Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.10.2003, Qupperneq 61
UMRÆÐA & FRETTIR / E R HEILBRIGÐISKERFIÐ FARVEIKT? Hvaö veldur? Þeir sem hafa fjallað um þennan dulda vanda heil- brigðiskerfisins hafa að sjálfsögðu velt vöngum yfir því í hverju hann er fólginn. Læknar mæta að sjálf- sögðu til vinnu dag hvern með þann einlæga ásetning einsog allt annað fólk að gera gagn, láta gott af sér leiða. En niðurstaðan er sú að það er mannlegt að gera mistök og að þess vegna sé nauðsynlegt að hanna kerfið þannig að það vinni gegn mistökum og reyni að afstýra þeim. f>ar vanti hins vegar mikið uppá. í máli sínu vitnaði Jesper oft til þess sem gert hef- ur verið á sviði flugmála og geimferða. Þar hafa menn lengi vitað af því að mistök eru mannleg og að þau eru bæði dýr og skaðleg. Þess vegna er lagt mikið uppúr því að rannsaka þau slys sem verða og ekki síður ó- höpp sem tekist hefur að forða frá því að verða að mannskæðum slysum, „near-miss” eins og þau nefn- ast uppá ensku, eða næstum því slys. „Við getum ekki komið í veg fyrir mannleg mistök en við getum bætt þau upp og reynt að afstýra þeim med því að koma á öryggiskerfi sem virkar og byggja upp sjúkrahúsmenningu sem hefur öryggi sjúklinga að leiðarljósi í stóru sem smáu. Það getum við lært af öðrum atvinnugreinum og það verðum við að gera,” sagði Jesper. Jesper nefndi ýmis dæmi af því hvemig gallar kerf- isins birtast. Hann sýndi mynd af körfu med fjórum brúnum glösum sem innihéldu stungulyf. Glösin voru öll eins en innihéldu fjögur mismunandi lyf. „Þetta býður hættunni á mistökum heim,” sagði hann og spurði af hverju ekki væri hægt að hafa glösin í mis- munandi lit. Annað dæmi var um stútana sem settir eru á sjúk- linga til að gefa þeim vökva í æð eða næringu inn í meltingarveginn. Það verða fjölmörg mistök á öllum deildum við það að starfsfólk gefur sjúklingum efni í æð sem átti að fara í meltingarveginn eða öfugt. Oft er þetta sem betur fer meinlaust en það verða líka dauðs- föll af þessari ástæðu. Af hverju eru þessir stútar alveg eins? í bílaframleiðslu er löngu búið að breyta stútum bensíndæla þannig að þeir sem dæla blýbensíni kom- ast ekki ofan í bensíntanka bfla með efnahvarfa. Svona dæmi eru mýmörg og þau eru allt í kringum okkur en af gömlum vana er ekkert gert í málunum fyrr en í óefni er komið. Við reynum að setja hindran- ir inn í kerfið sem eiga að afstýra mistökum en það eru göt á öllum kerfum og stundum verður röð mis- taka vegna þess að götin standast á. Þegar það gerist dugar okkur ekki þótt öryggið sé 95-99%. Hver með- ferð sjúklings getur verið samsett úr hundruðum lítilla aðgerða og með auknum fjölda minnka líkurnar á að allt gangi vel. Séu líkurnar 95% en aðgerðirnar 100 eru líkurnar á því að eitthvað fari úrskeiðis miklu meiri en að allt gangi að óskum. Refsingar virka öfugt JesPer Poulsen formaður danska læknafélagsins. Jesper sagði frá barni sem lést í Danmörku eftir að hjúkrunarfræðingur gaf því inn stungulyf sem blandað var á staðnum. Lyfið var í duftformi og átti að blandast út í vatn en hjúkrunarfræðingurinn ruglaðist og hafði lyfið óvart tífalt sterkara en það átti að vera. Þessi hjúkrunarfræðingur var gerður að blóraböggli og hún dæmd til refsingar. Stjórn spítalans lýsti á- nægju sinni með dóminn sem sýndi að þar á bæ væru ströng viðurlög við mistökum. Jesper sagði að á deildinni sem hann starfaði á hefði þetta verið rætl eins og raunar um allt danska heilbrigðiskerfið. Ályktun þeirra hefði verið sú að rangt hefði verið að láta konuna blanda lyfið á staðn- um, með því væri hættunni boðið heim. Eftir þetta hefði deildin sett sér þá reglu að öll lyf komi blönduð í réttum skömmtum frá apótekinu eða framleiðand- anum. Niðurstaða Jespers og kollega hans var sú að við- brögð stjórnendanna hefðu verið röng. Það stoðar ekkert að refsa fólki fyrir svona mistök. „Vandinn við refsileiðina er ekki bara sá að hún virkar ekki heldur að hún gerir illt verra. Eigi fólk refsingu yfir höfði fyr- ir mistök hættir það að segja frá þeim og fer að fela þau. Við verðum að geta talað um mistökin sem við gerum, hvort sem þau hafa alvarlegar afleiðingar eða ekki. Með því að skoða þau og skilgreina getum við grafist fyrir um orsakir þeirra og úthugsað hvaða hindranir væri hægt að setja upp til að fyrirbyggja að þau endurtaki sig,” sagði Jesper og bætti því við að ef við lærum ekki af mistökunum erum við dæmd til að endurtaka þau. Læknablaðið 2003/89 797
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.