Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 45

Læknablaðið - 15.10.2003, Síða 45
FRÆÐIGREIN / NOTKUN NÁTTÚRUEFNA Efniviöur og aöferðir Hönnun og forprófun spurningalistans (fasar I og II) Við hönnun spurningalistans var stuðst við þann fræðilega bakgrunn sem fjallað var um í inngangi. Nær allir svarmöguleikar voru lokaðir þannig að þátt- takendur fengu lista með lyfja- og efnanöfnum sem þeir gátu krossað við. Til að draga úr lengd hverrar spurningar var listanum skipt eftir efnaflokkum, það er náttúru- og fæðubótarefni í einum flokki; vítamín, stein- og snefilefni í öðrum; og lausasölulyf í þeim þriðja. Þar sem erfitt reyndist að draga skýr skil milli nátt- úruefna og fæðubótarefna voru þessir efnaflokkar hafðir saman. Þegar svarmöguleikar voru valdir á list- ann var stuðst við upplýsingar frá Heilsuhúsinu, loka- ritgerð Olafar Þórhallsdóttur í lyljafræði um auka- og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótar- efna (18), námskeið á vegum Lyfjafræðideildar HÍ og heimasíðuna The Natural Pharmacist www.tnp.com Skilaði þetta lista með 36 efnum sem mest var fjallað um. Framboð vítamína, stein- og snefilefna var skoðað á eftirtöldum stöðum og lagt til grundvallar við hönn- un svarmöguleika: www.heilsa.iswww.vitamin.is www.lysi.iswww.delta.is vöruupplýsingar frá Omega Farma og www.tnp.com Listi þessi var æði langur og var honum því skipt í þrennt: fjölvítamín, stök vítamín (þau vítamín sem ekki eru í blöndu með öðrum vítamínum eða bætiefnum) og stein- og snefilefni. Nær öll lausasölulyf sem seld eru á Islandi voru sett á lista yfir svarmöguleika. Spurt var hvort við- komandi hafi tekið einhver lausasölulyf við sértækum einkennum eða kvillum á síðastliðnum tveimur vik- um. Við hveija spurningu var settur listi með þeim lyfjum sem fólk gæti hugsanlega tekið við þessum á- kveðnu einkennum eða kvillum. Reynt var að setja hvert lyf á eins marga staði og gátu komið til greina (mynd 2). Forprófun á spurningalistanum fór fram í tveimur fösum. Að loknum hvorum fasa var listinn endur- skoðaður með tilliti til þess sem fólk virtist eiga í vandræðum með og viðeigandi endurbætur gerðar. Engin sérstök skilyrði voru sett fyrir þátttöku en svar- endur voru úr hópi fólks sem kom í skoðun hjá Hjartavernd (hvort sem það var í sérstakri rannsókn eða ekki). Rannsóknarmaður spurði svarendur um vandkvæði við listana, hvort einhverjar spurningar væru torskildar og hvort þeir hefðu átt erfitt með að finna eitthvert þeirra efna eða lyfja sem þeir notuðu. Notkunarrannsókn (fasi III) Úrtak var tekið af 18.079 þátttakendum úr Reykja- víkurrannsókn MONICA og Afkomendarannsókn Hjartaverndar. Þýði MONICA-rannsóknarinnar hér á landi er fólk á aldrinum 25-74 ára sem býr á Stór- Reykjavíkursvæðinu og ekki hefur fengið kransæða- Mynd 1. Dæmi um spurningu um náttúru- og fæöubótarefni. (Athugiö aö aöeins eru sýndir nokkrir svarmöguleikar.) Hefur þú á síöustu tveimur vikum notaö eitthvert af eftirfarandi náttúru- eöa fæöubótarefnum? Vinsamlegast merktu viö öll efnin í viöeigandi svarreiti. Nei Já, Já, 4-6 Já, 1-3 Veit daglega sinnum í sinnum í ekki viku viku Acidophilus Aloe vera Alpha Lipoic Acid (ALA) Angelica / Ætihvönn Ðirkiaska _ _ _ _ _ Blómafrjókom / Bee pollen _ _ _ _ Colon cleanser/psyllium trefjar _ _ _ _ Dong Quai _ _ _ _ _ Drottningarhunang / Royal Jelly _ _ _ _ _ Engifer / Ginger _ _ _ _ Freyspálmi / Saw palmetto _ _ _ _ Garðabrúða / Valeriana / Baldrian Gericomplex Ginseng _ _ _ Glitbrá / Fewerfev Glúkósamínsúlfat&Chondroitin GPE-Royal Jelly _ _ _ _ _ Mynd 2. Dæmi um spurningu um lausasölulyf. Hér er veriö aö kanna notkun á lyfjum sem aöeins eru seld í apótekum en fást þar án lyfseöils (lausasölulyf). Athugaöu aö ekki er spurt um lyf sem fengin voru meö lyfseöli. Spurning l:Notaöir þú eitthvert lausasölulyf viö hósta/hálsbólgu eöa kvefi á síöustu 2 vikum? Nei _ Ef nei, svaraöu næst spurningu 2 Já _ Ef já, hvaöa lausasölulyf var þaö? Daglega 4-6 sinnum í viku 1-3 sinnum í viku Benylan _ _ _ Dexomet Drixin Livostin - - - Loradin NM Pharma _ _ _ Lóritín _ Lórín Nexól - - - Nezeril _ _ _ Norskir brjóstdropar _ _ _ Otrivin _ _ _ Oxeladín - - - Pektólín _ _ _ Strepsils _ _ _ Tússól _ _ _ Annað Notaftir þú eitthvert þessara lyfja aft staftaldri (a.m.k. þrisvar í viku) síftustu 4 mánufti? Nei _ Já _ Ef jð, hvaöa lyf? ________________________________________________ Læknablaðið 2003/89 781
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.