Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 44

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AF SJÓNARHÓLI STJÓRNAR LÍ Birna Jónsdóttir Höfundur er gjaldkeri í stjórn LÍ. I pistlunum Af sjónarhóli stjórnar birta stjórnarmenn LÍ sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Það hringdi til mín sölumaður frá KB banka og bauð mér óskilyrta ráðgjöf í tryggingamálum. Af því að ég er svo forvitin stóðst ég ekki mátið og fór í viðtal. Hann var ansi nærgöngull um viðkvæmustu mál fjölskyldunnar fannst mér en lofaði fullum trúnaði. Mér datt í hug að ef til vill liði sjúklingum oft svipað þegar við erum að yfirheyra þá. Viðtalið var í sama tilgangi og fyrirbyggjandi læknisfræði, byrgja brunn- inn et cetera. Að mörgu leyti var ég dæmigerður viðskiptavin- ur sagði maðurinn, val mitt á bankastofnun bygg- ir ekki síst á tilfinningalegum ástæðum. Ég hef haft minn launareikning í SPRON því þar fékk ég í gamla daga víxil til að redda mér fram að námsláni eftir að bankastjóri ríkisbanka hafði neitað mér. Það sem var skemmtilegt og sjaldgæft við mig var hins vegar að ég er alveg óvanalega vel tryggð. Hvernig skyldi nú standa á því? Jú ég gaf mér það í fertugsafmælis- gjöf að hætta að vinna sextug. Hugmyndina fékk ég nú ekki hjálparlaust heldur vaknaði þessi vissa innra með mér við læknaborðið í matsalnum á þáverandi BSP í Fossvogi þegar mér miklu eldri og reyndari kollegar komu stynjandi í mat og létu sig dreyma um starfslok um sextugt. Þegar ég í fávisku minni spurði af hverju þeir hættu ekki bara að vinna var litið á mig með fyrirlitningarsvip og sagt: „Það er ekki hægt að fá útúr lífeyrissjóðnum fyrr en maður er 67.“ Undanfarna áratugi hefur mikið breyst hjá pen- ingastofnunum, þær eru farnar að ganga á eftir fólki bjóðandi peninga hægri vinstri með lágmarksvöxtum og við getum keypt okkur aukalífeyri! En Eva var ekki lengi í Paradís. Blikur á lofti með lífeyrissjóð- inn eða hvað? Viðræður eru í gangi milli Lífeyrissjóðs lækna (LL) og Almenna lífeyrissjóðsins hjá Islands- banka um sameiningu þessara tveggja sjóða. Þessar viðræður eru að undirlagi stjórnar LL og ugglaust bráðnauðsynlegt að fylgjast grannt með þróun mála á lífeyrismarkaðnum. Þessar breytingar á LL snerta menn misjafnlega. Og fyrst og fremst maka lækna. Reyndar skilst mér að samkvæmt ævilíkareglunni sem segir að konur lifi lengur en karlar sé betra fyrir kvenkynslækna að af sameiningu verði. Allir félags- menn ættu að fara yfir sín persónulegu mál og stöðu hjá LL og reikna út sig og sína fjölskyldu. Fyrir þá sem eru nettengdir er þetta einfalt til dæmis gegnum heimasíðu Læknafélagsins. Einnig er hægt að lesa yf- irlitin sem eru send á vordögum. Ákvörðun um sam- einingu verður ekki tekin nema á aðalfundi LL og ég hef njósnað hjá stjórn LL að fyrirhugað sé að setja reiknivél á netið þar sem menn geta skoðað stöðu sína í sameinaða sjóðnum ef af verður áður en til framkvæmda kemur. Hugmyndir hafa verið uppi um yfirgangslausn varðandi makalífeyri sem er sennilega viðkvæmasti hluti væntanlegra breytinga. Lokaniður- staða er engu að síður að hver er sjálfum sér næstur. The HOUPE study Minnum lækna á að taka þátt í rann- sókn á umgjörð og heilsu í starfi lækna Allir læknar með lækningaleyfi á íslandi þann 30. júní síðastliðinn hafa fengið sent boð um þátttöku í rannsókn á umgjörð og heilsu í starfi lækna. Bréfinu fylgdi einkennisnúmer til að skrá sig inn á vefsetrið www.houpe.no og svara spurningalista. Rannsóknin er unnin í samstarfi fjögurra landa en tekur samt mið af fyrri rannsóknum á læknum hér á landi og þá sérstaklega rannsókn Félags íslenskra heimilislækna á heim- ilislæknum og Vinnueftirlitsins á læknum Landspítala (sjá fyrri kynningar í september- og októberheftum Læknablaðsins). Við hvetjum alla lækna til að svara. Ef vefsvörun hentar ekki má fá spurningalistann sendan á pappír. Ollum fyrirspurnum um framkvæmd rannsóknarinnar verður svarað af Lilju Sigrúnu Jónsdóttur verkefnis- stjóra hjá Landlæknisembættinu og starfsmönnum skrifstofu Læknafélags íslands. Rannsóknarhópurinn 864 Læknablaðið 2004/90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.