta hlutfall lækkað í 34% en var komið í 48% árið 1997 (24). í rannsókn á öllum ungmennum í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla árin 1992 og 1997 kom í ljós að hlutfall ungmenna sem æfðu íþróttir með íþróttafélagi tvisvar í viku eða oftar jókst úr 39% árið 1992 í 46% árið 1997 (25). Líklegt er því að þyngra vegi of miklar hitaein- ingar en vægi hreyfingar sé minna. Þýðingarmikið er að hjálpa börnum og unglingum sem fyrst að vinna gegn ofþyngd og forvörn er besta úrræðið. Reynslan sýnir að því lengur sem vandamál- ið er til staðar því erfiðara verður það viðfangs. Nokk- uð torvelt er að fylgjast með þyngd hjá grunnskóla- börnum í dag og hvaða þróun er í gangi hjá hverjum einstaklingi þar sem hæð og þyngd grunnskólabarna er ekki mæld árlega eins og áður var. Þakkir Eftirtaldir aðilar styrktu þessa rannsókn og eru þeim færðar bestu þakkir: Akureyrarbær, skólanefnd og fé- lagsmálaráð. Heilsugæslustöðin á Akureyri. Rann- sóknasjóður Háskólans á Akureyri. Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna. Þá eru skólastjórn- endum og kennurum í grunnskólum á rannsóknar- svæðinu færðar bestu þakkir fyrir aðstoð við gerð könnunar hjá nemendum. Ennfremur er skólahjúkr- unarfræðingum þakkað fyrir aðstoð við mælingar á hæð og þyngd nemenda. 774 Læknablaðið 2003/89

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.