Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALI ■ Umræða Pað er ljóst að sjúkrahússtarfssemi hefur verið að breytast á undanförnum árum. Legutími sjúklinga styttist, fleiri sjúklingar leggjast á sjúkradeildir, þjóðin eldist og bráðleiki veikinda sjúklinga (bráðleiki er mælikvarði á alvarleika sjúkdóms) eykst. Krafan um aukin afköst er stöðug. Á undanförnum árum hafa stjórnendur spítalans unnið rækilega að því að fegra sjúkrahúsumhverfið og bæta aðstöðu sjúklinga og starfsfólks. Fjölbýlum fyrir sjúklinga hefur verið fækkað og salernum fjölgað. Þrátt fyrir það eru einungis 13% sjúklinga sem eiga þess kost að dvelja einir á sjúkrastofu og tæplega helmingur þeirra á þess kost að hafa sér salemi. Um 87% sjúklinga sem dvelur á sjúkrahúsinu á þeim deildum sem könnunin fór fram á dvelur í tvíbýli eða fjölbýli. Lykilatriði í sóttvörnum á sjúkrastofnunum er handþvottur. í framangreindri könnun var ekki sérstaklega kannað- ur fjöldi handlauga fyrir sjúklinga, starfsfólk eða gesti sjúkrahússins. Þó er rétt að það komi fram hér að á fjölbýlum eru víðast hvar einungis ein eða tvær hand- laugar fyrir alla framangreinda (sjúklinga, gesti og starfsfólk). Á einni deild þar sem framkvæmdar eru ómskoðanir á innri líffærum kvenna um fæðingarveg er ekki handlaug á öllum skoðunarstofum. Það verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að spítalasýkingum hefur fjölgað á síðastliðnum misser- um. Hér nægir að nefna faraldra á borð við MÓSA og calici-veirur. Annar faraldur sem ekki er eins vel skil- greindur er af völdum Clostridium difficile sem veldur skæðum niðurgangi í sjúklingum, einkum á sjúkra- stofnunum þar sem hreinlæti er áfátt eða þrengsli mik- il. ítrekað hefur þurft að loka legudeildum vegna far- aldurs af völdum einhverra framangreindra örvera. Hvort samhengi er á milli þess að faröldrum á stofn- uninni fjölgar á sama tíma og umsetning sjúklinga eykst skal ósagt látið þó vissulega sé freistandi að tengja þessa atburði saman. Aðrir áhrifsþættir eru vafalítið helgarlokanir deilda sem leiða til flutnings sjúklinga á milli sjúkrastofa og starfsmannaekla. Skortur á starfsfólki hefur í för með sér að starfsfólk fer í ríkari mæli á milli sjúkradeilda vegna „auka- vakta”. Slíkt getur haft í för með sér aukna hættu á út- breiðslu spítalasýkinga auk þess sem rakning smits er erfiðleikum bundið þar sem slíkar tilfærslur starfs- manna eru ekki skráðar kerfisbundið. Það er ljóst að ekki eru fyrirliggjandi á vegum opin- berra aðila, hvorki hérlendis né erlendis, staðlar sem kveða á um hversu mörg salerni eða handlaugar eiga að vera til staðar á sjúkrastofnunum (heimild: Staðla- ráð íslands). Víða erlendis eru nútíma sjúkrastofnanir aðeins útbúnar einbýlum, sem eru hvert og eitt með handlaug, salerni og böðunaraðstöðu. Stjórn Landspítala þarf að fjalla um þetta mál og mynda sér skoðun á því hvaða hreinlætisaðstöðu sé eðlilegt að bjóða sjúklingum uppá og hvort 13% af framboði sjúkrarúma sem einbýli sé eðlilegt til að mæta gæða- og öryggisviðmiðum sem lög og reglur gera ráð fyrir. Jafnframt er mikilvægt að kanna hvað sé talið eðlilegt í þessum efnum í nágrannalöndum okkar. Nú þegar fyrirhugað er að hefja nýrna- og bein- mergsflutninga á Landspítala er afar mikilvægt að að- staða sé fyrir hendi sem dragi eftir megni úr áhættu á spítalasýkingum. Sú aðstaða sem er til staðar stendur vart undir þeim kröfum sem gera verður tii nútíma spítala hvað viðvíkur gæðum þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Núverandi aðstaða fyrir sjúklinga á spítalanum ætti að vera ráðamönnum stofnunarinnar ærið tilefni til að brýna ráðamenn þjóðarinnar til að hefja byggingu nýs húsnæðis fyrir starfsemi Landspítala. Undirritaður skorar á ríkisstjórn Islands að hefja strax byggingu nýs húsnæðis fyrir Landspítala. Remeron® Smelt (mirtazapin) Hver munndreifitafla inniheldur 15 mg, 30 mg eða 45 mg af mirtazapíni Ábendingar: Alvarlegt þunglyndi (major depression). Skammtar og lyfjagjöf: Fullorönir: Hæfilegur dagsskammtur er venjulega á bilinu 15 mg til 45 mg. Upphafsskammtur er 15 mg eöa 30 mg (stærri skammtinn á að taka aö kvöldi). Aldraöir: Ráðlagður skammtur er sá sami og fyrir fulloröna. Hjá öldruöum sjúklingum skal auka skammtinn undir nákvæmu eftirliti til að ná fram viðunandi og öruggri svörun. Böm: Þar sem öryggi og verkun Remeron hefur ekki verið staðfest hjá bömum er ekki mælt með að böm séu meðhöndluð með Remeron. Frábendingan Ofnæmi fyrir mirtazapíni eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Fylgjast þarf grannt með meðferðinni hjá sjúklingum með eftirtalda sjúkdóma: Flogaveiki eða vefrænar heilaskemmdir. Skerta lifrar- eða nýmastarfsemi. Hjartasjúkdóma, svo sem leiðslutruflanir, hjartaöng og nýlegt hjartadrep. Lágur blóðþrýstingur. Hætta skal meðferð ef gula kemur fram. Reynsla af notkun lyfsins hjá börnum er engin. Útskilnaður mirtazapíns getur minnkað hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýmastarfsemi. Eins og við gjöf annarra geðdeyfðarlyfja þarf að hafa í huga: Ef geðdeyfðarlyf eru gefin sjúklingum með geðklofa eða skylda geðsjúkdóma, geta geðveikieinkenni versnað í upphafi meðferðar. Ofsóknarhugmyndir geta aukist. Ef þunglyndisfasi maniódepressiv-sjúkdóms er með- höndlaður getur sjúklingurinn farið yfir í maníu. Eins og með önnur geðdeyfðarlyf skal gæta varúðar hjá sjúklingum með sykursýki, þvagteppu eða gláku. Sé langtíma lyfjameðferð skyndilega hætt geta komið fram fráhvarfseinkenni með ógleði og höfuðverk. Eldri sjúklingar eru oft næmari fyrir lyfinu, einkum með tilliti til aukaverkana. Sjálfs- vígshættan getur aukist í upphafi meðferðar, eins og við notkun annarra þunglyndislyfja. Milliverkanir: In vitro upplýsingar benda til þess að mirtazapín sé mjög veikur samkeppnishemill cýtókróm P450 ensímanna CYP1A2, CYP2D6 og CYP3A. Mirtazapín getur aukið slævandi verkun áfengis á miðtaugakerfið. Sjúklingum skal því ráðlagt að forðast áfengi meðan á Remeron meðferð stendur. Remeron á ekki að gefa samtímis MAO-hemlum eða innan tveggja vikna eftir að meðferð með slíkum lyfjum er hætt. Mirtazapín getur aukið slævandi áhrif benzódíazepína. Gæta skal varúðar þegar þessum lyfjum er ávísað samtímis Remeron. Remeron Smelt inniheldur aspartam (fenýlalanín). Hver tafla með 15 mg af mirtazapíni inniheldur 2,6 mg af fenýlalaníni, 30 mg tafla inniheldur 5,2 mg og 45 mg tafla inniheldur 7,8 mg. Þetta getur valdið skaða hjá sjúklingum með fenýlketónmigu (phenylketonuria). Meðganga og brjóstagjöf: Engin reynsla er af notkun lyfsins hjá bamshafandi konum og á því aðeins að gefa lyfið undir þeim kringumstæðum að brýna nauðsyn beri til. Upplýsingar um útskilnað mirtazapíns í brjóstamjólk em ekki nægjanlegar til að geta dæmt áhættuna fyrir brjóstmylkinginn. Áhrif á akstur og stjórnun vinnuvéla: Remeron getur haft áhrif á einbeitingu og viðbragðsflýti. Sjúklingar í meðferð með þunglyndislyfjum eiga því að forðast hugsanlega áhættusöm verk sem krefjast viðbragðsflýtis og góðrar einbeitingar, s.s akstur bifreiða og stjórnun véla. Aukaverkanir: Aukin matarlyst og þyngdaraukning. Syfja (sem getur valdið skertri einbeitingu), sem venjulega kemur fram á allra fyrstu vikum meðferðar (Athugið. Lækkun skammta leiðir venjulega ekki til minni róandi áhrifa en getur skaðað áhrif lyfsins við þunglyndi). Almennur eða staðbundinn bjúgur með þyngdaraukningu. Svimi. Höfuðverkur. (mjög sjaldgæfum tilvikum (0,01-0,1%): Stöðubundinn lágþýstingur. Oflæti (mania). Krampar, skjálfti, vöðvakippir (myoclonus). Bráð mergbæling (fjölgun eosínfíkla, kyrningafæð, kyrningahrap, vanmyndunarblóðleysi og blóðflagnafæð (sjá einnig kafla 4.4 „Sérstök vamaðarorð og varúðarreglur við notkun"). Hækkun á transamínösum í sermi. Útbrot. Breytt húðskyn. Fótaórói (restless legs). Liðverkir /vöðvaþrautir. Þreyta. Martraðir/ljóslifandi draumar. Pakkningar og verð, 1 maí 2003. Munndreifitöflur 15 mg: 6 stk. 674 kr, 30 stk. 3.142 kr; Munndreifitöflur 30 mg: 6 stk., 1.256 kr; 30 stk, 5.929; 96 stk, 14.885. Munndreifitöflur 45 mg: 30 stk., 7.716; 96 stk., 21.365.- Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka: B. Handhafi markaðsleyfis: Organon As. Umboð á íslandi: PharmaNor hf. Hörgatúni 2, 212 Garðabæ. Nánari upplýsingar er að finna í samantekt á eiginleikum lyfsins (SPC) á Lyfjastofnun.is. Læknablaðið 2003/89 795
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.