Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 52

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HEILBRIGÐISMÁL Úrræði A) Skilgreina lágmarksskyldutryggingu íslenskra ríkisborgara svo að fólk viti hver trygging þess er og geti bætt við sig tryggingum af skynsemi. B) Afnema ríkiseinokun sjúkratrygginga svo að fólk geti tryggt sig annars staðar en hjá ríkinu og fengið skatta til baka. C) Flytja stjórnun og rekstur heilsugæslu frá ríki til sveitarfélaga eða einkaaðila. D) Greiða leiðir sjúkrastofnana út úr fjárlagarekstri svo að þær geti þrifist og starfað vel. E) Ráðuneytisstjórar sitji lengst í 8 ár. þar sem til dæmis sjúkrahús vinna fyrir sér sjálf er vel hugsanleg í upplýstu samfélagi með góðar sjúkra- tryggingar. Upplýstur sjúklingur velur alltaf þá þjón- ustu sem hann treystir best, að miklu leyti án tillits til kostnaðar og stýrir þannig óbeint þróun og gæðum. Síðustu ár hefur fólk í auknum mæli reynt að auka öryggi með kaupum svonefndra líf- og sjúkdóma- trygginga sem þó eru ekki sjúkratryggingar. Skyldu- trygging ríkisins er óljós. Má því líkja þessu við óvissuferð. Öryggi eykst lítið, útgjöld mikið, skattar óbreyttir en öryggisleysið knýr þróunina áfram. Sú íslenska krafa að allir skuli vera tryggðir hefur löngu gert það að forgangsverkefni að skilgreina með lög- um lágmarksskyldutryggingu hvers ríkisborgara. Það öryggismál er einnig forsenda viðbótartrygginga sem og nauðsynlegrar þátttöku annarra en ríkisins í sjúkra- tryggingum. Samantekt 1. Beint samband er milli ákvarðana fjármálaráðherra og vanrækslu og „slysa“ í heilbrigðisþjónustu. Þessa gætir mjög í geðheilbrigðisþjónustu sem er svelt vegna niðurskurðar stofnanaþjónustu og sjúkratrygginga. Öryrkjum fjölgar ört. 2. Skilningslaus fjárlagarekstur sjúkratrygginga er ómenning og stefnir á eyðileggingu mikilvægs tryggingakerfis. Sjúkratryggingar þurfa að kom- ast úr böndum ríkisins til að verða alvöru tryggingar. 3. Heilbrigðisráðuneyti virðist undirstofnun fjármálaráðuneytis en ekki fagráðuneyti. Embættismannastjórnun viðheldur vanþjónustu á sjúkra- húsum og í heilsugæslu. 4. Skilgreining sjúkratrygginga er öryggismál og forsenda ábyrgrar þátt- töku annarra en ríkis í tryggingstarfsemi. 5. Sjálfstæð starfsemi uppbyggð á eigin vegum er þrátt fyrir mótbyr yfir- valda vaxtarsvæðið í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hún er hagkvæm, vel metin af neytendum en óvinsæl af yfirvöldum sem ráða ekki yfir henni. Afköst hennar eru mikil og opinber kostnaður lítill. Ríkisútgerð heilbrigðismáia Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið var stofnað með lögum 1. janúar 1970. Aður var heilbrigðismál- unum stýrt frá Landlæknisembættinu og úr „skúffu" í dóms- og kirkjumálaráðuneyti en almannatrygg- ingamálum úr félagsmálaráðuneyti. Nær frá upphafi hafa ráðuneytisstjórar verið aðeins tveir í þessi ár. Ráðherrar hafa komið og farið en stefnan verið sú sama, ríkisrekstur vaxandi einokun - „yes minister" miðstýring. Síðari áratugi hafa ráðherrar gjarnan ver- ið fyrrverandi formenn fjárlaganefnda Alþingis. A 20 ára afmæli ráðuneytisins skrifaði ráðuneytis- stjórinn fyrri í afmælisgrein (Mbl. 28/09/90): „Á síð- ustu tíu árum hefur verið markvisst unnið að því að sjúkrahús landsins fœru á föst fjárlög og má nú segja að meginhluti útgjalda sjúkrahúsanna sé ákveðinn á fjárlögum. Með því hefur tekist að stöðva útgjalda- aukningu heilbrigðisþjónustunnar". Draumsýnin frá ævikvöldi kommúnismans dugir enn sem uppistaða í stefnu ráðuneytisins. Síðar tók við sæti ráðuneytisstjóra reyndur forstjóri ríkisspítala. Ötull fagmaður í miðstýringu og hafði þá þegar aflað sér hæstaréttardóms fyrir að kæfa og sölsa undir spítalana þjónustu sem „keppti“ við ríkið. Hef- ur sæti ráðuneytisstjórans síðan breikkað og aukist að valdi. Oft með þeirri einföldu aðferð að sinna ekki málum, svara ekki bréfum. Fleyg eru orðin: „My final answer is maybe“. Hvar sem ráðuneytið hefur komið að málum hefur það stjórnað áfram eins og landvinn- ingaher. Eðli miðstýringar er að leyfa fátt, banna margt og skipulagsbinda allt „undir einni hendi“. Útiloka val- frelsi, fjölbreytni ogþróun. Ráðuneytið hefurofstjórn- að heilsugæslunni um landið sem áralöng, árangurs- laus frelsisstríð heilsugæslulækna vitna um. Sjálfstætt starfandi heimilislæknar hafa verið á útrýmingarlista í átján ár og fækkað úr 29 í 12 þótt tugþúsundir vanti heimilislækni. Það tók Tæknifrjóvgunardeild mörg ár að losna úr vistarbandi Landspítala. í Trygginga- stofnun hefur ráðuneytið áhrif á viðgang sjálfstæðrar starfsemi hvar sem sjúkratryggingar koma við sögu. Yfirgangur eða ofbeldi ríkisins gegn einkarekstri er enn aðalreglan. Ríkisrekstur heilbrigðisráðuneytisins minnir á SIS fyrri tíma. Ríkisstjórnir Sjálfstæðismanna sem fyrrum áttu hugsjónir um minni ríkisrekstur breyttu engu. Margyfirlýst stefnan um endurreisn raunveru- legra sjúkratrygginga og valfrelsi fólks um heilbrigð- isþjónustu er vanefnd vegna pólitískrar einfeldni og tvöfeldni. Fer því sem horfir enn um stund. 872 Læknablaðið 2004/90 J

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.