Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 19

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LANDSPÍTALA Vísindastörf á Landspítala Alþjóðlegur og íslenskur samanburður Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir' SÉRFRÆÐINGUR í TAUGASJÚKDÓMUM Anna Sigríður Guðnadóttir2 BÓKASAFNSFRÆÐINGUR Bjarni Þjóðleifsson3 SÉRFRÆBINGUR í LYFLÆKNINGUM OG MELTINGARSJÚKDÓMUM Ágrip Inngangur: Rannsóknin lýsir úttekt á vísindavirkni á Landspítala fyrir tímabilið 1999-2003 og samanburði við innlendar stofnanir, faggreinar og önnur lönd. Aðferðir: Notaðar voru bókfræðimælingar (biblio- graphic methods) til að meta magn og gæði nýrrar þekkingar. Skráður var fjöldi greina sem birtist í tímaritum skráðum á Institute of Scientific Informa- tion (ISI) gagnagrunninum og fjöldi tilvitnana í grein- ar talinn í gagnagrunninn Science Citation Index. Könnunin var gerð fyrir Landspítala, íslenska erfða- greiningu (ÍE) og Hjartavernd. Niðurstöður: Innlendur ISI samanburður: Lands- framleiðsla á ISI greinum 1999-2003 var 2094, 517 (25%) voru frá Landspítala, 102 (5%) frá ÍE og 35 (1,7%) frá Hjartavernd. Samanburður á fagsviðum sýnir að heilbrigðis- og læknisfræði hefur afgerandi forystu með 147 greinar. Landspítali stóð að 70% greina um heilbrigðis- og læknisfræði 2001. Erlendur ISI samanburður: Fjöldi ISI greina í klín- ískri læknisfræði miðað við fólksfjölda árið 1998 er langt yfir meðaltal 22 OECD-landa og sama gildir um erfðafræði og sameindalíffræði. Tilvitnanir: Könnun fyrir tímabilið 1994-98 sýndi að klínísk læknisfræði er í fyrsta sæti á heimslista með að meðaltali 6,7 tilvitnanir í hverja grein en heimsmeðal- tal er 4,1. Sameindalíffræði og erfðafræði er í 10. sæti á heimslista. Gerð var könnun á fjölda tilvitnana hjá 134 vísindamönnum á Landspítala og höfðu fjórtán vísindamenn yfir 1000 tilvitnanir og þar af tveir yfir 5000. Allar tilvitnanir voru taldar óháð höfundaröð. Alyktun: Könnun okkar sýnir að vísindastarf á Land- spítala stendur vel bæði hvað varðar magn og gæði og spítalinn er öflugt þekkingarfyrirtæki. Klínískar rannsóknir eru í fyrsta sæti á heimsvísu og byggist það á einstökum efnivið til rannsókna. ENGLISH SUMMARY Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B Scienific output of Landspítali University Hospital Læknablaðið 2004; 90: 839-45 Introduction: The study describes an assessment of scientific activity in Landspítali University Hospital for the period 1999-2003. Methods: Bibliometrical methods were used to assess the quantity and quality of the scientific output for lceland and the three main institutions active in medi- cal sciences, Landspítali University Hospital, (LUH), deCODE genetics (dCg) and the lcelandic Heart As- sociation (IHS). All papers registered in the International Scientific Information (ISI) database with an author affiliated with these institutions were counted and clas- sified. The number of citations were counted in Science Citation Index (SCI). Results: ISI publications for lceland 1999-2003 were 2094, thereof 517 (25%) from LSH, 102 (5%) from dCg and 35 (1,7%) from IHS. Medical sciences accounted for147 (33%)ofthe total in 2001. During the period 1981-2003 the total output of papers from lceland increased from 0,01 to 0,07% and the total number of citations from 0,01 to 0,09% of the total world produc- tion. During the period 1994-98 papers from clinical medicine in lceland were ranked 1st in the world with 6,7 mean citations when the world mean was 4,1. Mo- lecular biology and genetics were ranked 10th. Conclusion: The assessment shows that the LUH is a leading knowledge institution in lceland. The interna- tional comparision shows that lceland is among the top 10 nations in quantity and quality of medical research. Keywords: Bibliometric methods. Correspondence: Bjarni Þjóðleifsson, bjarnit@tandspitali.ls 'Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar, Landspítala, 2Bóka- safn Landspítala, 3Formaður Vísindaráðs Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Bjarni Þjóðleifsson, LYF-1. Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. bjarnil@landspitali.is Lykilorð: bókfrœðimœlingar. Inngangur Eftir margra ára umræður um skilvirkni sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu varð niðurstaðan sú að sam- eina tvö stærstu sérgreinasjúkrahús landsins, Ríkis- spítala og Sjúkrahús Reykjavíkur, í eitt hátækni- og kennslusjúkrahús. Ákvörðun um sameininguna var tekin í febrúar árið 2000 og varð þá til Landspítali - háskólasjúkrahús (LSH). Meginmarkmið sameiningarinnar var að auka skilvirkni í lækningum með sameiningu sérgreina sem yrðu faglega styrkari og gæfu einnig tækifæri til þess að auka gæði kennslu og rannsókna. Lögð var áhersla á að efla kennslu og rannsóknir og hefur þetta birst í formlegum samstarfsamningi Landspítala og Háskóla íslands (HÍ) svo og því að kennslu- og rannsóknarhlutverkið hefur verið styrkt með skipan sérstaks framkvæmdastjóra kennslu og fræða. Ólokið er þeim hluta samnings spítalans og HI sem snýr að skiptingu kostnaðar við kennslu en mikilvægt er að hann verði kannaður og skilgreindur og ennfremur kostnaður við rannsóknir. Fyrir liggur skýrsla Ríkisendurskoðunar (1) um áhrif sameiningarinnar á afköst og gæði lækninga en engin tilraun var gerð í skýrslunni til þess að meta af- köst og gæði vísindavinnu. Ekki er tímabært að meta Læknablaðið 2004/90 839
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.