Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 44

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 44
FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA Spurningalistar - aöferðafræði Ýmis lykilatriði ber að hafa í huga varðandi spurn- ingalistagerð og er hægt að nálgast þessi atriði í mörgum ágætum kennslubókum sem skrifaðar hafa verið um efnið (2, 3, 5-8). Spurningaformið og orða- lag spurninga eru þættir sem geta haft mikil áhrif á hvernig til tekst með upplýsingaöflun. Hér er lögð á- hersla á rannsóknir á spurningalistum sem mæla notkun lyfja og skyldra efna. Klungel et al rannsökuðu áhrif spurningaformsins á hversu vel sjúklingar með háþrýsting greindu frá þeim lyfjum sem þeir notuðu (9). Apóteksskrár þátt- takenda voru notaðar sem viðmiðun (gullstaðall). Spurt var á tvennan hátt: annars vegar beint um á- kveðin lyf og hins vegar var opin spurning þar sem spurt var um öll önnur lyf sem sjúklingarnir höfðu notað. Aðeins 71% þeirra lyfja sem sjúklingarnir notuðu samkvæmt apóteksskrám komu fram í svör- um við spurningalistanum. Mun betra samræmi var milli svara og apóteksgagna ef spurt var beint um á- kveðin lyf (88%) en í opnu spurningunni (41%). At- huga verður að í spurningalistanum var beðið um lyfjanotkun síðastliðna 90 daga og verður því að taka þessum niðurstöðum með fyrirvara þar sem vitað er að minni fólks ræður illa við svo langan tíma. Rannsókn á notkun estrógenlyfja og lyfja fyrir hjarta og æðakerfi sýndu fram á að 80-88% mundu eftir estrógennotkun (10-12) en 77-85% eftir notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum (13,14). Mitchell rannsakaði áhrif spurningaformsins á hversu vel þungaðar konur mundu eftir lyíjanotkun (15). Upp- lýsingar frá konunum voru mun fyllri þegar spurt var um lyf við ákveðnum sjúkdómun eða kvillum en þeg- ar spurt var opið um lyfjanotkun. Lyf sem höfðu ver- ið notuð í frekar langan tíma komu betur fram, og fólk mundi frekar eftir lyfjum sem það hafði nýlega notað. Fólk sem notar mörg lyf mundi síður eftir lyfj- unum og minnið versnaði einnig greinilega með aldri (11,14). Pessar rannsóknir sýna að opnar spurningar eru varasamar við mælingu á notkun lyfja og skyldra efna í faraldsfræðilegum rannsóknum. Mikilvægt er einnig að varast spurningar um lyfjanotkun lengra aftur í tímann en tvær vikur. Þessi atriði voru höfð í huga við hönnun spurningalista um notkun náttúru- efna, fæðubótarefna og lausasölulyfja. Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausa- sölulyfja Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á algengi notkun- ar þessara efna erlendis og engar hérlendis. Þó er vit- að að vinsældir þessara efna, sérstaklega náttúru- efna, eru miklar og fara vaxandi meðal almennings (16-18). Athygli heilbrigðisstarfsfólks hefur í síaukn- um mæli beinst að þessari notkun vegna hugsanlegr- ar læknisfræðilegrar verkunar og hættu á auka- og milliverkunum (16-21). Margir álíta náttúruefni „náttúrulegri”, öruggari, mildari og ódýrari kost en hefðbundin vestræn lyf og skýrir það að hluta vin- sældir þeirra. Einnig má rekja áhuga á náttúruefnum og bætiefnum til þess að sjúklingar geta meðhöndlað sig sjálfir og þurfa ekki að leita til læknis (20). Öflug markaðssetning á heilsubótarefnum, jákvæð umfjöll- un og óánægja með hefðbundnar lækningaaðferðir vesturlanda eru einnig nefndar sem ástæður fyrir mikilli útbreiðslu og notkun (22). Rannsóknir sem gerðar hafa verið á notkun náttúruefna hafa mælt al- gengi notkunar á bilinu 2,5 til 45%. Þess ber þó að gæta að mismunandi tímarammi var hafður til við- miðunar og hann jafnvel ekki gefinn upp. Þær rann- sóknir sem höfðu tímarammann 1 ár sýndu algengi notkunar á bilinu 26 til 32% (23, 24). Aðeins ein rannsókn náði tvær vikur aftur í tímann og voru nið- urstöður hennar 14,5% (23). Rannsóknir á vítamínum og fæðubótarefnum sýndu 22 til 70% algengi notkunar. Tvær rannsóknir gáfu upp tímarammann eitt ár og varð þá algengi notkunar á bilinu 46 til 70% (16,25), en í einni rann- sókn var beðið um notkun síðustu viku og fékkst þá lægsta algengið 22,8% (26). Notkun lausasölulyfja hefur lítið verið rannsökuð. Ein rannsókn í Svíþjóð sýndi að 54% höfðu notað lausasölulyf síðastliðið eilt ár (24). I öllum rannsóknum var algengara að konur not- uðu efnin en karlar. I rannsókn Durantes á vítamín- um, steinefnum og náttúruefnum höfðu 71% kvenna notað efnin en aðeins 44% karla (22). Hjá Schellhorn sem rannsakaði notkun vítamína og steinefna voru tölurnar 27,5% á móli 18,1 % (26); hjá Tsen var nolk- un náttúruefna 23,6% á móti 19,2% (17). Lyle og samstarfsmenn athuguðu hvort einhver munur væri á fólki sem notar bætiefni og þeim sem ekki gera það (27). Konur nota samkvæmt þeirri rannsókn efnin í ríkari mæli en karlar og notkun virðist aukast með hærra menntunarstigi. Markmlb Markmið rannsóknarinnar var að hanna spurninga- lista sem hentar við mælingu á notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja. Markmið verkefnis- ins var tvíþætt: 1) A sviði aðferðafræði: hönnun og þróun mæli- tækis til öflunar upplýsinga um notkun nátt- úru-, fæðubótarefna, vítamína, stein- og snefil- efna ásamt lausasölulyfja. 2) Á sviði faraldsfræði: könnun á notkun framan- greindra efna. Áhersla var á að mæla algengi notkunar. 780 Læknabladið 2003/89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.