Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 87

Læknablaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 87
MINNISBLAÐIÐ Ráðstefnur og fundir 4.-5. janúar 2005 í Öskju, Reykjavík. Ráðstefna [ HÍ um rann- sóknir í líf- og heilbrigð- isvísindum á vegum læknadeildar, tannlækna- deildar, lyfjafræðideildar og hjúkrunarfræðideildar HÍ. Heimasíða: www.hi.is/naml visindanefnd - skráning: www.birna.is - nánar hjá framkvæmda- stjóra: birna@birna.is 21-22.febrúar Uppsölum, Sviþjóð. Workshop on Peritoneal Surface Malignancy. Allar frekari upplýsingar á www. akademikonferens. uu.se/pe- ritoneaicarcinosworkshop 4.-5. mars Amelia-eyju, Flórída. Physical Medicine & Rehab- ilitation for Clinicians, nám- skeið á vegum Mayo Clinic, College of Medicine. Nánari upplýsingar á www.mayo.edu 14.-15. mars Parfs, Frakklandi. Ráðstefna á vegum Unesco: Out of hospital emergency medical services, málefnið er: Move towards integr- ation across Europe. Allar frekari upplýsingar á heima- síðunni: www.hesculaep.org 20. mars-2. apríl Flórens, Ítalíu. Alþjóðlegur fundur um öryggi sjúklinga: Healthcare systems ergonomics and patient safety. Human factors, a bridge between care and cure. Nánari upp- lýsingar á slóðinni: www. heps2005.org 6.-9. apríl Aþenu, Grikklandi. Árlegur fundur ESCI, Eu- ropean Society for Clinical Investigation, - allar nánari upplýsingar á slóðinni www. esci.eu.com 15.-18. júní Stokkhólmi, Svíþjóð. Norrænt þing heimilislækna, hið 14. í röðinni. Nánar á heimasíðunni: www. allmanmedicin. nu/ congress Hin margumrædda vinnutímatilskipun Á stjórnarfundi hjá evrópsku læknasam- tökunum í nóvember sl. var fjallað um endur- skoðun á vinnutímatilskipun í Evrópu en eins og læknar vita snertir hún okkur verulega. Læknar hafa reynt að hafa áhrif á gang mála og unglæknar látið sérstaklega í sér heyra. Evr- ópusamtök lækna mörkuðu ákveðna stefnu í marz 2004 en málinu er greinilega ekki lokið. Brezkir læknar eru til dæmis ekki alls kostar sáttir, a.m.k. hafa sérfræðingar á sjúkrahúsum lýst sig andvíga undanþáguklausu þeirri sem kölluð er „opt out“. Sama sinnis virðast þýzkir spítalalæknar og munu almennir sérfræðing- ar á sjúkrahúsum í Pýzkalandi vera um 60% læknahópsins þar. Undanþáguákvæðið „opt out“ á við um hvíldartíma meðan á vakt stendur, það er að segja hve langur tími vaktar teljist vera raun- veruleg vakt og hve langur hvfld. Eldri lækn- ar/yfirlæknar munu vera undanþegnir hvort sem er þar sem þeir ráða sínum tíma meira eða taka ekki vaktir. Sett var fram sú spurning hvort þeir sem skrifuðu tilskipunina viti yfir- leitt nokkuð hvað þeir voru að gera? Hvort 5 mín. hvfld milli sjúklinga meðan læknir er á vakt eigi að draga frá vinnutímanum? Eða þá ef hann skyldi hafa hlé í hálftíma? Þá komu fram þau sjónarmið á fundinum að 8 tíma svefn á spítala væri alls ekki það sama og að sofa heima. Þegar vitnað er til annarra stétta sem taka vaktir, svo sem slökkviliðsmanna og hjúkrunarstétta, þá gildir annað um það fólk því læknar eru oftast með dagvinnutíma plús vaktir en hinir með vinnutíma á vöktum. Sjá CPME Info 2004/179: 5. Reynt hefur verið að setja inn í tilskipunina að 72 tímar megi líða þar til læknir fær hvfld eftir vakt. Spítalinn eigi að geta seinkað vaktafríi um þrjá sólarhringa ef þannig stendur á. Þessu er harðlega mót- mælt og menn telja eðlilegt og nauðsynlegt að fá hvfldartíma strax eftir að vakt lýkur. Menn voru nokkuð tvístígandi í því hver niðurstaðan ætti að vera. Stefna CPME er skýr, en í henni kemur samt ekki allt fram, m.a. ekki þetta með 72 tímana. I sumum löndum eða á sum- um stöðum hefur verið samið milli lækna og yfirvalda um undanþáguklausuna „opt out“. Sé svo þá eru þessir þrír dagar ekkert vanda- mál og ekki þörf á tilskipun frá Evrópu um þá. Á móti kemur að sameiginleg Evrópustefna gæti þýtt betri stöðu til að semja um hlutina heima fyrir. Niðurstaða á stjórnarfundi CPME var eftirfarandi: CPME stefnan skal standa en við þarf að bæta klausu um 72 tímana. Til- lagan sem samþykkt var hljóðar svo: Hvað læknastéttina varðar þarf að vera hægt að taka vaktafrí strax að vakt lokinni, nema aðilar hafi sameiginlega komizt að öðru samkomulagi (e. As far as the medical profession is concerned, compensatory rest needs to be taken immed- iately after the work period unless otherwise decided by collective agreement). Katrín Fjeldsted Frágangur fræðilegra greina Hiifundar sendi tvær gerð- ir handritu til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvö- földu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Tcillur og myndir skulu vera á ensku eða íslenskum, að vali höl'unda. Tölvuunnar inyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: u'h'h'. laekrwbladid. is Umræðuhluti Skilafrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknabladid 2004/90 907
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.