Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 49

Læknablaðið - 15.12.2004, Síða 49
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÁLFSSKAÐAR fleiri.) Heitið parasuicidium var lagt niður á þessum rannsóknarvettvangi 1994 og hefur ekki verið tekið upp aftur. Langflestar Evrópuþjóðir auk Tyrklands og fsra- els eiga fulltrúa í þessari rannsókn. Samkvæmt áður- nefndri bók eru tölur tilbúnar frá 27 borgum í 19 lönd- um. Þær sýna tvö tímabil, 1989-1993 og 1995-1999, með 22.672 sjálfsvígstilraunum hjá 17.486 einstak- lingum fyrri fimm árin, en 19.727 hjá 13.427 einstak- lingum síðari fimm árin. Þetta er talið umfangsmesta gagnasafn sinnar tegundar í heiminum. Þátttökuborg- ir byrjuðu ekki allar á sama tíma og því segir munur- inn á þessum tveimur tímabilum ekkert um breyting- ar á tíðni sjálfsvígstilrauna í Evrópu almennt. Það er enn verið að fínstilla strengina og nýjar borgir eru enn að bætast við og fleiri boðnar velkomnar til þátttöku. Norðurlönd og Miðevrópa hafa greinilega verið í for- ystu lengst af og nú vantar aðeins Portúgal, ísland og fáein Austurevrópulönd til að öll lönd álfunnar taki þátt. Athyglisvert er að höfuðborgir landanna eru í miklum minnihluta, Stokkhólmur, Helsinki, Tallinn, Riga, Vilnius, Kiev, Bern, Aþena, Ankara. Hinar borgirnar eru ekki höfuðborgir landa sinna. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) hefur sýnt þessum málum áhuga á seinni árum og rannsóknar- teymi heimamanna tók saman yfirlit yfir skráðar sjálfs- vígstilraunir 1985-2002 fyrir norræna geðlæknaþingið í Reykjavík 2003. Ennfremur sendi FSA tvo fulltrúa á heimsþing IASP (Alþjóðleg samtök um sjálfsvígs- forvarnir) í Stokkhólmi í fyrra og aftur á Evrópuþing (EASP) í Kaupmannahöfn í ágúst sl. Undirritaður geðlæknir fór í bæði skiptin og sannfærðist um nauð- syn þess að athuga það í fullri alvöru hvort Akureyri eigi að koma sér á kortið og óska eftir samstarfi og þátttöku í WHO/Euro Multicentre Study on Attemp- ted Suicide. Mjög líklega þarf sérstaka heimild til að safna gögnum áfram um fyrirsjáanlega framtíð, til dæmis næstu fimm árin, sem nota mætti bæði til að skipuleggja rannsóknir um eftirfylgd skjólstæðinga hér nærsvæðis og ekki síður til að undirbúa Evrópu- samstarf ef af verður. Heimildir 1. Stengel E. Suicide and Attempted Suicide 2. útg. 1970. 2. Schmidtke A. Suicidal Behaviour in Europe 2004. Orlofskostum fjölgar Orlofsnefnd LÍ hefur unnið að því að undanförnu að fjölga þeim kostum sem læknum bjóðast í or- lofi sínu. Ákveðið hefur verið að framlengja leigu- samninginn um íbúðina í Barcelona og nú er verið að ganga frá samningum um leigu á íbúð í Alicante á meginlandi Spánar en Menorca dettur út. Þá hefur verið tekin á leigu íbúð í hjarta Kaup- mannahafnar. Um er að ræða 88 fermetra þriggja herbergja íbúð við Paludan Mullersvej á Friðriks- bergi. Þaðan er skammt í Frederiksborg Have og dýragarðinn og röskur göngutúr eftir Vesterbro- gade niður að Ráðhústorgi. Innlendum kostum fjölgar líka. Nú er lokið endurbótum á einbýlishúsinu að Skaftárvöllum 7 á Kirkjubæjarklaustri og hefur húsið verið í leigu frá því í haust. Þetta er rúmgott hús með svefnplássi fyrir átta manns. Búið er að koma upp gufubaði í bflskúrnum og að sjálfsögðu er hinn ómissandi heiti pottur á veröndinni. Húsið er vel tækjum búið og hentar jafnt til sumar- sem vetrardvalar. Það liggur vel við ferðum inn á hálendið og í næsta nágrenni eru fjölbreyttir möguleikar á veiðum, hvort sem menn sækjast eftir lagardýrum eða fugl- um himinsins. Húsið á Kirkjubœjar- klaustri hefttr verið tekið í gegn og komið þar upp bœði heitum potti og gufubaði. Par er góð að- staða til dvalar hvort sem er að sumri eða vetri. Hér að neðan er húsið Mörk í Reykjadal. Síðast en ekki síst ber að nefna nýjustu fjárfestingu nefndarinnar en hún afréð nú fyrir skemmstu að kaupa heilsárshúsið Mörk sem stendur í grennd við Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu, nánar tiltekið í hlíðinni ofan við skólann. Húsið er nýlegt, reist fyrir tveimur árum og hefur verið notað sem sumarbústaður og íbúðarhús. Húsið er 64 fermetrar auk 25 fermetra svefnlofts. Á hæðinni eru tvö svefnherbergi, eldhús, bað og stofa. Verið er að koma húsinu í gott horf og heitum potti verður komið upp fyrir sumarið en ætlunin er að hefja útleigu á því eftir áramót. Nánari upplýsingar um þessa kosti og aðra sem Orlofsnefnd býður læknum verður að finna í bæklingi nefndarinnar sem að þessu sinni kemur út í janúar og verður dreift með fyrsta tölublaði Læknablaðsins á nýju ári. Einnig má benda á heimasíðu nefndarinnar en hana má nálgast af heimasíðu LÍ: lis.is Læknablaðið 2004/90 869
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.