Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.12.2004, Qupperneq 47
UMR/EÐA & FRÉTTIR / KOSTNAÐARGRElNI NG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU eyri og 4300 í Salahverfi. Pað virðist því ekki vera eft- ir miklu að slægjast með því að koma á tilvísanakerfi ef ætlunin er að halda niðri kostnaði. Pað er hins vegar talsverður munur á kostnaði við komu til sérfræðings á stofu annars vegar og hins veg- ar á göngudeild sjúkrahússins, í sumum tilvikum tvö- faldur og jafnvel þrefaldur. Vissulega getur þjónustan sem veitt er verið misjöfn, á því hefur ekki verið gerð sérstök úttekt, en þeir sem vinna jöfnum höndum á báðum stöðum sjá sjaldnast mikinn mun á þjónust- unni. Skýringar á þessum kostnaðarmun er hins veg- ar að leita í því að það er miklu fleira starfsfólk sem tengist þjónustu göngudeildanna - hjúkrunarfræðing- ar, sálfræðingar, félagsráðgjafar, fótasérfræðingar og fleiri stéttir. Skýrsluhöfundar skoðuðu launahlutann og aðra mikilvæga kostnaðarliði í þessari þjónustu og mér sýnast niðurstöðurnar vera mjög ábyggilegar. Af þessu má draga þá ályktun að ef stefnan á að vera sú að beina sem mestu af ferliverkunum inn á spítalann frá sérfræðiþjónustunni þá muni það leiða til aukins kostnaðar. Petta er athyglisverðasta niður- staða skýrslunnar fyrir okkur sem störfum við það að veita læknisþjónustu utan sjúkrahúsanna.“ Eins og nefnt er hér að ofan gera skýrsluhöfundar talsvert úr því hversu erfitt er um allan samanburð enda kom í ljós þegar skýrslan var birt að menn fóru strax að deila um forsendurnar fyrir útreikningum þeirra. Spurningin er því hvort ekki sé um svo ólíka hluti að ræða að seint verði þeir bornir saman svo öll- um þyki sanngjarnt og réttlátt. „Vissulega getur verið erfitt að bera saman heilsu- gæsluna og sérfræðiþjónustuna en þó er viss skörun verkefna og ákveðin vandamál sem koma inn á borð beggja. Hagfræðistofnun reyndi einmitt að meta þann þátt út frá taxta beggja rekstrarforma. Samanburður sérfræðiþjónustunnar og spítalans er heldur ekki auð- veldur en þó er hægt að nálgast hann með því að nota svokallað DRG-kerfi sem nú er að ryðja sér til rúms á spítalanum. Með því á að fást réttur samanburður." Allt gegnsætt í sérfræðiþjónustunni Steinn sagði að læknastöðvarnar hefðu ekki innleitt DRG-kerfið í rekstri sínum, enda væri það kostnað- arsamt. Hins vegar hefði komið í ljós þegar Hagfræði- stofnun fór að afla sér upplýsinga um sérfræðiþjón- ustuna að þær lágu allar fyrir hjá Tryggingastofnun. „Það tók skýrsluhöfunda ekki nema tvær eða þrjár vikur að ná utan um allan kostnað sérfræðiþjónust- unnar en allar tölur um kostnað spítalans og heilsu- gæslunnar voru erfiðari viðfangs, bæði að afla þeirra og túlka þær. Petta er því allt miklu gegnsærra í sér- fræðiþjónustunni, kostnaðurinn liggur fyrir og það er búið að takast á um hann yfir samningaborðið. í því sambandi er rétt að nefna að taxtarnir sem eru í gildi hjá sérfræðiþjónustunni eru lágir og lægri en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Það helgast af því að í gildi er samningur milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar sem er báðum aðilum til hags- bóta. Grundvallaratriði hans eru þau að almenning- ur hefur greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu sem er ódýr en Tryggingastofnun borgar sinn hluta reikning- anna að fullu. Sérfræðingar hafa sinnt stórum hluta utanspítalaþjónustunnar á stofunum í hagkvæmu rekstrarumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefur þjónað landsmönnum vel.“ - Nú liggur þessi skýrsla fyrir, hvernig hyggist þið nota hana? „Skýrslan staðfestir það sem læknasamtökin hafa haldið fram um árabil, sem sé að sérfræðiþjónusta sem rekin er af læknum sé hagkvæm. Hún styrkir okkur í málflutningi okkar og hún er samin af óháðum aðil- um. Sú fullyrðing Ríkisendurskoðunar að það mundi sparast mikið fé við það að flytja sérfræðiþjónustuna inn á sjúkrahúsin virðist ekki standast. Þjónustan yrði þvert á móti dýrari og auk þess ópersónulegri því yfir- leitt koma sjúklingar aftur og aftur til sama læknis á stofu en það er engin trygging fyrir því að svo sé á spítalanum. Þess vegna eru gæðin betri. Þetta er engin endanleg niðurstaða en ég held að þegar samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins skoðar þessa skýrslu muni hún sjá að samningarnir sem hún hefur gert við sérfræðilækna eru mjög góðir. Hún mun því væntanlega greiða fyr- ir því farsæla sambandi sem verið hefur og draga úr þeim vandræðagangi sem hefur viljað einkenna samn- ingagerðina. Stjórnmálamenn hljóta lfka að draga sína lærdóma af þessari skýrslu. Þeir ættu að sjá núna við hverja er hagkvæmt að skipta. Ég vil taka það fram að ég ber hag spítalans einnig fyrir brj ósti og vissulega þarf hann að byggj a upp öfluga göngudeildarþjónustu, ekki síst svo hann geti gegnt kennslu- og fræðahlutverki sínu með sóma. Hann getur hins vegar ekki keppt við sérfræðiþjónustuna hvað hagkvæmni snertir," sagði Steinn Jónsson. Steinn Jónsson lungna- lœknir og talsmaður Delfí sem eru samtök einkarek- inna lœknastöðva. Ljósm. Þórdís Ágústsdóttir. Læknablaðið 2004/90 867
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.