Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 61

Læknablaðið - 15.12.2004, Side 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Erfðafé Jóns var notað til að kaupa geymsluhúsnæði í Bygggörðum í grennd við Nesstofu og Læknafélag íslands lagði fram fé til endurbóta á því.“ Norrænt þing á næsta ári Þótt norræna árbókin komi ekki lengur út hefur fé- lagið verið virkt í norrænu samstarfi en á Norður- löndum eru um 5000 skráðir félagsmenn í 25 lækna- sögufélögum. „Félögin halda þing annað hvert ár og við höfum haldið það tvisvar, 1981 og 1995, og það verður eitt helsta verkefni félagsins á afmælisárinu að undir- búa og halda næsta norræna læknasöguþing í ágúst á næsta ári. Við fengum því framgengt að tungumál þingsins verður enska og að þingið verði auglýst utan Norðurlanda. Meginefni þingsins er sjúklingur og samfélag en þar verður fjallað um farsóttir á norð- urslóðum, læknisfræði og alþýðuvísindi, konur í lækn- isfræði, læknisfræði víkingatímans og ýmislegt fleira. Síðast þegar þingið var haldið hér á landi voru þátt- takendur um 100 og við eigum von á að þeir verði ekki færri núna. A læknasöguþinginu 1981 barst félaginu fyrirheit frá dönskum lyfjafræðingi, Poul Assens, um að hann kostaði árlega för fyrirlesara frá Norðurlöndum til Islands til að halda fyrirlestur um sögu læknisfræðinn- ar. Poul starfrækti fyrirtækið Biopharma í Danmörku og það hefur haldið áfram að styrkja þessa fyrirlestra eftir að hann féll frá árið 1992. Poul var mikill vin- ur Egils Snorrasonar, læknis af íslenskum ættum sem starfaði í Danmörku og var meðal annars yfirlæknir Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Fyrirlestrarnir eru nefndir eftir Agli og nú í lok október var slíkur fyrir- lestur haldinn í 23. sinn. Félagið er afar þakklátt fyrir þennan vináttuvott sem því er sýndur enda hafa fyrir- lestrarnir lífgað mikið upp á starfsemi þess. Auk þessa starfs hefur félagið unnið að því að kynna starfsemi sína meðal lækna og annars áhuga- fólks og það hefur borið þann árangur að nú eru félagsmenn um 130. Pað blundar mikill áhugi á sögu meðal lækna enda speglar hún sjálfsvitund stéttarinn- ar. Aðrar stéttir á borð við sagnfræðinga, félagsfræð- inga, mannfræðinga og fornleifafræðinga sýna sögu læknisfræðinnar aukinn áhuga og það gefur greininni og starfi félagsins nýja vídd,“ segir Atli Pór Ólason formaður. Auk Atla skipa stjórn félagsins þau Vilhelmína Haraldsdóttir blóðsjúkdómafræðingur sem er ritari, Óttar Guðmundsson geðlæknir er gjaldkeri og með- stjórnendur þær Kristín Einarsdóttir lyfjafræðingur og Pórunn Guðmundsdóttir sagnfræðingur. Félagið heldur úti heimasíðu sem áhugamenn um lækninga- sögu ættu að gera að bókamerki í netvafranum sínum en veffangið er icemed.is/saga/ Ráðstefna tíl mínningar um Jón Steffensen Jón Steffensen. Teikning: Halldór Péturs- son í Stúdentablaðinu 1938. Dagana 18. og 19. febrúar 2005 verð- ur haldin ráðstefna í minningu Jóns Steffensen prófessors en þann 15. þess mánaðar verða 100 ár liðin frá fæð- ingu hans. Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu og samhliða henni verður opnuð sýning á bókum, handritum og myndum úr safni Jóns og munum sem tengjast honum í eigu Þjóðminjasafns. Um- sjón sýningarinnar er í höndum Em- ilíu Sigmarsdóttur. Ráðstefnan á að endurspegla fjöl- breytnina í viðfangsefnum Jóns. í þeim tilgangi hefur verið leitað til fræðimanna úr ólíkum greinum um að flytja erindi á ráðstefnunni, lækna, mannfræðinga, fornleifafræðinga, sagnfræðinga og bókmenntafræðinga. Ráðstefnan verður sett föstudaginn 18. febrúar. Þá mun Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður opna sýninguna, Hrafnkell Helgason fjallar um Jón, líf hans og störf og gestur ráðstefnunnar og aðalfyrirlesari, Andy Cliff, prófessor í landafræði við Cambridge háskóla, flytur erindi um efni að eigin vali. Cliff er kunnugur verkum Jóns og hefur meðal annars unnið að rannsóknum á mislingafaröldrum hér á landi. Um þær má lesa í bók hans Spatial Diffusions: An historical geography ofepidemic in an island commun- ity (1981). A laugardeginum mun hver málstofan fylgja annarri þar sem fjallað verður um ýmis mál sem tengjast Jóni á einn eða annan hátt. Hannes Blöndal ræðir um kennslu við læknadeild Háskóla íslands, einkum kennslu í líffærafræði en það var aðalfag Jóns, og Halldór Baldursson segir frá endurlífgun um 1800. Þá fjallar Kristinn Magnússon, sem lengi sá um Nesstofusafn, um störf Jóns í þágu söfnunar lækningaminja. Gavin Lucas fornleifafræðingur ætlar að fjalla um beinafundi í Skálholti í nýju samhengi en hann hefur unnið þar á vegum Fornleifastofnunar íslands. Jón Þorsteinsson læknir og Hildur Gestsdóttir hjá Fornleifastofnun segja frá rannsóknum þeirra á fornmeinafræði. Agnar Helga- son mannfræðingur fjallar um DNA-rannsóknir á beinum og Birna Jónsdóttir um DNA-rannsóknir á múmíum. Svend Richter og Sigfús Þór Elíasson fjalla um rannsóknir á leifum tanna úr Skeljastaðafundinum. Fulltrúar húmanískra greina verða meðal annars Elín Hirst sagnfræðingur sem að undanförnu hefur verið að skrifa um bólusótt og Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Hann er höfundur bókarinnar Ferðalok, þar sem bein Jónasar Hallgrímssonar koma við sögu, en á ráðstefnunni fjallar hann um bein Jóns Arasonar. Fjöldi annarra fyrirlestra verður en dagskrá mun standa frá klukkan níu og fram eftir degi. Endanleg dagskrá verður kynnt síðar. Að undirbúningi ráðstefnunnar hafa unnið Kristín Bragadóttir bókmennta- fræðingur, Örn Bjarnason læknir og mannfræðingarnir Gísli Pálsson, Agnar Helgason og Sigurður Örn Guðbjörnsson. Læknablaðið 2004/90 881

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.