Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 21

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 21
FRÆÐIGREINAR / VÍSINDASTÖRF Á LANDSPÍTALA er mat höfunda að yfir 95% heimtur séu á spítala greinum fyrir árið 2003. Fengin var ritskrá frá HV til að bæta upp aðferð 1 og vefsíða ÍE skoðuð varð- andi vísindagreinar. Fleiri greinar frá ÍE fundust í PubMed heldur en skráðar voru á vefsíðu. HÍ. Ennfremur þeir sem vitað var að stunduðu rann- sóknir samkvæmt Vísindahefti LSH eða á annan hátt. Ekki er um tæmandi könnun að ræða en talið er að flestir sem hafa tilvitnanir um og yfir 100 séu á þessum lista. Fjöldi tilvitnana Fjölda tilvitnana í greinar frá ÍE var talinn á Web of Science og jafnframt var gerð tilraun til alþjóðlegs samanburðar og var þar stuðst við erlendar heimildir (7,14) og upplýsingar af vefsíðu RANNÍS og OECD. Það þarf margs að gæta við túlkun á upplýsingum úr SCI (15-17): 1. ISI gagnagrunninn skráir ekki á fullnægjandi hátt útgáfur í félagsvísindun, bókmenntum og listum og eru sérstakir gagnagrunnar fyrir þessar greinar (áðurnefndir). 2. Stærð sérgreina og fjöldi tímarita á hverju sviði ráða miklu um fjölda tilvitnana. Þeim mun fleiri tímarit sem eru í faggreininni þeim mun fleiri tilvitnanir. Af ástæðum 1&2 gefur samanburður milli fagsviða takmarkaðar upplýsingar. 3. Tegundir greina hafa áhrif á tilvitnanatíðni. Til- tölulega meira er vitnað í yfirlitsgreinar en aðrar vísindagreinar (16,17). 4. Tilvitnanir í greinar á SCI: Greinar þurfa ákveðinn árafjölda til að ná inn tilvitnunum og við saman- burð þarf að skilgreina tímabil sem skoðuð eru og hvenær þau voru talin. SCI breytist mánaðarlega og samanburður á tilvitnunum þarf því að vera staðlaður. 5. Tilvitnanir í einstaka vísindamenn. Tvær aðferðir eru notaðar og hafa báðar kosti og galla (6, 15). Aðferð 1 telur einungis tilvitnanir í fyrsta höfund og mjög áhugaverð úttekt á íslenskum vísindum hefur verið gerð af Birgi Guðjónssyni með þessari aðferð (18). Aðferð 2 telur tilvitnanir í alla höf- unda óháð höfundaröð og er hún notuð í þessari grein. Röksemdir fyrir því eru færðar í heimild (19) og einnig síðar í þessari grein. 6. Til eru dæmi um að mikið sé vitnað í greinar vegna þess að í þeim hefur orðið uppvíst um tilbúning eða mistúlkun. Það er því ekki tryggt að margar tilvitnanir séu alltaf vísbending um gæði. Þrátt fyrir ofantalda galla á SCI þá er hann mjög gagnlegur til að bera saman vísindavinnu á sambæri- legum fagsviðum milli landa og tímabila og þannig er SCI notaður í þessari grein Tilvitnanir í einstaka starfsmenn Landspítala voru kannaðar á SCI fyrir tímabilið 1970 til september 2004 og voru allar tilvitnanir taldar hvort sem þeir voru fyrstu eða seinni meðhöfundar. Starfsmenn sem voru valdir í þessa könnun voru þeir sem höfðu stöðu við Læknadeild HÍ eða höfðu sótt um framgang um mat á akademísku hæfi samkvæmt samningi LSH og Niðurstöður Fjöldi ritrýndra greina fyrir ísland allt, LSH, HV og IE á árunum 1999-2003, er sýndur í mynd 1. Alls voru 509 greinar frá LSH birtar á tímabilinu og er 256% aukning á árinu 2003 miðað við 1999. Hlutfall greina frá LSH af öllum greinum frá íslandi var 20% fyrir árið 1999 en 28% fyrir árið 2003. Greinar frá LSH sem voru unnar í samvinnu við ÍE voru 5% árið 1999 en 8% árið 2003. Upplýsingar um heildarfjölda birtra greina frá íslandi öllu eru fengnar úr NSIOD. Höfandar greina frá LSH Einn höfundur var að 23 (4,4%) greinanna, 2-5 að 239 greinum, 6-10 að 169 greinum en >10 höfundar voru að 88 (17%) greina. Einn eða fleiri höfundar tengdir erlendum stofnunum voru að 56% greinanna og var ekki marktæk breyting milli áranna 1999-2003. Samanburður eftir fagsviðum: í mynd 2 er sýnd Mynd 1. Fjöldi ritrýndra greinafrá Hjartavernd, íslenskri erfðagreiningu (ÍE), Landspítala og íslandi öllu 1999-2003. Læknablaðið 2004/90 841

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.