Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 9

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 9
RITSTJÓRNARGREINAR Hver er staða áfallahjálpar á íslandi í dag? Áfallahjálp kemur upp í hugann þegar atburðirnir í Asíu og tíu ára minning snjóflóðanna í Súðavík eru í fréttum. Viðtöl hafa birst við geðhjúkrunarfræðing sem sinnir áfallahjálp í Indónesíu og áfallahjálpin í Súðavík hefur verið rifjuð upp í fjölmiðlum. En hvað er sameiginlegt með þessum tveimur náttúruhamför- um þar sem annars vegar farast á þriðja hundrað þús- und manns og hins vegar 14 Islendingar. Sameiginlegt er þörfin fyrir áfallahjálp, mismunurinn er hins veg- ar umfangið. En allt er afstætt í heimi hér. Við erum lítil þjóð og sá fjöldi sem fórst í Súðavík og síðan á Flateyri er í okkar augum gífurlegur missir og miklar hamfarir. Mín fyrstu kynni af áfallahjálp voru vestur í Bolungarvík upp úr 1990 þegar Rudolf Adolfsson geðhjúkrunarfræðingur og Sigmundur Sigfússon geðlæknir komu til að aðstoða okkur eftir að hvert banaslysið á fætur öðru hafði dunið yfir. Starf þeirra kveikti áhuga minn á áfallahjálp. Eg fór að afla mér menntunar í þessari aðferðafræði sem er nálgun við þá sem hafa orðið fyrir lífsreynslu sem erfitt er að ráða við og vinna úr upp á eigin spýtur. Reynslan úr Bolungarvík varð kveikjan að áfallahjálparstarfinu í Súðavík og síðan Flateyri. Eftir snjóflóðið í Súðavík má segja að áfallahjálp hafi í fyrsta sinn verið beitt kerfisbundið strax eftir alvarleg áföll hér á landi. Eftir snjóflóðið í Súðavík var ljóst að áfallahjálp var eitthvað sem var nauðsyn í kjölfar náttúruham- fara og mannskæðra slysa. Rannsóknir hafa að vísu verið nrisvísandi hvað varðar gagnsemi áfallahjálpar. Talið er að árangur áfallahjálpar sé háður aðferða- fræðinni og þá sérstaklega þjálfun og kunnáttu þeirra sem hana veita. Spurningin er því hvað rannsóknirnar hafa verið að mæla. Hafa þær verið að mæla gagnsemi áfallahjálpar almennt eða verið frekar mælikvarði á kunnáttu og þjálfun þeirra sem hana framkvæmdu? Ráðherranefndin Atburðurinn í Súðvík leiddi þó til þess að í mars 1995 skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, nefnd til að „gera tillögur um hvernig megi efla og auka áfallahjálp hér á landi“. Nefndin skilaði tillögum til ráðherra í lok sama árs og á blaða- mannafundi í byrjun árs 1996 kynnti þáverandi heil- brigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, skýrslu nefnd- arinnar og gerði tillögur hennar að sínum. Síðan gerðist fátt markvert í þessum málum nema að Miðstöð áfallahjálpar var stofnsett við þáverandi Borgarspítala auk þess sem áhugahópar hér og þar um landið settu á laggirnar viðbragðshópa til að sinna áfallahjálp. Ekkert heildarskipulag í áfallahjálp á landsvísu kom franr þrátt fyrir tillögur nefndar heil- brigðisráðherra þar að lútandi. Þingsályktunartillagan Einhver vakning varð um haustið 2002 þegar þings- ályktunartillaga „um skipulagða áfallahjálp innan sveitarfélaga þegar alvarleg og mannskæð slys ber að höndum" var lögð fram á alþingi. I tillögunni var mælst til „að ríkisstjórnin í samstarfi við sveitarfélög komi á skipulagðri áfallahjálp innan sveitarfélaga til að bregðast við þegar alvarleg og mannskæð slys ber að höndum“. í greinargerð með þingsályktunar- tillögunni er meðal annars þetta að finna: „Hins vegar virðist sem markviss áfallahjálp í kjölfarið (eftir alvar- leg og mannskæð slys) sé yfirleitt ekki til staðar. Of mörg dæmi benda eindregið til þess. Fórnarlömb slysa og náttúruhamfara telja sig mörg skilin eftir óstudd og í óvissu eftir að fyrstu aðgerðum lýkur. Virðist sem sjaldan sé í boði kerfisbundin aðstoð við að takast á við sorg í kjölfar slysa og náttúruhamfara. Gildir það um andlega líðan og tilfinningar fórnarlamba, fjármál þeirra og aðstæður til að fóta sig í tilverunni að nýju. Fagleg aðstoð virðist af skornum skammti. Þá virðist sem áfallahjálp til björgunarfólks, fjölskyldna fórnar- lamba og vinnufélaga sé lítil sem engin.“ Eftirfarandi er einnig að finna í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni: „Áhrif mannskæðra slysa geta verið langvarandi og alvarleg fyrir einstaklinginn jafnt sem samfélagið í heild. Segja má að aðstoð við að takast á við sorgina sé jafn mikilvæg og fyrstu björg- unaraðgerðir. Því telja flutningsmenn það hafa mikið forvarnargildi fyrir samfélagið í heild að markvissum aðgerðum við sorgarviðbrögðum verði komið á þannig að unnið verði kunnáttusamlega að því að einstakling- ar og hópar nái sem fyrst fyrri styrk sínum eftir að alvar- leg og mannskæð slys ber að höndum." Það kemur reyndar í ljós að flutningsmenn gera sér ekki fyllilega grein fyrir muninum á áfallahjálp annars vegar, sem krefst ákveðinnar þekkingar og reynslu, og hins vegar félagsþjónustu sem Rauði kross íslands hefur séð um. Einnig vantar nokkuð upp á að flutningsmenn geri sér grein fyrir hvað áfallahjálp er, samanber hugmyndina um stjórnunarnefnd, þar sem teknir eru inn í þættir sem ekkert eiga skylt við áfalla- hjálp, svo sem fjármál, tryggingar og atvinnulíf. Ágúst Oddsson Höfundur er heilsugæslu- læknir á Hvammstanga. Læknablaðid 2005/91 149

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.