Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 69

Læknablaðið - 15.12.2004, Page 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 42 Faraldsfræði í dag Þáttagreining Mikið er um að spurningamælitæki (svokallaðir skal- ar) ýmis konar séu notuð í faraldsfræðirannsóknum. Þar sem notkun skala er að aukast er nauðsynlegt að þekkja til þáttagreiningar (e. factor analysis). Þátt- agreining er mikilvæg aðferð til að kanna réttmæti skala, en margar aðferðir aðrar eru notaðar í þeim tilgangi. Þáttagreining er tölfræðiaðferð sem byggir á sálfræðikenningum um að hugtök tengist hjá svar- endum spurningalista (1). Eitt mikilvægasta hugtakið í þáttagreiningu er hin undirliggjandi breyta (e. latent variable). Þegar skal- ar eru þróaðir og notaðir er það með því markmiði að mæla ákveðið hugtak eða undirliggjandi breytu. Til dæmis er skalanum SF-36 ætlað að mæla hugtakið heilsutengd lífsgæði. Stundum er um að ræða undir- hugtök í skalanum sem saman ná utan um heildar- hugtakið. í dæminu um SF-36 er um að ræða 8 mis- munandi undirhugtök (til dæmis líkamlegir verkir og þróttur) sem saman mæla heilsutengd lffsgæði (2). Á myndinni má sjá hvernig þáttalíkanið er hugsað fyrir hluta afSF-36. Þáttagreining fer þannig fram að úrtak er beðið að svara spurningalistanum (skalanum) og síðan eru svör þeirra kóðuð og slegin inn til tölfræðilegrar greiningar. I þáttagreiningu er áætluð stærð tengsla milli spurn- ingarinnar og hugtaksins á grundvelli svara úrtaksins. Tölfræðilega úrvinnslan byggir á því að reikna út tengsl spurningarinnar við allar hinar spurningarnar í einu. í tilfelli SF-36 væri til dæmis prófað hvernig spurningar um líkamlega verki tengjast hver ann- arri og svo framvegis. Þessi tengsl eru kölluð factor loadings á ensku. Þannig fengist heildarmynd af teng- ingunum innbyrðis sem síðan gæfi upplýsingar um hversu sterkt líkanið af skalanum var. Ef tengsl eru tölfræðilega marktæk þá styrkir það gildi skalans. Þáttagreining nýtist þannig í þróun skala við að prófa: - Hvort spurningar (e. item) tilheyra ákveðnu undirhugtaki skalans. Ef einhver spurning virð- ist samkvæmt þáttagreiningu ekki tilheyra hug- takinu er prófað að taka hana út og endurprófa skalann. - Hvernig skalinn sem heild virkar sem mælitæki á hugtakið. Þáttagreining hefur því aðallega að markmiði að einfalda gögnin (e. data reduction). Þegar búið er að komast að eiginleikum skalans eftir þáttagreiningu er hægt að mæla áreiðanleika hans með ýmsum aðferð- um og er þá oft reiknaður svokallaður innri áreiðan- leiki (internal consistency) með Cronbach’s alfastuðli eða KR-20 á öllum þeim spurningum sem eftir eru að lokinni þáttagreiningu innan hvers þáttar fyrir sig. Til eru tvær tegundir þáttagreiningar og nefnast þær á ensku Confirmatory Factor Analysis (CFA) og Exploratory Factor Analysis (EFA). Flestir sem hafa framkvæmt þáttagreiningu þekkja EFA, en sú aðferð byggir á því að rannsóknamaður gerir sér ekki fyrirfram hugmynd um hvernig líkanið Iítur út, hann ákvarðar ekki fyrirfram hve mörg hugtök er um að ræða, heldur lætur for- ritið um að reikna út lík- legasta fjölda hugtaka og hvaða spurningar tengjast hverju hugtaki. í CFA er hins vegar ákveðið fyrir- fram hvernig líkanið lítur út byggt á þekkingu á viðfangsefninu og líkanið prófað. Af þessum tveim tegundum er CFA mun sterkari aðferð vegna þess að hún prófar í raun líkan en lætur ekki tölfræðiforrit finna besta lfkanið eins og gert er í EFA. Til er ágætur texti á íslensku um þróun mælitækja (3). Að auki er til mjög aðgengileg bók á ensku (1). Fyrir þá sem vilja kynna sér CFA er bent á bók eftir Bollen (4). Heimildir 1. deVellis RF. Scale Development. Theory and Applications. Newbury Park: Sage Publications, 1991. 2. Ware JJ, Sherbourne CD. The MOS 36-item short-form health survey (SF-36). I. Conceptual framework and item selection. Medical Care 1992; 30:473-83. 3. Árnadóttir G. Þróun mælitækja: stöðlun, réttmæti og áreiðan- leiki. I: Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstj.) Handbók í aðferðafræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum. Akureyri: Háskólinn á Akureyri, 2003. 4. Bollen KA. Structural Equations with Latent Variabies. New York: John Wiley & Sons, 1989. Anna Birna Almarsdóttir mnaba@hi.is Höfundur er lyfjafræðingur, dósent í stefnumörkun og stjórnun lyfjamála við lyfja- fræðideild HÍ og framkvæmda- stjóri ráðgjafafyrirtækisins AL-BAS ehf. Læknablaðið 2004/90 8 8 9

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.