Læknablaðið - 15.10.2003, Side 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / RÆÐA FORMANNS
Ræða formanns á aðalfundi LÍ
á Hólum í Hjaltadal
Staður eins og Hólar geymir vafalítið mikla sögu
um lækningar þó saga kirkju, kristni og uppfræðslu
sem því tengdist sé fyrirferðarmest og hafi best ver-
ið til haga haldið. í tíð Guðmundar góða var benj-
um þurfandi lýðs áreiðanlega sinnt jafnt og öðrum
líkamlegum þörfum hans eftir því sem þekking og
reynsla leyfði á þeim tíma. En því miður eru heim-
ildir um þetta af skornum skammti og í raun fátæk-
legar um klíníska vinnu þar til séra Þorkell Arn-
grímsson skrifaði með nákvæmni og smásmygli
læknisins um lækningar sínar á bók. Þorkell útskrif-
aðist úr Hólaskóla 1647 og var áreiðanlega einn
merkastur læknir á íslandi um sína daga. Bjarni
Pálsson landlæknir og tengdasonur hans Sveinn
Pálsson voru báðir Hólasveinar og hlutu hér þann
undirbúning sem dugði þeim til náms í læknisfræði.
Ekki verður vikist undan því við setningu aðal-
fundar LI að fara örfáum orðum um dægurmál sam-
tímans eins og jafnan er siður. Biskupsstólarnir
lögðu sitt að mörkum til upphafs nútímalegrar
skattlagningar með þróun tíundargreiðslna sem allt
fram á okkar daga hafa tekið mið af getu hvers og
eins til að leggja samfélaginu lið eftir efnum sínum.
Þetta hefur verið gert til að milda þann mun sem
lögmál náttúrunnar og lífið sjálft leggur okkur til í
dagsins önn. Og kveinkar enginn heilbrigður maður
sér undan þeirri sjálfsögðu skyldu. Við höfum nú
nýverið gengið í gegnum hina árlegu umræðu um
tekjur manna og skattbyrði einstaklinganna, þar
sem m.a. tekjur lækna hafa vakið athygli og skal það
að sínu leyti ekki gagnrýnt. Hafa verður þó í huga
að annars vegar liggur óhemju mikil vinna að baki
þessum tekjum, einkum þeirra lækna sem vinna vítt
og breitt um landið, og hins vegar endurspeglar
staða þeirra í einstökum skattumdæmum miklu
frekar þann mun sem er á afkomu fólks í atvinnu-
lífinu eftir landshlutum og heilbrigði efnahags- og
atvinnuástandsins á umræddum stöðum. Það ætti að
vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni.
Því færi ég þetta í tal að sjónir stjórnar LÍ beinast
nú að skattalögum og skattalegri meðferð aflafjár-
ins. Athygli vekur að staða lækna sem vinna svipuð
störf, jafnvel hlið við hlið, er ákaflega mismunandi.
Fagna ber vilja stjómvalda til að ýta undir fijálsan at-
vinnurekstur og örva framtak fólks til að sjá sér far-
borða með þeim hætti. Það er eitt af höfuð stefnu-
miðum LÍ að hlúa að þessu fyrirkomulagi og að
benda á lausnir í heilbrigðisþjónustu sem byggja á
þessari meginreglu. Því eru þær breytingar á skatta-
lögum sem gerðar hafa verið í þágu atvinnurekstrar
á liðnum árum fagnaðarefni. En við svo búið má ei
sitja. Halda þarf áfram á sömu braut og gera ráðstaf-
anir til að skattaleg hagræðing stuggi ekki við jafn-
ræðinu og þá með því að skattar einstaklinga verði
færðir í það horf að tíundin sem við erum öll svo fús
til að greiða sé ekki þorn eða fleinn í holdi samfélags-
ins. Það er öllum fyrir bestu að sátt ríki um hvernig
byrðunum er deilt. Næg eru ágreiningsefnin samt.
Fyrr á árinu varð all mikil umræða um lyfja-
kostnað landsmanna. Sú umræða er bæði gömul og
ný. Það er engin ný saga að þeir sem með opinbert
fé fara kvarti undan lyfjakostnaði. Á níunda ára-
tugnum varð lyfjakostnaður til þess að afdrifaríkar
pólitískar ákvarðanir voru teknar um heilbrigðis-
þjónustu. Sveitarfélögin voru að kikna undan lyfja-
kostnaði sjúkrasamlaganna sem leiddi til þess að
þau voru lögð niður, ríkið tók við skyldum þeirra
og öll grunnheilbrigðisþjónusta fylgdi með. Þetta
þekkjum við allt saman. En það er nokkur nýlunda
í seinni tíð að læknar séu með beinum hætti kallað-
ir til ábyrgðar á meintum óhóflegum útgjöldum til
lyfja. Og svo er umræðan tengd mútuþægni lækna
og ístöðuleysi gagnvart gegndarlausum áróðri
lyfjaframleiðanda og lyfjadreifingarinnar.
Umræða af þessu tagi er mikil einföldun á eðli
málsins og ómálefnaleg. Enda hafa læknar boðið
upp á aðra nálgun sem sæmir bæði þeim og heil-
brigðisstjórninni. Læknar eru jafn áhugasamir og
aðrir að halda kostnaði við lyfjakaup niðri og að
hagræðingar sé gætt á öllum stigum milli framleið-
anda og neytanda. Heilbrigðisþjónustan á að vera
undir þessari smásjá gagnrýninnar þannig að fjár-
magnið nýtist fleirum til að þiggja víðtækari þjón-
ustu. En umræðan þarf að vera fagleg ekki síður en
fjárhagsleg. Því hafa læknar boðið heilbrigðisstjórn-
inni bæði formlega og óformlega samstarf á þessu
sviði. Við teljum það vænlegra til árangurs en stór
orð, sleggjudómar eða misgáfulegar tilskipanir sem
kalla ekki fram það besta í þeim sem við þær eiga að
búa. Eg veit að núverandi ráðherra hefur heilbrigt
viðhorf til þessara mála og LÍ á nú þegar einn full-
trúa í starfshópi um lyfjamál á vegum ráðuneytisins
og væntum við frekara samstarfs á þeim vettvangi.
Það er alltaf með nokkurri eftirvæntingu að lækn-
ar bíða niðurstöðu alþingiskosninga. Ekki vegna
þess að þeir séu svo mjög samstíga í landsmálapóh-
tík; því fer víðs fjarri. Þeir bíða þess að fá að vita
hvaða einstaklingur fari með málefni þeirra næstu
fjögur árin innan ríkisstjómarinnar. Það er ekki á-
hlaupaverk að kynna nýjum ráðherra sjónarmið
Sigurbjörn
Sveinsson
Læknablaðið 2003/89 789