Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / HEILSUFAR ALDRAÐRA ilismanna með lýsandi hætti og greiningarkerfi lækna nær langt við að lýsa sjúkdómsástandi. Rannsókn okkar er afturvirk og byggist á atburðatengdri skrán- ingu í dagála heimilismanna. Kynjahlutfall á Droplaugarstöðum var einn karl á móti 2,6 konum, en fyrir landið er þetta hlutfall 1 á móti 1,6 á aldrinum 85-90 ára (8). Konur voru 1,3 árum eldri og karlar 0,8 árum eldri við komu á Drop- laugarstaði borið saman við önnur hjúkrunarheimili í Reykjavík (9). Vistunarmat aldraðra hefur haslað sér völl sem mælitæki fyrir þörf á stofnanavistun á íslandi (9). Matið gildir sem umsókn fyrir vistun og þótt matið sé huglægt að hluta hefur það sýnt sig að hafa forspár- gildi um afdrif vistmanna (7). Meðalfjöldi stigagjafar á Droplaugarstöðum var57 stig (±17) og ber það vott um að mjög brýn þörf hafi verið fyrir vistun á hjúkr- unarheimili og eru þessar niðurstöður sambærilegar við önnur hjúkrunarheimili á Reykjavíkursvæðinu. Nokkur breyting varð á dvalarstað heimilismanns fyrir komu eftir árið 1994, en þá var vistunarmat aldraðra orðið fast í sessi og hlutföll dvalarstaða fyrir komu snerust við. Það virðist því að innleiðing vistun- armats hafi haft tilætluð áhrif sem stjórnvaldsaðgerð á þeim tíma með skarpara vali á þeim einstaklingum sem höfðu brýnasta þörf fyrir vistun á hjúkrunar- heimili. í uppgjöri á vistunarmati aldraðra frá árinu 1992 til 2002 kom í ljós að meðallifun karla var 2,5 ár og kvenna 3,1 ár á íslenskum hjúkrunarheimilum (9). Svipuð þróun virðist hafa átt sér stað meðal annarra þjóða. í Danmörku er meðaldvalartími á hjúkrunar- heimilum nú um 2 ár (10) og í Bandaríkjunum 2,3 ár árið 1995 (11). Þekkt er að færniskerðing eykur líkur á hjúkrunar- heimilisvistun og dregur úr lífslíkum (12, 13). Reynt var að meta hreyfigetu og vitræna færni eftir lýsingu úr dagálum við komu fólks á hjúkrunarheimilið. Niður- staðan sýnir að skerðingin er mikil en aðferðin virðist of ónákvæm lil þess að hægt sé að sjá í hverju fram- vinda breytinganna liggur. í þeim færniskölum sem notaðir voru í rannsókninni kom í ljós mikil skerð- ing á hreyfifærni og á vitrænni getu heimilismanna við komu. Með afturvirkri aðferð rannsóknarinnar má ætla að bæði færnistig og sjúkdómsgreining séu vanmetnar, einkum í ljósi niðurstaðna vistunar- og RAI-matsins á seinni hluta tímabilsins (2, 9). Al- menn reynsla af færniskerðingu aldraðs fólks er sú að heilabilað fólk hefur oft óskerta hreyfigetu og hreyfi- hamlað fólk þarf ekki að hafa heilabilun þótt oft geti þetta farið saman hjá sama einstaklingi. Lyfjanotkun heimilismanna við komu var umtals- verð en alls töldust 19 einstaklingar af 385 vera án lyfja, meðalfjöldi lyfja á mann við komu óx úr 4,3 í 7,3 og geð- og róandi lyf úr 0,8 í 1,9, en þar eru svefnlyf meðtalin. Það er sambærilegt við íslenska könnun á lyfjanotkun 75 ára og eldri sjúklinga sem voru lagðir inn á bráðasjúkrahús árið 1995 (14). Ljóst er því að lyfjanotkunin er umtalsverð enda er um mjög veikt fólk að ræða. Læknum er almennt ljóst að fjöllyfja- notkun ber með sér nokkrar hættur fyrir hinn aldraða (15). Við komu voru taldar allar sjúkdómsgreiningar úr tiltækum læknabréfum um sjúkrahúslegur heim- ilismanna. Læknabréfin komu frá ýmsum deildum sjúkrahúsa þar sem lögð var mismikil áhersla á öldr- unarsjúkdóma. Þessi læknabréf sýna samt að heilabil- unargreining var algengasta sjúkdómsgreining við komu. Ætla má að tíðni heilabilunar sé vantalin með þessari aðferð en samkvæmt athugun á vistunarmati aldraðra í Reykjavík árið 1992 reyndust 78,5% metinna í hjúkrunarþörf vera með heilabilun á ein- hverju stigi (16) og rannsókn á RAI- matskerfinu á íslenskum þjónusturýmum og hjúkrunarheimilum sýndi að um helmingur hafi haft verulega vitræna skerðingu. Vandamál tengd greiningarvinnu og vægi heilabilunar heimilismanna á hjúkrunarheimilum hef- ur lengi verið rædd og þyrfti að vera sýnilegri (17). Næst algengustu sjúkdómsgreiningar voru krans- og heilaæðasjúkdómar. Birtingarmyndþessara sjúkdóma er þrekleysi tengt hjartabilun, göngulagstruflanir og heilabilun á gamals aldri. Æðakölkun er langvinnur sjúkdómur sem ágerist með tímanum og sýndi íslensk rannsókn að hinir eldri fá færri æðastífiur en þeir yngri, þrátt fyrir vaxandi æðaskemmdir (18). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sýkingar eru al- gengar meðal vistmanna á hjúkrunarheimilum (19). Tíðni sýkinga er talin vera ein til tvær sýkingar á heim- ilismann á ári. Færniskerðing er áhættuþáttur fyrir sýkingu og sýking eykur enn á færniskerðinguna. Á dvalartíma heimilismanna voru þvagfærasýkingar algengustu heilsufarsáföllin. Þekkt er að marktæk sýklatalning finnst meðal 25-50% kvenna og 15-40% karla án þvagleggs á hjúkrunarheimilum og helst það í hendur við meiri hrumleika (20). Þvagleki tengist þvagfærasýkingum og íslensk rannsókn sýndi algengi hans yfir 50% á öldrunarstofnunum og tengdist hann bæði meiri færniskerðingu og skemmri lifun (21). Þvagfærasýkingar eru algengasta ástæðan fyrir sýkla- lyfjagjöf á hjúkrunarheimilum. Þrátt fyrir háa tíðni þvagfærasýkinga er tiltölulega fáum sjúklingum vísað til þvagfæra- og kvensjúkdómalækna. Næst algeng- ustu kvillarnir voru kviðverkir. Þeir eru oft erfiðir í greiningu en eru oft meðhöndlaðir sem harðlífi, ristil- krampi, vélindabakflæði eða gallsteinar. Um fjórðungur heimilismanna hlýtur beinbrot á heimilinu og alls um 12% hlýtur mjaðmarbrot. Um 13% hafa sögu um mjaðmarbrot við komu. Byltur eru með alvarlegri atvikum á gamals aldri. Þær valda þjáningum og draga úr kjarki til hreyfingar. Bylturnar valda einnig áverkum og, í alvarlegri tilfellum, bein- brotum. Það er því mikilvægt að finna leiðir til að fyrirbyggja byltur ekki síst til að koma í veg fyrir bein- 158 Læknabladið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.