Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR / RAFEYÐING Á HVEKK
Rafeyðing á hvekk um þvagrás sökum
hvekkauka: árangur fyrstu fimm árin
Ágrip
Valur Þór
Marteinsson
SÉRFRÆÐINGUR í ÞVAG-
FÆRASKURÐLÆKNINGUM
Handlækningadeild FSA,
600 Akureyri.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Valur Þór Marteinsson,
handlækningadeild FSA,
600 Akureyri.
valmart@fsa.is
Lykilorð: rafeyðing, livekk-
auki, fylgikvillar, gœðaeftirlit.
Tilgangur: Algengasta skurðaðgerð við þvaglátaein-
kennum sökum hvekkauka hefur verið hvekkúrnám
um þvagrás (TURP, transurethral resection of pros-
tate). Reynt hefur verið að gera endurbætur á þeirri
aðgerðartækni og ein slíkra er svokölluð rafeyðing á
hvekk um þvagrás (transurethral electrovaporization
of prostate, TUVP). Aðferðin var tekin í notkun á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) 1997. Að-
altilgangur rannsóknarinnar var að kynna hina nýju
tækni, kanna ábendingar aðgerða, öryggi, fylgikvilla
og árangur aðgerðarinnar fyrstu fimm árin.
Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár allra sjúklinga er
undirgengust rafeyðingu á hvekk um þvagrás af grein-
arhöfundi á Handlækningadeild FSA á tímabilinu
01.1997-03.2002 voru yfirfarnar. Um var að ræða 36
sjúklinga. Framsæ skráning var gerð fyrstu 4-8 vikur
eftir aðgerð. Aðgerðin var framkvæmd í mænu- eða
utanbastsdeyfingu. Notuð voru hefðbundin speglun-
artæki til aðgerðar á hvekk um þvagrás. í stað skurð-
lykkju var notað sérstakt kefli eða hjól sem rennt var
eftir vefnum. Hjá 18 (50%) sjúklingum var einnig
skorinn vefur með skurðlykkju í lok aðgerðar.
Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 77,2 ár (56-94)
og meðaltal áhættuflokks (ASA) var 2,4 (1-4). Hjá
24 (58,4 %) sjúklingum var þvagteppa aðalábending
aðgerðar. Meðaltal legudaga var 5,3 dagar (2-14).
Aðgerðartími var 27,6 mínútur (15-42) að meðaltali
og 9,1 g (2,5-21) af hvekkvef voru fjarlægð að meðal-
tali þegar vefur var líka skorinn. Enginn sjúklingur
lést <30 daga frá aðgerð. Allir útskrifuðust. Enginn
þurfti á blóðgjöf að halda í eða eftir aðgerð og eng-
in enduraðgerð var <30 daga. Prír (8,3%) sjúklingar
fengu fylgikvilla <30 daga og einn (2,8%) þurfti síðar
að undirgangast blöðruhálsskurð um þvagrás sökum
blöðruhálsþrengsla. 32 (89%) sjúklinganna útskrif-
uðust þvagleggslausir og 33 (91,7%) reyndust sáttir
við árangur aðgerðar.
Ályktun: Rafeyðing á hvekk um þvagrás sýnist vera
örugg og tæknilega góð aðgerð. Enginn skurðdauði
var og blóðgjafir reyndust óþarfar. Fylgikvillar voru
fáir og engir alvarlegir. Árangur er sambærilegur við
erlendar rannsókir.
Inngangur
Algengasta skurðaðgerðin við þvaglátaeinkennum
og fylgikvillum sökum hvekkauka (góðkynja stækk-
un á blöðruhálskirtli, benign prostatic enlargement)
hefur verið hvekkúrnám um þvagrás (transurethral
ENGLISH SUMMARY
Marteinsson VÞ
Transurethral electrovaporization of the
prostate: results during five years
Læknablaðið 2005; 91: 171-5
Objective: The most common surgical intervention for
lower urinary tract symptoms due to benign prostatic
enlargement has been transurethral resection of the
prostate (TURP). Transurethral electrovaporization of
the prostate (TUVP) is a recent modification of TURP
and has been used in Central Hospital Akureyri from
1997. The purpose of this study was to evaluate the
safety, complications, efficacy and clinical indications
in patients undergoing TUVP with benign prostatic
enlargement in five years period.
Material and methods: 36 patients undera/ent TUVP
in the period January 1997 to March 2002. Prospective
registration was performed during the first 4-8 weeks
after operation. The author evaluated all patients before
the intervention. Conventional surgical instruments for
transurethral surgery were used with a roller electrode
instead of a loop and in half of the patients some tissue
was removed with a loop.
Results: The average age was 77.2 years (56-94) and
average hospital stay was 5.3 days (2-14). 24 (58.4%)
patients had urinary retention before the operation and
average operation time was 27.6 minutes (15-42). No
operative or in-hospital mortality was in this study or
during the first 30 days and all patients were dis-
charged. No one required transfusion or re-intervention
within 30 days from operation. Three (8.3%) patients
got complications within 30 days and one underwent
bladder neck incision during the follow-up period. 32
(89%) were discharged without urinary catheter and 33
(91.7%) were satisfied with the result of the operation.
Conclusions: TUVP is a safe, efficacious and techni-
cally feasible operation for patients with benign pros-
tatic enlargement. Despite limited material, the clinical
outcome and complications rate were comparable to
larger series.
Key words: electrovaporization, benign prostatic enlarge-
ment, complications, quality control.
Correspondance: Valur Þór Marteinsson, valmart@fsa.is
resection of the prostate, TURP). Sjaldnar er gerður
skurður í hvekk um þvagrás (transurethral incision
of the prostate, TUIP), eða opið hvekkúrnám. Reynt
hefur verið að gera endurbætur á þeirri aðgerðar-
tækni og ekki hvað síst til að draga úr fylgikvillum
eins og blæðingum í eða eftir aðgerð. Ein þeirra að-
gerða er svokölluð rafeyðing á hvekk um þvagrás
Læknablaðið 2005/91 171