Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ARFUR JÓNS STEFFENSEN Sögur hermdar upp á Jón Steffensen prófessor í læknadeild Háskóla íslands Það var fyrir fimm eða sex árum að nokkrir eldri og miðaldra læknar sátu saman við hádegisverðarborð á Landspítalanum (við Flringbraut). Þeir áttu það allir sam- eiginlegt að vera gamlir nemendur Jóns Steffensen pró- fessors. Ræddar voru m.a. kennsluaðferðir hans í líffæra- fræði. Sá yngsti í hópnum og sá er þetta ritar, rifjaði upp nokkrar sögur sem hermdar voru upp á Jón og gengu fjöllunum hærra á námsárum þess fyrrnefnda. Þá kom í Ijós að sögur þessar voru óðum að gleymast, hinir í hópnum bættu þó tveimur eða þremur við sem jafnframt rifjuðust þá upp fyrir undirrituðum. Hann fór því á stúfana og reyndi að bjarga fleirum frá gleymsku og er hér birtur afraksturinn, alls 20 sögur. Sumar þeirra höfðu greinilega þróast og voru til í ýmsum myndum. Títtnefndur ber þó mesta ábyrgð á þeirri mynd sem sögurnar þirtast hér í. Sagan „Þar fór þín, Stína" er þó algjörlega úr penna Tryggva Ásmundssonar læknis. Tryggvi staðfesti einnig að sagan „Áður en næsti dettur" sé alsönn. Sagan „Með þvagálinn í rassvasanum" er efnislega frá Bjarna Jónas- syni lækni. Þeir sem sögurnar lesa geta efalaust bætt einhverju við eða lagfært. Það væri vel þegið. Það er áberandi að flestar þessara sagna eru got- raufarreknar og hefðu sennilega fæðst andvana í nú- tíma andrúmi, þegar helmingur læknastúdenta eru dæt- ur mæðra á rauðum sokkum. En hafa verður í huga að margir þrautryðjenda nútímalæknisfræði voru bartskerar, sem höfðu eytt sínu „kandídatsári" á vígvöllum Evrópu. Forherst þar t.d. við að aflima menn ódeyft, þegar vein sjúklings heyrðust ekki vegna sprengjugnýs. Þeir, sem ekki forhertust, voru það fyrir af guðs náð. Völdust því sennilega ákveðnar manngerðir, hörkutól/karlremþur, til þessara starfa. Afsprengi þeirra voru enn á reiki um skurðsali Vesturlanda langt fram yfir miðja 20. öldina. Þessi andi herbúðanna (og verbúðanna) sveif lengi yfir sæfðum vötnum sjúkrahúsanna. Nábýlið við nakta lík- ama og vogskornar sálir, viðkvæm líffæri, sjúkdóma og búksorgir, og sjálfan dauðann hefur eflaust magnað eða Kristín BjörnsdóttirogJón haldið við þessum anda. Hann birtist líka í alþjóðlegri Steffensen. Myndin er úr söngbók læknastúdenta, sem hægt var að kaupa í Bók- einkasafni þeirra hjóna. sölu stúdenta á 7. áratugnum. En nú er öldin önnur. Kaldranaleg kímni hefur oft verið frostlögurinn í blóði okkar og birtist sennilega í útþynntri mynd í þessu smælki sem hér fer á eftir. Mágur minn, sem lærði sálar- fræði við Svartaskóla í París upp úr miðri 20. öld, sagði mér að nemendum þar hafi þótt læknastúdenta vart í húsum hafandi vegna bersögli þeirra og virðingarleysis við viðkvæmar sálir og falda líkamsparta. Vonandi að þessar sögur valdi ekki frosthörkum í sálum unglækna á21. öld. Sigurður V. Sigurjónsson Detrusor urinae (þvagblöðruleggsvöðvinn sem tæmir blöðruna) Jón var að ræða við stúdent um þvagblöðruna. Talið barst að vöðvanum sem myndar meginþykkt blöðru- veggjarins og kreistir þvagið út í gegnum þvagrásina. Jón spurði hvort þetta væri sterkur vöðvi. Vafðist stud. med. tunga um höfuð háls og herðar en taldi þó að lokum vöðvann sterkan. Spurði Jón þá hve sterk- an. Læknaneminn átti erfitt með svar. Að lokum segir Jón: - Hvort haldið þér að sé sterkari detrusior urin- ae eða musculus biceps brachii? Stúdentinn giskaði á að detrusorvöðvinn væri mun sterkari en montvöðvi upphandleggjar. Glotti Jón þá við tönn og sagði: - Nú, þá ættuð þér að geta migið yfir Eiffelturninn. Læknablaðið 2005/91 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.